Lægðir fyrir sunnan land hafa áhrif á veður hér Eiður Þór Árnason skrifar 2. ágúst 2023 07:07 Bjart veður verður á suðvesturhorninu í dag. vísir/vilhelm Áfram er útlit fyrir aðgerðalítið veður á landinu í dag og gert ráð fyrir norðlægri átt og þremur til tíu metrum á sekúndu. Skýjað og lítils háttar væta verður norðan- og austanlands og skúrir á Suðausturlandi. Á sama tíma er útlit fyrir bjartviðri um landið suðvestanvert. Hiti átta til átján stig og verður væntanlega hlýjast suðvestantil. Á morgun er síðan spáð hægri vestlægri eða breytilegri átt og líkur á dálitlum skúrum í flestum landshlutum. Hámarkshiti dagsins verður heldur lægri en í dag og væntanlega víðast hvar á bilinu tíu til fimmtán stig. Svo hljóðar spá veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands sem segir ástæðuna fyrir því að veður er mjög rólegt á Íslandi um þessar mundir vera sú að lægðir hafa verið að ganga til austurs langt fyrir sunnan land. „Þegar þetta er skrifað snemma á miðvikudagsmorgni er myndarleg lægð stödd yfir Bretlandseyjum og veldur þar hvössum vindi og talsverðri rigningu. Þessi lægð fer áfram til austurs og veldur hvassviðri og ausandi rigningu á norðanverðu meginlandi Evrópu í dag.“ Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag:Hæg vestlæg eða breytileg átt. Skýjað með köflum og líkur á svolitlum skúrum í flestum landshlutum. Hiti 10 til 17 stig. Á föstudag:Hæg suðlæg eða breytileg átt og dálítil væta, en þurrt um landið norðaustanvert. Hiti víða 10 til 15 stig. Á laugardag:Austlæg átt 3-10 m/s. Víða skúrir eða rigning með köflum, en þurrt á Vestfjörðum. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast á vestanverðu landinu. Á sunnudag:Austlæg átt og skúrir, einkum síðdegis, en yfirleitt þurrt norðan- og vestanlands. Hiti breytist lítið. Á mánudag (frídagur verslunarmanna):Breytileg átt 3-8 og líkur á skúrum, en yfirleitt þurrt norðanlands. Hiti víða 10 til 15 stig. Á þriðjudag:Norðlæg átt og víða þurrt og bjart veður. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast sunnanlands. Veður Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Allhvass vindur sunnan- og vestanlands og rigning Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Sjá meira
Á sama tíma er útlit fyrir bjartviðri um landið suðvestanvert. Hiti átta til átján stig og verður væntanlega hlýjast suðvestantil. Á morgun er síðan spáð hægri vestlægri eða breytilegri átt og líkur á dálitlum skúrum í flestum landshlutum. Hámarkshiti dagsins verður heldur lægri en í dag og væntanlega víðast hvar á bilinu tíu til fimmtán stig. Svo hljóðar spá veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands sem segir ástæðuna fyrir því að veður er mjög rólegt á Íslandi um þessar mundir vera sú að lægðir hafa verið að ganga til austurs langt fyrir sunnan land. „Þegar þetta er skrifað snemma á miðvikudagsmorgni er myndarleg lægð stödd yfir Bretlandseyjum og veldur þar hvössum vindi og talsverðri rigningu. Þessi lægð fer áfram til austurs og veldur hvassviðri og ausandi rigningu á norðanverðu meginlandi Evrópu í dag.“ Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag:Hæg vestlæg eða breytileg átt. Skýjað með köflum og líkur á svolitlum skúrum í flestum landshlutum. Hiti 10 til 17 stig. Á föstudag:Hæg suðlæg eða breytileg átt og dálítil væta, en þurrt um landið norðaustanvert. Hiti víða 10 til 15 stig. Á laugardag:Austlæg átt 3-10 m/s. Víða skúrir eða rigning með köflum, en þurrt á Vestfjörðum. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast á vestanverðu landinu. Á sunnudag:Austlæg átt og skúrir, einkum síðdegis, en yfirleitt þurrt norðan- og vestanlands. Hiti breytist lítið. Á mánudag (frídagur verslunarmanna):Breytileg átt 3-8 og líkur á skúrum, en yfirleitt þurrt norðanlands. Hiti víða 10 til 15 stig. Á þriðjudag:Norðlæg átt og víða þurrt og bjart veður. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast sunnanlands.
Veður Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Allhvass vindur sunnan- og vestanlands og rigning Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Sjá meira