Samkvæmt niðurstöðum myndu 84 prósent þeirra sem kusu Samfylkinguna kjósa hana aftur en 16 prósent fylgi myndi dreifast á aðra flokka. Næst á eftir koma kjósendur Flokks fólksins en 78 prósent þeirra myndu kjósa flokkinn aftur, yrði gengið til kosninga í dag. 76 prósent kjósenda Miðflokksins myndu kjósa hann aftur í dag.
Einungis 48 prósent þeirra sem kusu Vinstri græna í síðustu kosningum myndu kjósa flokkinn aftur en 30 prósent fylgisins færi yfir til Samfylkingar og 22 prósent dreifast á aðra flokka.
Hér að neðan má sjá hvernig kjósendur hvers flokks fyrir sig myndi kjósa, ef gengið yrði til kosninga í dag.
- 84% sem kusu Samfylkinguna myndu kjósa hana aftur og 16% fylgi myndi dreifast á aðra flokka.
- 78% sem kusu Flokk fólksins myndu kjósa hann aftur og 14% myndu kjósa Samfylkinguna.
- 76% þeirra sem kusu Miðflokkinn myndu kjósa hann aftur og færi 14% fylgi yfir til Sjálfstæðisflokksins.
- 67% þeirra sem kusu Pírata myndu kjósa flokkinn aftur og 25% fylgi myndi færast yfir til Samfylkingarinnar.
- 62% þeirra sem kusu Sjálfstæðisflokkinn myndu kjósa hann aftur en annað fylgi færi þá helst yfir til Pírata (11%), Miðflokksins (10%) og Samfylkingar (9%).
- 60% þeirra sem kusu Viðreisn myndu kjósa flokkinn aftur og 25% myndu kjósa Samfylkinguna og 9% Sjálfstæðisflokkinn.
- 53% þeirra sem kusu Framsóknarflokkinn myndu kjósa flokkinn aftur. 19% myndu kjósa Samfylkinguna, 12% Miðflokkinn og 8% Sjálfstæðisflokkinn.
- 49% þeirra sem kusu Sósíalistaflokkinn myndu kjósa hann aftur, 20% myndu kjósa Pírata og 10% Samfylkinguna.
- 48% þeirra sem kusu Vinstrihreyfinguna - græntframboð myndu kjósa flokkinn aftur en 30% fylgi færi yfir til Samfylkingar og 22% fylgi myndi dreifast á aðra flokka.
Heimild: Prósent