Ekki sniðugt að plana gosferð í september Máni Snær Þorláksson skrifar 30. júlí 2023 13:00 Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur við Litla-Hrút. Hann mælir ekki með því að fólk fresti því of lengi að fara upp að gosinu. Vísir/Vilhelm Jarðeðlisfræðingur segir að fólk ætti ekki að geyma það að sjá eldgosið við Litla Hrút fram í september, þar sem senn kunni að líða að goslokum. Hann segir um eðlilega lengd á eldgosi sé að ræða, og því gæti lokið eftir eina til tvær vikur. Niðurstöður Rannsóknarstofu í eldfjallafræði og náttúruvá hjá Háskóla Íslands benda til þess að goslok séu möguleg eftir eina til tvær vikur ef framleiðni gossins heldur áfram að falla með sama hraða. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir að eldgosið við Litla Hrút sé búið að haga sér með frekar hefðbundnum hætti þegar kemur að eldgosum á Íslandi. „Það verður mest fyrst og síðan dregur úr því. Sú þróun heldur áfram og við sjáum þetta líka ef fólk horfir á gíginn, hvernig hann lítur út og hvernig hraunið er að breiða úr sér þá er að hægja á þessu. Þetta sýna mælingar sem hafa verið gerðar endurtekið að það er alltaf að draga heldur úr.“ Líklegast að það dragi áfram úr gosinu Gosið hefur nú staðið yfir í tæpar þrjár vikur. Magnús segir að algeng lengd á gosi séu nokkrar vikur. „Það er allt til í þessu en ein til fjórar vikur er algengasti tíminn,“ segir Magnús en það er spurning hvað gerist í framhaldinu. Magnús segir að líklegasta sviðsmyndin sé sú að það haldi áfram að draga úr eldgosinu. „Ef maður gerir ráð fyrir veldislækkun á þessu þá fær maður út að það séu fimmtán dagar eftir eða eitthvað svoleiðis.“ Það sé þó ekki hægt að fullyrða neitt um það hvenær eldgosið á eftir að syngja sitt síðasta. „Við verðum náttúrulega að passa okkur svolítið á þessu því það sýnir sig í mörgum gosum að þó að þau hegði sér svona þá koma tímabil þar sem þau eru stöðug og jafnvel vaxa aðeins aftur,“ segir Magnús. „Þannig það er engu hægt að slá föstu en þróunin fram að þessu er alveg í samræmi við það að þessu gæti lokið á einni, tveimur vikum. En það er ekki hægt að slá neinu föstu og það er enginn að slá neinu föstu.“ Ljóst er að fólk sem ætlar að ganga að gosinu eigi ekki að fresta því of lengi. „Ef fólk virkilega vill sjá eldgosið þá er ekki sniðugt að plana það að fara einhvern tímann í september.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Fleiri fréttir Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Sjá meira
Niðurstöður Rannsóknarstofu í eldfjallafræði og náttúruvá hjá Háskóla Íslands benda til þess að goslok séu möguleg eftir eina til tvær vikur ef framleiðni gossins heldur áfram að falla með sama hraða. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir að eldgosið við Litla Hrút sé búið að haga sér með frekar hefðbundnum hætti þegar kemur að eldgosum á Íslandi. „Það verður mest fyrst og síðan dregur úr því. Sú þróun heldur áfram og við sjáum þetta líka ef fólk horfir á gíginn, hvernig hann lítur út og hvernig hraunið er að breiða úr sér þá er að hægja á þessu. Þetta sýna mælingar sem hafa verið gerðar endurtekið að það er alltaf að draga heldur úr.“ Líklegast að það dragi áfram úr gosinu Gosið hefur nú staðið yfir í tæpar þrjár vikur. Magnús segir að algeng lengd á gosi séu nokkrar vikur. „Það er allt til í þessu en ein til fjórar vikur er algengasti tíminn,“ segir Magnús en það er spurning hvað gerist í framhaldinu. Magnús segir að líklegasta sviðsmyndin sé sú að það haldi áfram að draga úr eldgosinu. „Ef maður gerir ráð fyrir veldislækkun á þessu þá fær maður út að það séu fimmtán dagar eftir eða eitthvað svoleiðis.“ Það sé þó ekki hægt að fullyrða neitt um það hvenær eldgosið á eftir að syngja sitt síðasta. „Við verðum náttúrulega að passa okkur svolítið á þessu því það sýnir sig í mörgum gosum að þó að þau hegði sér svona þá koma tímabil þar sem þau eru stöðug og jafnvel vaxa aðeins aftur,“ segir Magnús. „Þannig það er engu hægt að slá föstu en þróunin fram að þessu er alveg í samræmi við það að þessu gæti lokið á einni, tveimur vikum. En það er ekki hægt að slá neinu föstu og það er enginn að slá neinu föstu.“ Ljóst er að fólk sem ætlar að ganga að gosinu eigi ekki að fresta því of lengi. „Ef fólk virkilega vill sjá eldgosið þá er ekki sniðugt að plana það að fara einhvern tímann í september.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Fleiri fréttir Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Sjá meira