Þoka víða um land: Hafa ekki séð til gossins í nótt Samúel Karl Ólason skrifar 1. ágúst 2023 07:44 Lítið sem ekkert hefur sést til eldgossins við Litla hrút á vefmyndavélum í nótt vegna mikillar þoku. Vísir/Vilhelm Víða um land er lágskýjað og þoka og er lítill vindur á landinu. Flestar mælistöðvar Veðurstofu Íslands sýna minna en fjóra metra á sekúndu. Líklega mun þó birta til í dag og er von á skúrum og þá sérstaklega síðdegis. Samkvæmt Veðurstofunni ganga lægðir á færibandi til austurs langt fyrir sunnan Ísland og þess vegna er veður mjög rólegt hér á landi. Á vef Veðurstofunnar segir að lítið sem ekkert hafi sést til eldgossins á Reykjanesi í nótt vegna þoku á gosstöðvunum. Hins vegar ætti að hækka undir skýin þegar líður á daginn. Þegar þetta er skrifað hefur ekkert sést til gossins á vefmyndavélum á svæðinu. Þær má finna hér að neðan. Uppfært: Nánast um leið og þessi frétt var birt, byrjaði að rofa til á gosstöðvunum. Sjá einnig: Allar vefmyndavélarnar á einum stað Engar lægðir við landið Þegar kemur að veðrinu í dag, spáir Veðurstofan norðlægri eða breytilegri átt á bilinu þrír til átta metrar á sekúndu. Skýjað að mestu og sums staðar skúrir, sérstaklega síðdegis. Þokuloft við norður- og austurströndina, þar sem áfram á að vera skýjað á morgun. Bjartviðri um landið suðvestanvert og hiti átta til sautján stig. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á miðvikudag: Norðlæg átt 3-8 m/s. Skýjað að mestu norðan- og austanlands og sums staðar dálítil væta, hiti 8 til 13 stig. Bjartviðri suðvestantil á landinu með hita að 18 stigum. Á fimmtudag: Fremur hæg vestlæg eða breytileg átt og stöku skúrir, en þurrt að kalla austanlands. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á Suðausturlandi. Á föstudag: Suðlæg eða breytileg átt og lítilsháttar væta, en þurrt norðaustanlands. Hiti 8 til 15 stig. Á laugardag: Austlæg átt og víða líkur á skúrum, en yfirleitt þurrt norðanlands. Hiti breytist lítið. Á sunnudag: Norðlæg eða breytileg átt. Dálítil rigning af og til á norðaustanverðu landinu, en skúrir sunnan heiða. Hiti frá 7 stigum við norðausturströndina, upp í 15 stig á Vesturlandi. Á mánudag (frídagur verslunarmanna): Norðvestanátt með rigningu og svölu veðri á norðanverðu landinu, en þurrt að kalla og mildara sunnanlands. Veður Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Samkvæmt Veðurstofunni ganga lægðir á færibandi til austurs langt fyrir sunnan Ísland og þess vegna er veður mjög rólegt hér á landi. Á vef Veðurstofunnar segir að lítið sem ekkert hafi sést til eldgossins á Reykjanesi í nótt vegna þoku á gosstöðvunum. Hins vegar ætti að hækka undir skýin þegar líður á daginn. Þegar þetta er skrifað hefur ekkert sést til gossins á vefmyndavélum á svæðinu. Þær má finna hér að neðan. Uppfært: Nánast um leið og þessi frétt var birt, byrjaði að rofa til á gosstöðvunum. Sjá einnig: Allar vefmyndavélarnar á einum stað Engar lægðir við landið Þegar kemur að veðrinu í dag, spáir Veðurstofan norðlægri eða breytilegri átt á bilinu þrír til átta metrar á sekúndu. Skýjað að mestu og sums staðar skúrir, sérstaklega síðdegis. Þokuloft við norður- og austurströndina, þar sem áfram á að vera skýjað á morgun. Bjartviðri um landið suðvestanvert og hiti átta til sautján stig. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á miðvikudag: Norðlæg átt 3-8 m/s. Skýjað að mestu norðan- og austanlands og sums staðar dálítil væta, hiti 8 til 13 stig. Bjartviðri suðvestantil á landinu með hita að 18 stigum. Á fimmtudag: Fremur hæg vestlæg eða breytileg átt og stöku skúrir, en þurrt að kalla austanlands. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á Suðausturlandi. Á föstudag: Suðlæg eða breytileg átt og lítilsháttar væta, en þurrt norðaustanlands. Hiti 8 til 15 stig. Á laugardag: Austlæg átt og víða líkur á skúrum, en yfirleitt þurrt norðanlands. Hiti breytist lítið. Á sunnudag: Norðlæg eða breytileg átt. Dálítil rigning af og til á norðaustanverðu landinu, en skúrir sunnan heiða. Hiti frá 7 stigum við norðausturströndina, upp í 15 stig á Vesturlandi. Á mánudag (frídagur verslunarmanna): Norðvestanátt með rigningu og svölu veðri á norðanverðu landinu, en þurrt að kalla og mildara sunnanlands.
Veður Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira