Lá beinast við að sýna Björgólfi frænda nýja Rolex úrið Máni Snær Þorláksson skrifar 24. júlí 2023 14:58 Björgólfur Guðmundsson sýndi Gústa B hvernig hann á að stilla sér upp með úrið. Aðsend Útvarpsmaðurinn og samfélagsmiðlastjarnan Ágúst Beinteinn Árnason, eða Gústi B eins og hann er gjarnan kallaður, keypti sér sitt fyrsta úr á dögunum. Hann segir að það hafi legið beinast við að sýna athafnamanninum og stóra frænda sínum Björgólfi Guðmundssyni nýja úrið. „Ég vildi vera svolítið vígalegur eins og Bjöggi frændi, þannig ég fékk mér eitt stykki svona,“ segir Gústi þegar hann sýnir Björgólfi nýja úrið sitt. Björgólfur virðist heldur betur vera sáttur með kaupin hjá Gústa. „Djöfull er ég ánægður með þig, þetta líst mér vel á. Þú verður góður í sjónvarpinu með þetta,“ segir hann. Gústi birtir myndband af þessu í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram. Þar segir hann einnig að nú sé mögulega tímabært að hann fari að læra á klukku. Í samtali við fréttastofu segir hann að það hafi ekki verið einblínt nægilega mikið á klukkuna þar sem hann lærði. „En þetta hlýtur að koma núna þegar maður er alltaf með þetta á sér.“ View this post on Instagram A post shared by Gusti B (@gustib_1) Óhætt er að segja að um sé að ræða nokkuð dýrt úr en Gústi lítur á kaupin sem fjárfestingu. Um er að ræða svart Rolex úr af gerðinni Submariner Date. „Þetta er úr sem ég ætla að passa upp á og eiga að eilífu. Svo í framtíðinni fær barnið mitt auðvitað að eiga það,“ segir hann. „Ég vildi auðvitað fyrst og fremst vera svalur eins og Bjöggi. Hann er með stíl - það neitar því enginn." Þurfi að læra á klukkuna áður en hann kaupir annað Gústi segir að þetta sé í fyrsta skipti sem hann kaupir sér úr. „Það hefur verið talað um það að maður verði maður með mönnum þegar maður kaupir sér fyrsta úr. Það var því bara tímaspursmál hvenær ég myndi kaupa mér einhvern svona grip,“ segir hann. Þá vildi Gústi sýna stóra frænda sínum úrið sökum reynslu hans í þeim efnum. „Það lá svona beinast við að sýna Bjögga Rolex úrið af því hann á auðvitað nokkur slík og hefur mikið vit á þessu,“ segir hann. Björgólfur var sáttur með úrið sem Gústi keyhpti.Aðsend „Ég var ekki viss hvernig hann myndi taka í þetta af því að ég er auðvitað töluvert yngri en hann var þegar hann kaupir sitt fyrsta úr. En mér til mikillar lukku þá var hann bara ánægður með þetta og peppaði mig, hvatti mig áfram. Ég er ekki frá því að hann hafi orðið smá afbrýðissamur því mitt er svo nýlegt. Nú vill hann kaupa sér annað, nýtt og stærra.“ Gústi líkir því að kaupa fyrsta úrið við það að fá sér sitt fyrsta húðflúr. „Nú vill maður kaupa sér annað um leið. Ætli ég þurfi ekki að læra á klukkuna fyrst.“ Samfélagsmiðlar Tíska og hönnun Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Lífið samstarf Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira
„Ég vildi vera svolítið vígalegur eins og Bjöggi frændi, þannig ég fékk mér eitt stykki svona,“ segir Gústi þegar hann sýnir Björgólfi nýja úrið sitt. Björgólfur virðist heldur betur vera sáttur með kaupin hjá Gústa. „Djöfull er ég ánægður með þig, þetta líst mér vel á. Þú verður góður í sjónvarpinu með þetta,“ segir hann. Gústi birtir myndband af þessu í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram. Þar segir hann einnig að nú sé mögulega tímabært að hann fari að læra á klukku. Í samtali við fréttastofu segir hann að það hafi ekki verið einblínt nægilega mikið á klukkuna þar sem hann lærði. „En þetta hlýtur að koma núna þegar maður er alltaf með þetta á sér.“ View this post on Instagram A post shared by Gusti B (@gustib_1) Óhætt er að segja að um sé að ræða nokkuð dýrt úr en Gústi lítur á kaupin sem fjárfestingu. Um er að ræða svart Rolex úr af gerðinni Submariner Date. „Þetta er úr sem ég ætla að passa upp á og eiga að eilífu. Svo í framtíðinni fær barnið mitt auðvitað að eiga það,“ segir hann. „Ég vildi auðvitað fyrst og fremst vera svalur eins og Bjöggi. Hann er með stíl - það neitar því enginn." Þurfi að læra á klukkuna áður en hann kaupir annað Gústi segir að þetta sé í fyrsta skipti sem hann kaupir sér úr. „Það hefur verið talað um það að maður verði maður með mönnum þegar maður kaupir sér fyrsta úr. Það var því bara tímaspursmál hvenær ég myndi kaupa mér einhvern svona grip,“ segir hann. Þá vildi Gústi sýna stóra frænda sínum úrið sökum reynslu hans í þeim efnum. „Það lá svona beinast við að sýna Bjögga Rolex úrið af því hann á auðvitað nokkur slík og hefur mikið vit á þessu,“ segir hann. Björgólfur var sáttur með úrið sem Gústi keyhpti.Aðsend „Ég var ekki viss hvernig hann myndi taka í þetta af því að ég er auðvitað töluvert yngri en hann var þegar hann kaupir sitt fyrsta úr. En mér til mikillar lukku þá var hann bara ánægður með þetta og peppaði mig, hvatti mig áfram. Ég er ekki frá því að hann hafi orðið smá afbrýðissamur því mitt er svo nýlegt. Nú vill hann kaupa sér annað, nýtt og stærra.“ Gústi líkir því að kaupa fyrsta úrið við það að fá sér sitt fyrsta húðflúr. „Nú vill maður kaupa sér annað um leið. Ætli ég þurfi ekki að læra á klukkuna fyrst.“
Samfélagsmiðlar Tíska og hönnun Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Lífið samstarf Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira