Týndi syni sínum í Nice: „Ég gat ekki hætt að gráta“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. júlí 2023 21:34 Haraldur greindi frá atvikinu í Twitter færslu í dag. Vísir/Vilhelm Haraldur Þorleifsson, eigandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, týndi sex ára syni sínum um stund í borginni Nice í Frakklandi í dag. Hann sagði uppákomuna þá mest ógnvekjandi í lífi hans í Twitter færslu í dag. „Fyrr í dag misstum við sjónar á sex ára syni okkar í borg sem ég hef ekki áður komið til,“ segir í færslu Haraldar. „Við vorum á fjölfarinni götu, við snerum okkur við í augnablik og þá var hann farinn.“ Í kjölfarið segir að hjónin hafi fundið lögregluþjóna sem töluðu bjagaða ensku. Eiginkona hans, elsti sonur og faðir hans hafi hlaupið um og leitað sonarins meðan hann birti Twitter færslu þar sem hann bað fylgjendur sína um hjálp, en þeir eru nær þrjú hundruð þúsund talsins. „Það eina sem ég gat hugsað um var hversu mikilvægar fyrstu mínúturnar væru í aðstæðum sem þessum, sérstaklega hefði honum verið rænt,“ segir í færslunni. „Faðmaði hann eins fast og ég gat“ Haraldur þakkaði öllum sem veittu honum hjálp en vakti athygli á að hann hafi að auki fengið hatursfull skilaboð frá fólki þar sem honum var sagt að hann væri vont foreldri, „Ég get ekki ímyndað mér illskuna sem þarf til þess að segja eitthvað slíkt.“ Hann segir frá því þegar honum var tilkynnt að sonurinn væri fundinn. „Um leið og þeir tjáðu mér að hann væri fundinn brotnaði ég niður. Ég gat ekki hætt að gráta. Við hlupum öll til hans. Hann hafði ratað aftur að hótelinu okkar. Hann var hræddur en óhultur. Ég faðmaði hann eins fast og ég gat,“ segir í færslu Haraldar. Þá segist hann aldrei hafa verið hræddari en þegar atvikið stóð yfir. Færsluna í heild sinni má sjá hér. Earlier today our 6 year old went missing in a city I've never been to before.It was a busy street. We turned around and he was gone. We started looking. After a minute I was scared. This has never happened before.We found two police officers. Their English wasn't good but — Halli (@iamharaldur) July 28, 2023 Íslendingar erlendis Börn og uppeldi Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning Fleiri fréttir Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Sjá meira
„Fyrr í dag misstum við sjónar á sex ára syni okkar í borg sem ég hef ekki áður komið til,“ segir í færslu Haraldar. „Við vorum á fjölfarinni götu, við snerum okkur við í augnablik og þá var hann farinn.“ Í kjölfarið segir að hjónin hafi fundið lögregluþjóna sem töluðu bjagaða ensku. Eiginkona hans, elsti sonur og faðir hans hafi hlaupið um og leitað sonarins meðan hann birti Twitter færslu þar sem hann bað fylgjendur sína um hjálp, en þeir eru nær þrjú hundruð þúsund talsins. „Það eina sem ég gat hugsað um var hversu mikilvægar fyrstu mínúturnar væru í aðstæðum sem þessum, sérstaklega hefði honum verið rænt,“ segir í færslunni. „Faðmaði hann eins fast og ég gat“ Haraldur þakkaði öllum sem veittu honum hjálp en vakti athygli á að hann hafi að auki fengið hatursfull skilaboð frá fólki þar sem honum var sagt að hann væri vont foreldri, „Ég get ekki ímyndað mér illskuna sem þarf til þess að segja eitthvað slíkt.“ Hann segir frá því þegar honum var tilkynnt að sonurinn væri fundinn. „Um leið og þeir tjáðu mér að hann væri fundinn brotnaði ég niður. Ég gat ekki hætt að gráta. Við hlupum öll til hans. Hann hafði ratað aftur að hótelinu okkar. Hann var hræddur en óhultur. Ég faðmaði hann eins fast og ég gat,“ segir í færslu Haraldar. Þá segist hann aldrei hafa verið hræddari en þegar atvikið stóð yfir. Færsluna í heild sinni má sjá hér. Earlier today our 6 year old went missing in a city I've never been to before.It was a busy street. We turned around and he was gone. We started looking. After a minute I was scared. This has never happened before.We found two police officers. Their English wasn't good but — Halli (@iamharaldur) July 28, 2023
Íslendingar erlendis Börn og uppeldi Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning Fleiri fréttir Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Sjá meira