Tóku málin í eigin hendur og hreinsuðu sóðalega grenndarstöð Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 31. júlí 2023 13:02 Teiti og Marteini blöskraði aðkoman og tóku málin í eigin hendur. Vísir/Vésteinn/Teitur Atlason Íbúar Vesturbæjar hafa síðustu daga farið með ógrynni af sorpi, sem safnast hefur upp við grenndargámana, í Sorpu, í von um að borgaryfirvöld bregðist við. Þeir segja að enginn hvati sé til þess að setja pappa í pappagám þegar ruslið flæði um allt. Teitur Atlason, íbúi í Vesturbænum, segist hættur að nenna að kvarta í borgaryfirvöldum eins og hann hefur gert í nær þrjátíu ár, og því tekið málin í eigin hendur. „Af því að þessir grenndargámar eru að fyllast grunsamlega hratt og tæmdir grunsamlega seint,“ segir hann. Þegar fréttamaður náði tali af honum sagðist hann hafa farið með fulla kerru af rusli í Sorpu í gær og aftur í dag. Teitur bendir á að hann hafi sjálfur þurft að borga fyrir þær ferðir. Grenndargámarnir við JL-húsið í morgun. Aðkoman er ljót.Teitur Atlason Hann jánkar, aðspurður hvort sumarið hafi að einhverju leyti farið í sorpuferðir fyrir nágranna sína. „Að minnsta kosti hluti af því. Mig langar bara að leggja mig fram við það að búa í almennilegri borg.“ Subbuleg umgengni skapi meiri sóðaskap Teitur segir það pottþétt að hann muni leggja sér leið að grenndargámunum á nýjan leik en þó í öðrum tilgangi. „Ég mun koma hérna aftur en þá með skilti og leiðbeiningar til fólks svo það átti sig á þessu og svo þarf líka að tala við aðilana sem reka þessa gáma. Það þarf að fjölga gámum hérna. Það þarf að vera fatagámur hérna og þetta þarf að vera snyrtilegra. Ef þetta er subbulegt, eins og þetta er núna, þá gengur fólk um subbulega. Ef þetta er snyrtilegt þá gengur fólk snyrtilega um. Þetta er lögmál.“ Meðal annars leyndust sprautunálar í sorpfjöllunum við gámana. Vísir/Vésteinn Til að mynda segist hann í þrígang hafa sent Rauða krossinum bréf varðandi fatagáminn sem staðsettur er á Sundlaugartúninu. „Sá gámur fyllist á tveimur dögum og það er fullt af allskonar fatapokum fyrir utan með tilheyrandi sóðaskap.“ Þá segir hann Rauða krossinn enn ekki hafa brugðist við fyrirspurnunum. Aðkoman var allt önnur þegar félagarnir höfðu lokið verki sínu. Vísir/Vésteinn Martin Jónas Björn Swift segir þá staðráðna í að koma sorpmálunum í réttan farveg. „En á meðan þetta er svona lélegt þá er þetta bara að bæta utan á sig. Fólk sér hérna ruslahauga og skilur eftir rusl.“ Hann segir markmiðið vera að koma sorpstöðinni í aðlaðandi stand þannig að erfitt verði að leggja frá sér fyrsta ruslapokann. „Það held ég að geti verið fyrsta skrefið meðan við erum að koma þessu í samt lag,“ segir hann. „Það þarf stundum bara að allt þorpið komi saman og lagi hlutina. Og það er bara þannig hérna í Vesturbænum.“ Sorphirða Reykjavík Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Sjá meira
Teitur Atlason, íbúi í Vesturbænum, segist hættur að nenna að kvarta í borgaryfirvöldum eins og hann hefur gert í nær þrjátíu ár, og því tekið málin í eigin hendur. „Af því að þessir grenndargámar eru að fyllast grunsamlega hratt og tæmdir grunsamlega seint,“ segir hann. Þegar fréttamaður náði tali af honum sagðist hann hafa farið með fulla kerru af rusli í Sorpu í gær og aftur í dag. Teitur bendir á að hann hafi sjálfur þurft að borga fyrir þær ferðir. Grenndargámarnir við JL-húsið í morgun. Aðkoman er ljót.Teitur Atlason Hann jánkar, aðspurður hvort sumarið hafi að einhverju leyti farið í sorpuferðir fyrir nágranna sína. „Að minnsta kosti hluti af því. Mig langar bara að leggja mig fram við það að búa í almennilegri borg.“ Subbuleg umgengni skapi meiri sóðaskap Teitur segir það pottþétt að hann muni leggja sér leið að grenndargámunum á nýjan leik en þó í öðrum tilgangi. „Ég mun koma hérna aftur en þá með skilti og leiðbeiningar til fólks svo það átti sig á þessu og svo þarf líka að tala við aðilana sem reka þessa gáma. Það þarf að fjölga gámum hérna. Það þarf að vera fatagámur hérna og þetta þarf að vera snyrtilegra. Ef þetta er subbulegt, eins og þetta er núna, þá gengur fólk um subbulega. Ef þetta er snyrtilegt þá gengur fólk snyrtilega um. Þetta er lögmál.“ Meðal annars leyndust sprautunálar í sorpfjöllunum við gámana. Vísir/Vésteinn Til að mynda segist hann í þrígang hafa sent Rauða krossinum bréf varðandi fatagáminn sem staðsettur er á Sundlaugartúninu. „Sá gámur fyllist á tveimur dögum og það er fullt af allskonar fatapokum fyrir utan með tilheyrandi sóðaskap.“ Þá segir hann Rauða krossinn enn ekki hafa brugðist við fyrirspurnunum. Aðkoman var allt önnur þegar félagarnir höfðu lokið verki sínu. Vísir/Vésteinn Martin Jónas Björn Swift segir þá staðráðna í að koma sorpmálunum í réttan farveg. „En á meðan þetta er svona lélegt þá er þetta bara að bæta utan á sig. Fólk sér hérna ruslahauga og skilur eftir rusl.“ Hann segir markmiðið vera að koma sorpstöðinni í aðlaðandi stand þannig að erfitt verði að leggja frá sér fyrsta ruslapokann. „Það held ég að geti verið fyrsta skrefið meðan við erum að koma þessu í samt lag,“ segir hann. „Það þarf stundum bara að allt þorpið komi saman og lagi hlutina. Og það er bara þannig hérna í Vesturbænum.“
Sorphirða Reykjavík Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Sjá meira