Alls ekki einangrað tilvik Eiður Þór Árnason skrifar 31. júlí 2023 09:48 Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir segist ekki hafa komist hjá því að hlæja að fáránleika aðstæðna. Aðsend/Vísir Kona sem notar hjólastól segir ítrekað farið með fatlað fólk líkt og farangur frekar en manneskjur um borð í flugvélum. Hún fordæmir hversu lítið flugfélög og flugvellir komi til móts við fatlað fólk sem hafi flest erfiða reynslu af flugsamgöngum. „Mig langar ekkert að birta þessa mynd en mér finnst ég þurfa þess, til að vekja ófatlað fólk til umhugsunar,“ segir Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, doktorsnemi, listfræðingur og baráttukona. Umrædda ljósmynd birtir Inga á Facebook-síðu sinni. Þar sést hvernig hún hefur verið bundin niður í svokallaðan gangastól en fólki er gjarnan ekki leyft að fara um borð í eigin hjólastól. Inga segir tilganginn með myndbirtingunni að sýna hvernig reglulega sé farið með fatlaða farþega af starfsfólki flugfélaga og flugstöðva um heim allan. Ekki sé um að ræða einangrað tilvik heldur upplifun Ingu í hvert einasta skipti sem hún ferðist með flugvél. Allir geti lent í hjólastól „Mynduð þið, ófatlaða fólk, láta bjóða ykkur þetta? Mynduð þið vilja að fatlaða barnið ykkar, maki eða systkini þyrfti að þola svona meðferð? Svona gætir þú þurft að ferðast við næsta ferðalag, því það að vera ófatlaður er tímabundið ástand og við getum öll veikst og slasast og lent í hjólastól,“ bætir Inga við sem sést hlæjandi á ljósmyndinni yfir fáránleika aðstæðna. Inga hefur lengi verið áberandi í réttindabaráttu fatlaðs fólks og kallar eftir því að fólk sendi tölvupóst á flugvelli og flugfélög til að fordæma að „farið sé með fatlað fólk eins og farangur en ekki manneskjur.“ Ekki náðist í Ingu við vinnslu fréttarinnar. Fréttir af flugi Málefni fatlaðs fólks Jafnréttismál Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira
„Mig langar ekkert að birta þessa mynd en mér finnst ég þurfa þess, til að vekja ófatlað fólk til umhugsunar,“ segir Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, doktorsnemi, listfræðingur og baráttukona. Umrædda ljósmynd birtir Inga á Facebook-síðu sinni. Þar sést hvernig hún hefur verið bundin niður í svokallaðan gangastól en fólki er gjarnan ekki leyft að fara um borð í eigin hjólastól. Inga segir tilganginn með myndbirtingunni að sýna hvernig reglulega sé farið með fatlaða farþega af starfsfólki flugfélaga og flugstöðva um heim allan. Ekki sé um að ræða einangrað tilvik heldur upplifun Ingu í hvert einasta skipti sem hún ferðist með flugvél. Allir geti lent í hjólastól „Mynduð þið, ófatlaða fólk, láta bjóða ykkur þetta? Mynduð þið vilja að fatlaða barnið ykkar, maki eða systkini þyrfti að þola svona meðferð? Svona gætir þú þurft að ferðast við næsta ferðalag, því það að vera ófatlaður er tímabundið ástand og við getum öll veikst og slasast og lent í hjólastól,“ bætir Inga við sem sést hlæjandi á ljósmyndinni yfir fáránleika aðstæðna. Inga hefur lengi verið áberandi í réttindabaráttu fatlaðs fólks og kallar eftir því að fólk sendi tölvupóst á flugvelli og flugfélög til að fordæma að „farið sé með fatlað fólk eins og farangur en ekki manneskjur.“ Ekki náðist í Ingu við vinnslu fréttarinnar.
Fréttir af flugi Málefni fatlaðs fólks Jafnréttismál Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira