„Þetta verður algjör umbylting fyrir bæinn“ Bjarki Sigurðsson skrifar 31. júlí 2023 19:18 Viðbyggingin kostar um sex milljarða króna. Stórum áfanga nýrrar viðbyggingar við verslunarmiðstöðina Fjörðinn í Hafnarfirði lauk í dag. Um sex milljarða króna verkefni er að ræða og eru áætluð verklok eftir tvö og hálft ár. Hafnfirðingar vinna nú að því að stækka verslunarkjarna sinn, Fjörðinn. Verður þar hægt að finna bókasafn, matvöruverslun og lúxusíbúðir. Í dag lauk fyrsta áfanga verkefnisins þegar klárað var að steypa botnplötu viðbyggingarinnar. Viðbyggingin verður níu þúsund fermetrar en þegar verkinu er lokið verður hægt að finna þar bílakjallara, lúxusíbúðir, hótelíbúðir, almenningsgarð, matvöruverslun og fleira. Í Firðinum verður meðal annars hægt að komast í matvörubúð og almenningsgarð. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir mikla eftirspurn hafa verið eftir þessari viðbyggingu. „Það hefur verið mikil eftirspurn eftir góðu verslunar og þjónusturými hér í miðbænum undanfarin ár. Með þessari framkvæmd er verið að fullnægja þeirri þörf af mörgu leyti. Það er mikið tilhlökkunarefni, það verður mikil umbylting fyrir Hafnarfjarðarbæ og alla þegar þetta verður risið og komið í notkun,“ segir Rósa. Rósa Guðbjartsdóttir er bæjarstjóri Hafnarfjarðar.Vísir/Arnar Guðmundur Bjarni Harðarson, framkvæmdastjóri Fjarðarins, tekur undir með Rósu. „Við erum fyrst og fremst að reyna að byggja miðbæ Hafnarfjarðar. Það hefur til dæmis vantað matvöruverslun í miðbæinn. Bærinn sjálfur er að stækka ört og við ætlum að koma með alla þá þjónustu sem Hafnfirðingar og aðrir gestir vilja sækja,“ segir Guðmundur. Guðmundur Bjarni Harðarson, framkvæmdastjóri Fjarðarins.Vísir/Arnar Verklok eru áætluð eftir tvö og hálft ár og er gert ráð fyrir að viðbyggingin muni kosta sex milljarða króna. „Við hlökkum mjög mikið til að þetta verði komið upp og komið í notkun. Þetta verður algjör umbylting fyrir bæinn,“ segir Rósa að lokum. Hafnarfjörður Verslun Sveitarstjórnarmál Byggingariðnaður Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Hafnfirðingar vinna nú að því að stækka verslunarkjarna sinn, Fjörðinn. Verður þar hægt að finna bókasafn, matvöruverslun og lúxusíbúðir. Í dag lauk fyrsta áfanga verkefnisins þegar klárað var að steypa botnplötu viðbyggingarinnar. Viðbyggingin verður níu þúsund fermetrar en þegar verkinu er lokið verður hægt að finna þar bílakjallara, lúxusíbúðir, hótelíbúðir, almenningsgarð, matvöruverslun og fleira. Í Firðinum verður meðal annars hægt að komast í matvörubúð og almenningsgarð. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir mikla eftirspurn hafa verið eftir þessari viðbyggingu. „Það hefur verið mikil eftirspurn eftir góðu verslunar og þjónusturými hér í miðbænum undanfarin ár. Með þessari framkvæmd er verið að fullnægja þeirri þörf af mörgu leyti. Það er mikið tilhlökkunarefni, það verður mikil umbylting fyrir Hafnarfjarðarbæ og alla þegar þetta verður risið og komið í notkun,“ segir Rósa. Rósa Guðbjartsdóttir er bæjarstjóri Hafnarfjarðar.Vísir/Arnar Guðmundur Bjarni Harðarson, framkvæmdastjóri Fjarðarins, tekur undir með Rósu. „Við erum fyrst og fremst að reyna að byggja miðbæ Hafnarfjarðar. Það hefur til dæmis vantað matvöruverslun í miðbæinn. Bærinn sjálfur er að stækka ört og við ætlum að koma með alla þá þjónustu sem Hafnfirðingar og aðrir gestir vilja sækja,“ segir Guðmundur. Guðmundur Bjarni Harðarson, framkvæmdastjóri Fjarðarins.Vísir/Arnar Verklok eru áætluð eftir tvö og hálft ár og er gert ráð fyrir að viðbyggingin muni kosta sex milljarða króna. „Við hlökkum mjög mikið til að þetta verði komið upp og komið í notkun. Þetta verður algjör umbylting fyrir bæinn,“ segir Rósa að lokum.
Hafnarfjörður Verslun Sveitarstjórnarmál Byggingariðnaður Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira