„Við þurftum að þjást meira en við vildum“ Hinrik Wöhler skrifar 23. júlí 2023 22:15 Ómar Ingi, þjálfari HK. Vísir/Anton Brink Leikur HK og Stjörnunnar í Bestu deild karla endaði með 1-1 jafntefli í Kórnum í kvöld. Þrátt fyrir að Stjarnan hafi pressað hátt og skapað fleiri færi en HK var Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, ósáttur með að hafa ekki stolið stigunum þremur. „Ef tilfinningin mín fyrir markinu sem þeir skora er rétt þá er ég ósáttur með það að við höfum ekki unnið leikinn,“ sagði Ómar skömmu eftir leik. Það var mikil barátta í vítateig Stjörnumanna undir lokin og vildu heimamenn í HK fá víti í uppbótartíma en dómari leiksins, Helgi Mikael Jónasson, var ekki á sama máli. „Mér fannst hann fara í hendina á honum þegar við skutum honum aftur inn í pakkann en þetta var bara í þannig mómenti að þegar þú heyrir einhvern smell þegar boltinn skoppar til baka þá bara biður þú um víti, það er bara eðlilegt og allir hefðu gert það,“ sagði Ómar um lokamínútur leikins. Kópavogsliðið hefur aðeins sigrað einn leik af síðustu níu deildarleikjum en Ómar Ingi hefur þó litlar áhyggjur af stöðu mála. „Það fer eftir hvernig þú setur það upp, við erum bara með eitt tap í síðustu fimm leikjum og þar af leiðandi sex stig í fimm leikjum sem er rúmlega eitt á leik og ég hef ekki áhyggjur af þessu. Við hefðum alveg getað unnið í kvöld þó að bróðurpartinn af leiknum vorum við að verjast í staðinn fyrir að sækja og mögulega átt skilið að vinna.“ Stjarnan pressaði hátt og voru meira með boltann en heimamenn. Ómar viðurkennir að uppleggið fyrir leik var ekki eins varnarsinnað eins og raun bar vitni. „Stjarnan þrýsti okkur aftar en við áætluðum að myndi gerast þannig okkur gekk erfiðlega að koma okkur út úr því en okkur gekk þó vel að díla við það. Við þurftum að þjást meira en við vildum en það hefur verið hluti af því sem við höfum þurft að læra samanborið við Lengjudeildina í fyrra. Við þurfum að stilla okkur betur af varðandi það hvernig hugarfarið okkar er gangvart ákveðnum þáttum í leiknum.“ Atli Arnarson, Birkir Valur Jónsson og Eyþór Wöhler voru frá vegna meiðsla sem þeir hlutu í síðasta leik á móti Fylki. Ómar Ingi á von á því að þeir verða allir klárir fyrir komandi átök. „Að sjálfsögðu vona ég það. Það er von til þess, samkvæmt mínu samtali við þá í dag og undanfarna viku við þá sem meiddust gegn Fylki á ég von á því að þeir geti vera klárir eftir viku á móti KA. Það var sama hjá Ívari Erni [Jónssyni] í dag og á móti Fylki, hann var byrjaður að stífna upp í kálfanum en spilaði samt 70 til 75 mínútur og með vikuhvíld verður hann alltaf klár fyrir norðan.“ Félagsskiptaglugginn er opinn í Bestu deild karla um þessar mundir og það gæti verið að HK muni styrkja sig í öftustu línu. „Það styttist í að Ívar Orri [Gissurarson] fari og við erum að líta í kringum okkur og opna á einhver samtöl við lið,“ sagði Ómar Ingi að lokum. HK Besta deild karla Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Sjá meira
„Ef tilfinningin mín fyrir markinu sem þeir skora er rétt þá er ég ósáttur með það að við höfum ekki unnið leikinn,“ sagði Ómar skömmu eftir leik. Það var mikil barátta í vítateig Stjörnumanna undir lokin og vildu heimamenn í HK fá víti í uppbótartíma en dómari leiksins, Helgi Mikael Jónasson, var ekki á sama máli. „Mér fannst hann fara í hendina á honum þegar við skutum honum aftur inn í pakkann en þetta var bara í þannig mómenti að þegar þú heyrir einhvern smell þegar boltinn skoppar til baka þá bara biður þú um víti, það er bara eðlilegt og allir hefðu gert það,“ sagði Ómar um lokamínútur leikins. Kópavogsliðið hefur aðeins sigrað einn leik af síðustu níu deildarleikjum en Ómar Ingi hefur þó litlar áhyggjur af stöðu mála. „Það fer eftir hvernig þú setur það upp, við erum bara með eitt tap í síðustu fimm leikjum og þar af leiðandi sex stig í fimm leikjum sem er rúmlega eitt á leik og ég hef ekki áhyggjur af þessu. Við hefðum alveg getað unnið í kvöld þó að bróðurpartinn af leiknum vorum við að verjast í staðinn fyrir að sækja og mögulega átt skilið að vinna.“ Stjarnan pressaði hátt og voru meira með boltann en heimamenn. Ómar viðurkennir að uppleggið fyrir leik var ekki eins varnarsinnað eins og raun bar vitni. „Stjarnan þrýsti okkur aftar en við áætluðum að myndi gerast þannig okkur gekk erfiðlega að koma okkur út úr því en okkur gekk þó vel að díla við það. Við þurftum að þjást meira en við vildum en það hefur verið hluti af því sem við höfum þurft að læra samanborið við Lengjudeildina í fyrra. Við þurfum að stilla okkur betur af varðandi það hvernig hugarfarið okkar er gangvart ákveðnum þáttum í leiknum.“ Atli Arnarson, Birkir Valur Jónsson og Eyþór Wöhler voru frá vegna meiðsla sem þeir hlutu í síðasta leik á móti Fylki. Ómar Ingi á von á því að þeir verða allir klárir fyrir komandi átök. „Að sjálfsögðu vona ég það. Það er von til þess, samkvæmt mínu samtali við þá í dag og undanfarna viku við þá sem meiddust gegn Fylki á ég von á því að þeir geti vera klárir eftir viku á móti KA. Það var sama hjá Ívari Erni [Jónssyni] í dag og á móti Fylki, hann var byrjaður að stífna upp í kálfanum en spilaði samt 70 til 75 mínútur og með vikuhvíld verður hann alltaf klár fyrir norðan.“ Félagsskiptaglugginn er opinn í Bestu deild karla um þessar mundir og það gæti verið að HK muni styrkja sig í öftustu línu. „Það styttist í að Ívar Orri [Gissurarson] fari og við erum að líta í kringum okkur og opna á einhver samtöl við lið,“ sagði Ómar Ingi að lokum.
HK Besta deild karla Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Sjá meira