„Þegar það er verið að mismuna stelpum þá þarf að segja eitthvað“ Sindri Sverrisson skrifar 2. ágúst 2023 13:01 Pétur Pétursson hefur gert Val að Íslandsmeistara tvö síðustu ár í röð og er með liðið á toppi Bestu deildarinnar fyrir leiki morgundagsins. vísir/Diego „Þetta er búinn að vera minn skemmtilegasti tími í þjálfun í fótboltanum. Ég mæli með því að fleiri þjálfarar taki sig til og þjálfi kvennaliðin,“ segir Pétur Pétursson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, í ítarlegu spjalli við Helenu Ólafsdóttur í upphitun fyrir 15. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Pétur settist niður með Helenu og fór yfir víðan völl í þættinum sem sjá má hér að neðan. Þessi 64 ára gamli fyrrverandi landsliðsmaður, sem á að baki langan þjálfaraferil, fór meðal annars aðeins yfir feril sinn sem atvinnumaður, KR-taugarnar sem eru horfnar og þann mikla liðsstyrk sem Valur hefur fengið í sumar eftir mikið bras á undirbúningstímabilinu. Hann þverneitaði aftur á móti að spá fyrir um úrslit leikjanna í 15. umferð, sem spilaðir verða í dag og á morgun. Helena spurði Pétur einnig út í baráttu hans fyrir hagsmunum knattspyrnukvenna en hann hefur látið vel í sér heyra þegar honum hefur þótt þeim mismunað, líkt og varðandi auglýsingu fyrir Bestu deildirnar, fantasy-deildir, leiktíma og fleira. „Hafið kannski verið barðar of mikið niður“ „Þú hefur aðeins látið heyra í þér, sem margir hafa fagnað, og kannski fundist vanta að fleiri þjálfarar tækju undir með þér,“ sagði Helena og Pétur svaraði: „Mér finnst bara þurfa að gagnrýna hluti sem eru ekki vel gerðir. Þegar það er verið að mismuna stelpum gagnvart strákum þá þarf að segja eitthvað. Ég er nú kominn á þann aldur að mér er alveg sama hvað fólki finnst. Ég skil vel að það þurfi ekkert allir að gera þetta, og ég ber bara virðingu fyrir því, en ef mér finnst eitthvað þá mun ég halda áfram að tjá mig um það. Ég er alinn upp svoleiðis á Akranesi,“ sagði Pétur. Helena sagðist ekki beinlínis hafa búist við þessari baráttu Péturs þegar hann var að snúa heim úr atvinnumennsku í KR fyrir yfir þremur áratugum, þar sem Helena var einnig leikmaður. Helena tók undir að leikmenn og þjálfarar í knattspyrnu kvenna þyrftu að láta vita af vandamálunum til að þau væru leyst: „Þið hafi kannski verið barðar of mikið niður og kannski ekki tilbúnar til að gera þetta. Það er kannski kominn tími til að allir geri þetta,“ sagði Pétur en þáttinn má sjá hér að neðan. Klippa: Pétur í Bestu upphituninni fyrir 15. umferð Pétur hefur verið þjálfari Vals frá árinu 2017, með afar farsælum árangri, og fyrir leikina í dag og á morgun er Valur í efsta sæti Bestu deildarinnar með tveggja stiga forskot á Breiðablik. 15. umferð Miðvikudagur, 2. ágúst 18.00 FH - Þór/KA 19.15 Keflavík - Stjarnan Fimmtudagur, 3. ágúst 19.15 Valur - Þróttur R. 19.15 Breiðablik - Selfoss Leik Tindastóls og ÍBV er þegar lokið með 4-1 sigri Tindastóls. Með 2-3 leikmenn á æfingu í vetur „Mér finnst deildin hafa verið mjög góð. Hún hefur verið svolítið öðruvísi í ár en undanfarin ár, því það geta allir unnið alla. Það kemur meiri spenna í hvern einasta leik,“ segir Pétur. Hann getur nú teflt fram ansi breyttu liði frá því í upphafi móts, eftir að hafa fengið Önnu Björk Kristjánsdóttur, Berglindi Rós Ágústsdóttur og Amöndu Andradóttur úr atvinnumennsku, og Söndru Sigurðardóttur til að taka hanskana úr hillunni, auk þess að fá hina dönsku Lise Dissing. „Það er ekkert samasem-merki á milli þess að fá inn leikmenn og að allt gangi upp. Það á eftir að koma í ljós hvernig það gengur. En við þurftum að bregðast við. Við erum búin að vera í miklu basli. Ef ég segi eins og er þá var það þannig þegar við vorum að æfa síðasta vetur að það voru kannski 2-3 leikmenn á æfingu, fyrir utan stráka og yngri flokka stelpur,“ segir Pétur en nánar er rætt við hann í þættinum hér að ofan. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Valur Bestu mörkin Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti Fleiri fréttir „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Sjá meira
Pétur settist niður með Helenu og fór yfir víðan völl í þættinum sem sjá má hér að neðan. Þessi 64 ára gamli fyrrverandi landsliðsmaður, sem á að baki langan þjálfaraferil, fór meðal annars aðeins yfir feril sinn sem atvinnumaður, KR-taugarnar sem eru horfnar og þann mikla liðsstyrk sem Valur hefur fengið í sumar eftir mikið bras á undirbúningstímabilinu. Hann þverneitaði aftur á móti að spá fyrir um úrslit leikjanna í 15. umferð, sem spilaðir verða í dag og á morgun. Helena spurði Pétur einnig út í baráttu hans fyrir hagsmunum knattspyrnukvenna en hann hefur látið vel í sér heyra þegar honum hefur þótt þeim mismunað, líkt og varðandi auglýsingu fyrir Bestu deildirnar, fantasy-deildir, leiktíma og fleira. „Hafið kannski verið barðar of mikið niður“ „Þú hefur aðeins látið heyra í þér, sem margir hafa fagnað, og kannski fundist vanta að fleiri þjálfarar tækju undir með þér,“ sagði Helena og Pétur svaraði: „Mér finnst bara þurfa að gagnrýna hluti sem eru ekki vel gerðir. Þegar það er verið að mismuna stelpum gagnvart strákum þá þarf að segja eitthvað. Ég er nú kominn á þann aldur að mér er alveg sama hvað fólki finnst. Ég skil vel að það þurfi ekkert allir að gera þetta, og ég ber bara virðingu fyrir því, en ef mér finnst eitthvað þá mun ég halda áfram að tjá mig um það. Ég er alinn upp svoleiðis á Akranesi,“ sagði Pétur. Helena sagðist ekki beinlínis hafa búist við þessari baráttu Péturs þegar hann var að snúa heim úr atvinnumennsku í KR fyrir yfir þremur áratugum, þar sem Helena var einnig leikmaður. Helena tók undir að leikmenn og þjálfarar í knattspyrnu kvenna þyrftu að láta vita af vandamálunum til að þau væru leyst: „Þið hafi kannski verið barðar of mikið niður og kannski ekki tilbúnar til að gera þetta. Það er kannski kominn tími til að allir geri þetta,“ sagði Pétur en þáttinn má sjá hér að neðan. Klippa: Pétur í Bestu upphituninni fyrir 15. umferð Pétur hefur verið þjálfari Vals frá árinu 2017, með afar farsælum árangri, og fyrir leikina í dag og á morgun er Valur í efsta sæti Bestu deildarinnar með tveggja stiga forskot á Breiðablik. 15. umferð Miðvikudagur, 2. ágúst 18.00 FH - Þór/KA 19.15 Keflavík - Stjarnan Fimmtudagur, 3. ágúst 19.15 Valur - Þróttur R. 19.15 Breiðablik - Selfoss Leik Tindastóls og ÍBV er þegar lokið með 4-1 sigri Tindastóls. Með 2-3 leikmenn á æfingu í vetur „Mér finnst deildin hafa verið mjög góð. Hún hefur verið svolítið öðruvísi í ár en undanfarin ár, því það geta allir unnið alla. Það kemur meiri spenna í hvern einasta leik,“ segir Pétur. Hann getur nú teflt fram ansi breyttu liði frá því í upphafi móts, eftir að hafa fengið Önnu Björk Kristjánsdóttur, Berglindi Rós Ágústsdóttur og Amöndu Andradóttur úr atvinnumennsku, og Söndru Sigurðardóttur til að taka hanskana úr hillunni, auk þess að fá hina dönsku Lise Dissing. „Það er ekkert samasem-merki á milli þess að fá inn leikmenn og að allt gangi upp. Það á eftir að koma í ljós hvernig það gengur. En við þurftum að bregðast við. Við erum búin að vera í miklu basli. Ef ég segi eins og er þá var það þannig þegar við vorum að æfa síðasta vetur að það voru kannski 2-3 leikmenn á æfingu, fyrir utan stráka og yngri flokka stelpur,“ segir Pétur en nánar er rætt við hann í þættinum hér að ofan. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
15. umferð Miðvikudagur, 2. ágúst 18.00 FH - Þór/KA 19.15 Keflavík - Stjarnan Fimmtudagur, 3. ágúst 19.15 Valur - Þróttur R. 19.15 Breiðablik - Selfoss Leik Tindastóls og ÍBV er þegar lokið með 4-1 sigri Tindastóls.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Valur Bestu mörkin Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti Fleiri fréttir „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti