Ekki upplifun ON að erfitt sé að komast um landið á rafmagnsbíl Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. júlí 2023 22:54 Guðjón var viðmælandi í Reykjavík síðdegis í dag. Vilhelm/Orka náttúrunnar Guðjón Hugberg, tæknistjóri hleðsluþjónustu hjá Orku náttúrunnar, segir ekki upplifun fyrirtækisins að „rosalega“ erfitt sé að komast um landið á rafmagnsbíl vegna skorts á rafhleðslustöðvum. Guðjón var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Þar sagði hann rafbílavæðinguna á Íslandi hafa gengið vel fyrir sig enn sem komið er. „Það er ekki okkar upplifun hjá Orku náttúrunnar að það sé rosalega erfitt að komast um landið þessa dagana, það séu ekki að myndast miklar raðir eða svoleiðis, sérstaklega núna þegar fólk er komið í sumarfrí,“ segir Guðjón. „Við höfum hvatt fólk til að hlaða til næstu ferðar, þannig að ef þú þarft ekki að fylla bílinn alveg, ert á leiðinni heim eða annað, að hlaða til næstu ferðar. Það er líka hagkvæmast fyrir fólk,“ segir Guðjón. Þá hvetur hann fólk til þess að sýna tillitsemi og náungakærleik þegar mikið er að gera. „Nú er næstu fasi hjá orku náttúrunnar, svo ég tali bara fyrir okkur, að byggja stærri stöðvar og fleiri tengi þannig að þú eigir meiri líkur á því að ganga að lausu tengi. Og þá erum við að tala um tíu plús tengi á hverri einustu staðsetningu og svona uppbygging tekur svolítið lengri tíma, og það vantar kannski aðeins þol fyrir sveitarfélög að úthluta lóðir fyrir þá sem eiga þær ekki.“ Hann bætir við að misvel gangi að fá úthlutaðar lóðir undir hleðslustöðvar frá sveitarfélögum. Aðspurður hve langan tíma taki að byggja rafhleðslustöð segir hann það flóknara nú en áður. „Þegar blek er komið á blað þarf að hanna þetta út frá flæði og allskonar hlutum núna sem við þurftum ekki að gera áður. Og hvernig við komum stærri bílum að, nú eru komnar rútur á rafmagn og flutningabílar.“ Ferlið sé því tímafrekara nú Er nóg til af rafmagni? „Það er nóg til af rafmagni, sums staðar er dreifikerfið ekki alveg nógu sterkt en heilt á litið stöndum við mjög vel á Íslandi, varðandi hvað hægt sé að gera í þessum efnum.“ Guðjón segir að ef uppbygging rafbíla væri hröð þá myndu fleiri fjárfesta í rafbíl, en aftur á móti væri engin uppbygging innviða fyrir rafbíla, væru þeir ekki í umferð „Þannig að þetta er svolítið eggið og hænan vandamál en það sem ég hef sér undanfarið þá er mikill metnaður hjá þeim sem hafa verið að byggja upp hraðhleðslustöð, sem eru fjölmargir,“ segir hann. Hann segir ON nú horfa til þess að styrkja þjóðveg eitt. Fyrirhuguð hafi verið bygging á rafhleðslustöð á Egilsstöðum sem ekki hafi gengið upp. „Það er ekkert rosalega mikið rafmagn frá Egilsstöðum að Mývatni, svo sú leið er alltaf frekar erfið.“ Nú sé meðal annars horft til bætinga á Akureyri, Austurlandi og Suðurlandi. Reykjavík síðdegis Orkumál Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Guðjón var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Þar sagði hann rafbílavæðinguna á Íslandi hafa gengið vel fyrir sig enn sem komið er. „Það er ekki okkar upplifun hjá Orku náttúrunnar að það sé rosalega erfitt að komast um landið þessa dagana, það séu ekki að myndast miklar raðir eða svoleiðis, sérstaklega núna þegar fólk er komið í sumarfrí,“ segir Guðjón. „Við höfum hvatt fólk til að hlaða til næstu ferðar, þannig að ef þú þarft ekki að fylla bílinn alveg, ert á leiðinni heim eða annað, að hlaða til næstu ferðar. Það er líka hagkvæmast fyrir fólk,“ segir Guðjón. Þá hvetur hann fólk til þess að sýna tillitsemi og náungakærleik þegar mikið er að gera. „Nú er næstu fasi hjá orku náttúrunnar, svo ég tali bara fyrir okkur, að byggja stærri stöðvar og fleiri tengi þannig að þú eigir meiri líkur á því að ganga að lausu tengi. Og þá erum við að tala um tíu plús tengi á hverri einustu staðsetningu og svona uppbygging tekur svolítið lengri tíma, og það vantar kannski aðeins þol fyrir sveitarfélög að úthluta lóðir fyrir þá sem eiga þær ekki.“ Hann bætir við að misvel gangi að fá úthlutaðar lóðir undir hleðslustöðvar frá sveitarfélögum. Aðspurður hve langan tíma taki að byggja rafhleðslustöð segir hann það flóknara nú en áður. „Þegar blek er komið á blað þarf að hanna þetta út frá flæði og allskonar hlutum núna sem við þurftum ekki að gera áður. Og hvernig við komum stærri bílum að, nú eru komnar rútur á rafmagn og flutningabílar.“ Ferlið sé því tímafrekara nú Er nóg til af rafmagni? „Það er nóg til af rafmagni, sums staðar er dreifikerfið ekki alveg nógu sterkt en heilt á litið stöndum við mjög vel á Íslandi, varðandi hvað hægt sé að gera í þessum efnum.“ Guðjón segir að ef uppbygging rafbíla væri hröð þá myndu fleiri fjárfesta í rafbíl, en aftur á móti væri engin uppbygging innviða fyrir rafbíla, væru þeir ekki í umferð „Þannig að þetta er svolítið eggið og hænan vandamál en það sem ég hef sér undanfarið þá er mikill metnaður hjá þeim sem hafa verið að byggja upp hraðhleðslustöð, sem eru fjölmargir,“ segir hann. Hann segir ON nú horfa til þess að styrkja þjóðveg eitt. Fyrirhuguð hafi verið bygging á rafhleðslustöð á Egilsstöðum sem ekki hafi gengið upp. „Það er ekkert rosalega mikið rafmagn frá Egilsstöðum að Mývatni, svo sú leið er alltaf frekar erfið.“ Nú sé meðal annars horft til bætinga á Akureyri, Austurlandi og Suðurlandi.
Reykjavík síðdegis Orkumál Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira