Tvö Meistaramótsmet féllu á degi tvö á Meistaramóti Íslands Siggeir Ævarsson skrifar 29. júlí 2023 22:31 Hilmar Örn Jónsson varð Íslandsmeistari í sleggjukasti 11. árið í röð Vísir/Getty Tvö meistaramótsmet voru slegin á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum. Í sleggjukasti kvenna var það Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir (ÍR) sem bætti metið þegar hún kastaði 65,21 metra. Í öðru sæti var fyrrum Íslandsmethafinn Vigdís Jónsdóttir (ÍR). Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir kastaði 65,21 metra og setti nýtt meistaramótsmetFacebook FRÍ Hin 17 ára Júlía Kristín Jóhannesdóttir (Breiðabik) stórbætti tveggja ára aldursflokkamet Glódísar Eddu Þuríðardóttur í 100m grindahlaupi. Júlía kom í mark á tímanum 13,77 sek. (+1,6) en gamla metið var 14,00 sek. Þetta er annar hraðasti rafmagnstími í kvennaflokki frá upphafi. Íslandsmetið á Guðrún Arnardóttir en er það 13,18 sek. Í öðru sæti í hlaupinu var Sara Kristín Lýðsdóttir á 16,03. Þá féll fjórtán ára gamalt mótsmet Björns Margeirssonar í 1500m hlaupi karla þegar Hlynur Andrésson (ÍR) kom í mark á tímanum 3:53,28 mín en fyrra metið var 3:54,66 mín. Hlynur er fyrrum methafi í greininni og á best 3:49,19 mín. Í öðru sæti var Fjölnir Brynjarsson (FH) á nýju persónulegu meti, 4:05,37 mín. og Stefán Kári Smárason (Breiðablik) í þriðja sæti, einnig á persónulegru meti, með tíma upp á 4:28,89 mín. Hlynur Andrésson setti meistaramótsmet í 1500 m hlaupi karla. Hann hljóp á tímanum 3:53,28Facebook FRÍ Ellefta árið í röð varð Hilmar Örn Jónsson (FH) Íslandsmeistari í sleggjukasti, með kast upp á 73,74 metra en hann er búinn að kasta lengst 74,77 í ár. Hilmar vann mótið með nokkrum yfirbuðrum, en Ingvar Freyr Snorrason (ÍR) varð annar með 42,88m. Í langstökki karla var það Daníel Ingi Egilsson (FH) sem sigraði með miklum yfriburðum en hann stökk tæpum meter lengra en næsti maður, eða 7,80m (+2,9). Í öðru sæti var Guðjón Dunbar D. Þorsteinsson (Breiðablik) en hann stökk lengst 6,86m (+2,0) og í þriðja sæti varð Ísak Óli Traustason (UMSS) með 6,84m (+3,7). Í langstökki kvenna munaði aðeins einum sentímeter á tveimur efstu sætunum. Það var Íslandsmethafinn. Hafdís Sigurðardóttir (UFA) sem sigraði í keppninni, stökk 6,29m (+2,1) en Irma Gunnarsdóttir varð önnur með 6,28m (+3,4). Í þriðja sæti var Birna Kristín Kristjánsdóttir (Breiðablik) með 6,10m (+2,4). Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir (ÍR) kom eins og oft áður fyrst í mark í 100m hlaupi kvenna á tímanum 11,74 sek. (+3,0). Birna Kristín Kristjánsdóttir varð önnur á 12,02 sek. og Júlía Kristín Jóhannesdóttir þriðja á tímanum 12,21 sek. Kolbeinn Höður Gunnarsson (FH) hljóp undir Íslandsmeti hans og Ara Braga Kárasonar í 100m hlaupi karla en þarð sem meðvindur var yfir leyfilegum mörkum féll metið ekki. Þetta er í fimmta sinn sem Kolbeinn slær metið og það fær ekki að standa. Kolbeinn kom í mark á tímanum 10,38 sek. Í öðru sæti var Arnar Logi Brynjarsson (ÍR) á 10,97 sek. og Ari Bergmann Ægisson var þriðji á 11,09 sek. Nánar má lesið um mótið og heildarúrslit á vefsíðu Frjálsíþróttasambands Íslands Frjálsar íþróttir Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira
Í sleggjukasti kvenna var það Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir (ÍR) sem bætti metið þegar hún kastaði 65,21 metra. Í öðru sæti var fyrrum Íslandsmethafinn Vigdís Jónsdóttir (ÍR). Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir kastaði 65,21 metra og setti nýtt meistaramótsmetFacebook FRÍ Hin 17 ára Júlía Kristín Jóhannesdóttir (Breiðabik) stórbætti tveggja ára aldursflokkamet Glódísar Eddu Þuríðardóttur í 100m grindahlaupi. Júlía kom í mark á tímanum 13,77 sek. (+1,6) en gamla metið var 14,00 sek. Þetta er annar hraðasti rafmagnstími í kvennaflokki frá upphafi. Íslandsmetið á Guðrún Arnardóttir en er það 13,18 sek. Í öðru sæti í hlaupinu var Sara Kristín Lýðsdóttir á 16,03. Þá féll fjórtán ára gamalt mótsmet Björns Margeirssonar í 1500m hlaupi karla þegar Hlynur Andrésson (ÍR) kom í mark á tímanum 3:53,28 mín en fyrra metið var 3:54,66 mín. Hlynur er fyrrum methafi í greininni og á best 3:49,19 mín. Í öðru sæti var Fjölnir Brynjarsson (FH) á nýju persónulegu meti, 4:05,37 mín. og Stefán Kári Smárason (Breiðablik) í þriðja sæti, einnig á persónulegru meti, með tíma upp á 4:28,89 mín. Hlynur Andrésson setti meistaramótsmet í 1500 m hlaupi karla. Hann hljóp á tímanum 3:53,28Facebook FRÍ Ellefta árið í röð varð Hilmar Örn Jónsson (FH) Íslandsmeistari í sleggjukasti, með kast upp á 73,74 metra en hann er búinn að kasta lengst 74,77 í ár. Hilmar vann mótið með nokkrum yfirbuðrum, en Ingvar Freyr Snorrason (ÍR) varð annar með 42,88m. Í langstökki karla var það Daníel Ingi Egilsson (FH) sem sigraði með miklum yfriburðum en hann stökk tæpum meter lengra en næsti maður, eða 7,80m (+2,9). Í öðru sæti var Guðjón Dunbar D. Þorsteinsson (Breiðablik) en hann stökk lengst 6,86m (+2,0) og í þriðja sæti varð Ísak Óli Traustason (UMSS) með 6,84m (+3,7). Í langstökki kvenna munaði aðeins einum sentímeter á tveimur efstu sætunum. Það var Íslandsmethafinn. Hafdís Sigurðardóttir (UFA) sem sigraði í keppninni, stökk 6,29m (+2,1) en Irma Gunnarsdóttir varð önnur með 6,28m (+3,4). Í þriðja sæti var Birna Kristín Kristjánsdóttir (Breiðablik) með 6,10m (+2,4). Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir (ÍR) kom eins og oft áður fyrst í mark í 100m hlaupi kvenna á tímanum 11,74 sek. (+3,0). Birna Kristín Kristjánsdóttir varð önnur á 12,02 sek. og Júlía Kristín Jóhannesdóttir þriðja á tímanum 12,21 sek. Kolbeinn Höður Gunnarsson (FH) hljóp undir Íslandsmeti hans og Ara Braga Kárasonar í 100m hlaupi karla en þarð sem meðvindur var yfir leyfilegum mörkum féll metið ekki. Þetta er í fimmta sinn sem Kolbeinn slær metið og það fær ekki að standa. Kolbeinn kom í mark á tímanum 10,38 sek. Í öðru sæti var Arnar Logi Brynjarsson (ÍR) á 10,97 sek. og Ari Bergmann Ægisson var þriðji á 11,09 sek. Nánar má lesið um mótið og heildarúrslit á vefsíðu Frjálsíþróttasambands Íslands
Frjálsar íþróttir Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira