Botna ekkert í dauða tíu hunda á Austurlandi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. júlí 2023 11:54 Sigurborg Daðadóttir er yfirdýralæknir Matvælastofnunar sem tók við rannsókn á dauða tíu hunda fyrr í mánuðinum. vísir Yfirdýralæknir MAST segir óútskýrðan dauða tíu hunda á Austurlandi einstakt mál sem stofnunin botni ekki í að svo stöddu. Málið er nú á borði lögreglu. Þann 8. júlí síðastliðinn kom Askur Bárðdal Laufeyjarson hundaræktandi að tíu hundum sínum dauðum á bæ sínum í Engihlíð upp af Breiðdalsvík. Askur hafði skroppið á bæjarhátíð í nokkrar klukkustundir en þegar hann kom til baka lágu hundarnir tíu dauðir í hundagerðinu þar sem hann hafði skilið þá eftir. Þetta voru sex Síberíu Husky, einn Alaska husky, þrír Border Collie og Síberíu Husky blendingar. Matvælastofnun tók við rannsókn málsins og voru tveir hundar sendir í krufningu á tilraunastöð á Keldum. „Það er enn þá verið að bíða eftir frekari niðurstöðum úr krufningu. Þetta fór í eiturefnagreiningu og það tekur einhverjar vikur. Þannig þetta fór ekki lengra af okkar hálfu og við vísuðum þessu til lögreglu,“ segir Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir Matvælastofnunar. Að hennar sögn liggur ekki fyrir að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað en engir sjáanlegir áverkar voru á hundunum. „Það er enginn grunur um sjúkdóm. Það allavega finnst ekki við krufningu og það er ekki grunur um neitt enn þá. Þetta er bara óútskýrt. Óútskýrður dauði.“ Þannig þið botnið í raun ekkert í þessu? „Það má alveg segja það, þetta er allavega mjög óljóst.“ Ljóst er að tjón eigandans hleypur á milljónum. Málið á sér engin fordæmi hérlendis en búast má við niðurstöðum eiturefnakrufningar innan nokkurra vikna. Dýr Fjarðabyggð Hundar Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Hundadauðinn kominn á borð lögreglu Mál tíu hunda sem fundust dauðir fyrr í mánuðinum án skýringar er komið á borð lögreglu. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir að verið sé að rannsaka hvort eitrað hafi verið fyrir þeim. 27. júlí 2023 18:59 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Þann 8. júlí síðastliðinn kom Askur Bárðdal Laufeyjarson hundaræktandi að tíu hundum sínum dauðum á bæ sínum í Engihlíð upp af Breiðdalsvík. Askur hafði skroppið á bæjarhátíð í nokkrar klukkustundir en þegar hann kom til baka lágu hundarnir tíu dauðir í hundagerðinu þar sem hann hafði skilið þá eftir. Þetta voru sex Síberíu Husky, einn Alaska husky, þrír Border Collie og Síberíu Husky blendingar. Matvælastofnun tók við rannsókn málsins og voru tveir hundar sendir í krufningu á tilraunastöð á Keldum. „Það er enn þá verið að bíða eftir frekari niðurstöðum úr krufningu. Þetta fór í eiturefnagreiningu og það tekur einhverjar vikur. Þannig þetta fór ekki lengra af okkar hálfu og við vísuðum þessu til lögreglu,“ segir Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir Matvælastofnunar. Að hennar sögn liggur ekki fyrir að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað en engir sjáanlegir áverkar voru á hundunum. „Það er enginn grunur um sjúkdóm. Það allavega finnst ekki við krufningu og það er ekki grunur um neitt enn þá. Þetta er bara óútskýrt. Óútskýrður dauði.“ Þannig þið botnið í raun ekkert í þessu? „Það má alveg segja það, þetta er allavega mjög óljóst.“ Ljóst er að tjón eigandans hleypur á milljónum. Málið á sér engin fordæmi hérlendis en búast má við niðurstöðum eiturefnakrufningar innan nokkurra vikna.
Dýr Fjarðabyggð Hundar Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Hundadauðinn kominn á borð lögreglu Mál tíu hunda sem fundust dauðir fyrr í mánuðinum án skýringar er komið á borð lögreglu. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir að verið sé að rannsaka hvort eitrað hafi verið fyrir þeim. 27. júlí 2023 18:59 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Hundadauðinn kominn á borð lögreglu Mál tíu hunda sem fundust dauðir fyrr í mánuðinum án skýringar er komið á borð lögreglu. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir að verið sé að rannsaka hvort eitrað hafi verið fyrir þeim. 27. júlí 2023 18:59