Margt breytt í Færeyjum frá frægri heimsókn Jóhönnu Lovísa Arnardóttir skrifar 28. júlí 2023 22:01 Guðmundur Ingi á Hinsegin dögum í Færeyjum í vikunni. Mynd/Aðsend Hinsegin dagar fóru fram í Færeyjum í vikunni. Félags- og vinnumarkaðsráðherra tók þátt í hátíðinni og segir hana hafa gengið vel. „Gangan var glæsileg og þau höfðu orð á því að vera í keppni við okkur á Íslandi um þátttöku miðað við höfðatölu, þannig það er eins gott að við förum að telja,“ segir Guðmundur léttur. Hann segir margt hafa breyst frá því að færeyskur þingmaður neitaði að sitja til borðs með Jóhönnu Sigurðardóttur, þáverandi forsætisráðherra, og konu hennar, vegna kynhneigðar þeirra, í opinberri heimsókn til Færeyja árið 2013. „Þetta var afskaplega leiðinlegt atvik og eitthvað sem ég held að margt fólk í Færeyjum finnist mjög leiðinlegt. Þetta er ekki það viðmót sem ég fann fyrir nokkurs staðar,“ segir Guðmundur og að hann voni að samfélagið sé opnara. Hann segir stöðu hinsegin fólks í Færeyjum hafa batnað mikið síðustu ár. „Sérstaklega lagalega, en það er enn atriði sem á eftir að taka lengra eins og varðandi trans fólk og skráningu á kynum og annað slíkt sem við breyttumst hér á Íslandi 2019. Almennt séð hefur þetta breyst síðustu tíu til fimmtán árin. Þetta er meira viðurkennt og meiri virðing borin fyrir mannréttindum fólks en þetta er samt dálítið skipt,“ segir hann og að það einkenni færeyskt samfélag að þar séu sterkir trúarhópar sem líti á réttindi hinsegin fólks sem eitthvað sem eigi ekki að eiga sér stað. Hann segir fordóma þó vera hjá afar fámennum, en háværum hópi. En fólk finni fyrir bakslagi þar eins og hér og annars staðar í heiminum. Það sé þó mikilvægt að halda umræðunni lifandi. „Maður hefur auðvitað áhyggjur af því, því það er bundið við allan heiminn. Það er bakslag hér heima og annars staðar. Bæði gagnvart trans fólki og öðru hinsegin fólki,“ segir Guðmundur og að það sé risastórt mál. „að það sé vegið að réttindum ákveðinna hópa, sama hvort það er hinsegin fólk, eða kvenna, það er grafalvarlegt mál og þess vegna ofboðslega mikilvægt að lönd eins og Norðurlöndin standi saman í því að verja réttindi hinsegin fólks og kvenna og það er eitt af því sem að er á dagskrá formennsku Íslands í norrænu ráðherranefndinni í ár,“ segir Guðmundur og að það megi alveg tala meira um þetta. Megi ekki slaka þrátt fyrir góðan árangur Hann segir að þegar við höfum náð góðum árangri eins og núna að fara frá átjánda sæti á Regnbogakortinu í það fimmta og fyrsta í málefnum trans fólks þá slakni oft á umræðunni. „En við erum reglulega minnt á það hversu mikilvægt það er sýna að það er ekkert eðlilegra heldur en að vera hinsegin og það finnst mér skipta máli.“ Guðmundur segir að hann hafi í sinni ráðherratíð reynt að vera áberandi þegar kemur að réttindum hinsegin fólks og taki þátt í viðburðum og samkundum. „Mér finnst sýnileikinn skipta máli. Mér finnst að þegar hinsegin ráðherra er við völd á Íslandi þá eigi fólk að vita það vegna þess að er ekkert víst að öllum líki vel við mig en það er kannski ágætt að vita af því að það er einhver fyrirmynd. Að þú vitir að ef þú ert hinsegin manneskja að á Íslandi getur þú orðið ráðherra.“ Hann segir að sér þyki mikilvægt að taka þátt í Hinsegin dögum sem fara fram í ágúst. „Hinsegin gangan, eða Gleðigangan, er mannréttindaganga. Fyrst og fremst. Númer eitt, tvö og þrjú. Hún er til að kalla eftir auknum réttindum og til að verja þau sem fyrir eru. En auðvitað höfum við gaman í leiðinni, því það er okkar háttur.“ Félagsmál Hinsegin Færeyjar Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
„Gangan var glæsileg og þau höfðu orð á því að vera í keppni við okkur á Íslandi um þátttöku miðað við höfðatölu, þannig það er eins gott að við förum að telja,“ segir Guðmundur léttur. Hann segir margt hafa breyst frá því að færeyskur þingmaður neitaði að sitja til borðs með Jóhönnu Sigurðardóttur, þáverandi forsætisráðherra, og konu hennar, vegna kynhneigðar þeirra, í opinberri heimsókn til Færeyja árið 2013. „Þetta var afskaplega leiðinlegt atvik og eitthvað sem ég held að margt fólk í Færeyjum finnist mjög leiðinlegt. Þetta er ekki það viðmót sem ég fann fyrir nokkurs staðar,“ segir Guðmundur og að hann voni að samfélagið sé opnara. Hann segir stöðu hinsegin fólks í Færeyjum hafa batnað mikið síðustu ár. „Sérstaklega lagalega, en það er enn atriði sem á eftir að taka lengra eins og varðandi trans fólk og skráningu á kynum og annað slíkt sem við breyttumst hér á Íslandi 2019. Almennt séð hefur þetta breyst síðustu tíu til fimmtán árin. Þetta er meira viðurkennt og meiri virðing borin fyrir mannréttindum fólks en þetta er samt dálítið skipt,“ segir hann og að það einkenni færeyskt samfélag að þar séu sterkir trúarhópar sem líti á réttindi hinsegin fólks sem eitthvað sem eigi ekki að eiga sér stað. Hann segir fordóma þó vera hjá afar fámennum, en háværum hópi. En fólk finni fyrir bakslagi þar eins og hér og annars staðar í heiminum. Það sé þó mikilvægt að halda umræðunni lifandi. „Maður hefur auðvitað áhyggjur af því, því það er bundið við allan heiminn. Það er bakslag hér heima og annars staðar. Bæði gagnvart trans fólki og öðru hinsegin fólki,“ segir Guðmundur og að það sé risastórt mál. „að það sé vegið að réttindum ákveðinna hópa, sama hvort það er hinsegin fólk, eða kvenna, það er grafalvarlegt mál og þess vegna ofboðslega mikilvægt að lönd eins og Norðurlöndin standi saman í því að verja réttindi hinsegin fólks og kvenna og það er eitt af því sem að er á dagskrá formennsku Íslands í norrænu ráðherranefndinni í ár,“ segir Guðmundur og að það megi alveg tala meira um þetta. Megi ekki slaka þrátt fyrir góðan árangur Hann segir að þegar við höfum náð góðum árangri eins og núna að fara frá átjánda sæti á Regnbogakortinu í það fimmta og fyrsta í málefnum trans fólks þá slakni oft á umræðunni. „En við erum reglulega minnt á það hversu mikilvægt það er sýna að það er ekkert eðlilegra heldur en að vera hinsegin og það finnst mér skipta máli.“ Guðmundur segir að hann hafi í sinni ráðherratíð reynt að vera áberandi þegar kemur að réttindum hinsegin fólks og taki þátt í viðburðum og samkundum. „Mér finnst sýnileikinn skipta máli. Mér finnst að þegar hinsegin ráðherra er við völd á Íslandi þá eigi fólk að vita það vegna þess að er ekkert víst að öllum líki vel við mig en það er kannski ágætt að vita af því að það er einhver fyrirmynd. Að þú vitir að ef þú ert hinsegin manneskja að á Íslandi getur þú orðið ráðherra.“ Hann segir að sér þyki mikilvægt að taka þátt í Hinsegin dögum sem fara fram í ágúst. „Hinsegin gangan, eða Gleðigangan, er mannréttindaganga. Fyrst og fremst. Númer eitt, tvö og þrjú. Hún er til að kalla eftir auknum réttindum og til að verja þau sem fyrir eru. En auðvitað höfum við gaman í leiðinni, því það er okkar háttur.“
Félagsmál Hinsegin Færeyjar Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira