Alls ekki einangrað tilvik Eiður Þór Árnason skrifar 31. júlí 2023 09:48 Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir segist ekki hafa komist hjá því að hlæja að fáránleika aðstæðna. Aðsend/Vísir Kona sem notar hjólastól segir ítrekað farið með fatlað fólk líkt og farangur frekar en manneskjur um borð í flugvélum. Hún fordæmir hversu lítið flugfélög og flugvellir komi til móts við fatlað fólk sem hafi flest erfiða reynslu af flugsamgöngum. „Mig langar ekkert að birta þessa mynd en mér finnst ég þurfa þess, til að vekja ófatlað fólk til umhugsunar,“ segir Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, doktorsnemi, listfræðingur og baráttukona. Umrædda ljósmynd birtir Inga á Facebook-síðu sinni. Þar sést hvernig hún hefur verið bundin niður í svokallaðan gangastól en fólki er gjarnan ekki leyft að fara um borð í eigin hjólastól. Inga segir tilganginn með myndbirtingunni að sýna hvernig reglulega sé farið með fatlaða farþega af starfsfólki flugfélaga og flugstöðva um heim allan. Ekki sé um að ræða einangrað tilvik heldur upplifun Ingu í hvert einasta skipti sem hún ferðist með flugvél. Allir geti lent í hjólastól „Mynduð þið, ófatlaða fólk, láta bjóða ykkur þetta? Mynduð þið vilja að fatlaða barnið ykkar, maki eða systkini þyrfti að þola svona meðferð? Svona gætir þú þurft að ferðast við næsta ferðalag, því það að vera ófatlaður er tímabundið ástand og við getum öll veikst og slasast og lent í hjólastól,“ bætir Inga við sem sést hlæjandi á ljósmyndinni yfir fáránleika aðstæðna. Inga hefur lengi verið áberandi í réttindabaráttu fatlaðs fólks og kallar eftir því að fólk sendi tölvupóst á flugvelli og flugfélög til að fordæma að „farið sé með fatlað fólk eins og farangur en ekki manneskjur.“ Ekki náðist í Ingu við vinnslu fréttarinnar. Fréttir af flugi Málefni fatlaðs fólks Jafnréttismál Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Sjá meira
„Mig langar ekkert að birta þessa mynd en mér finnst ég þurfa þess, til að vekja ófatlað fólk til umhugsunar,“ segir Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, doktorsnemi, listfræðingur og baráttukona. Umrædda ljósmynd birtir Inga á Facebook-síðu sinni. Þar sést hvernig hún hefur verið bundin niður í svokallaðan gangastól en fólki er gjarnan ekki leyft að fara um borð í eigin hjólastól. Inga segir tilganginn með myndbirtingunni að sýna hvernig reglulega sé farið með fatlaða farþega af starfsfólki flugfélaga og flugstöðva um heim allan. Ekki sé um að ræða einangrað tilvik heldur upplifun Ingu í hvert einasta skipti sem hún ferðist með flugvél. Allir geti lent í hjólastól „Mynduð þið, ófatlaða fólk, láta bjóða ykkur þetta? Mynduð þið vilja að fatlaða barnið ykkar, maki eða systkini þyrfti að þola svona meðferð? Svona gætir þú þurft að ferðast við næsta ferðalag, því það að vera ófatlaður er tímabundið ástand og við getum öll veikst og slasast og lent í hjólastól,“ bætir Inga við sem sést hlæjandi á ljósmyndinni yfir fáránleika aðstæðna. Inga hefur lengi verið áberandi í réttindabaráttu fatlaðs fólks og kallar eftir því að fólk sendi tölvupóst á flugvelli og flugfélög til að fordæma að „farið sé með fatlað fólk eins og farangur en ekki manneskjur.“ Ekki náðist í Ingu við vinnslu fréttarinnar.
Fréttir af flugi Málefni fatlaðs fólks Jafnréttismál Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Sjá meira