Umhverfisstofnun segir uppbygginguna „löngu tímabæra“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 2. ágúst 2023 13:58 Teikningar af svæðinu. Í deiliskipulagi er gert ráð fyrir veitingastað og manngerðu lóni meðal annars. LANDMÓTUN OG VA ARKITEKTAR Umhverfisstofnun setur sig ekki upp á móti fyrirhugaðri uppbyggingu á ferðamannaaðstöðu í Landmannalaugum. Sviðstjóri náttúruverndar segir núverandi ástand á svæðinu óboðlegt. Skiptar skoðanir eru á fyrirhugaðri uppbyggingu sem samþykkt var í deiliskipulagi Rangárþings ytra árið 2017. Formaður umhverfissamtaka segir skipulagið kalla á massatúrisma sem verði ferðaþjónustu og ferðamönnum til ama. Skipulagsstofnun vill að framkvæmd verði viðhorfskönnun meðal ferðamanna áður en lengra er haldið. Í skipulaginu er annars gert ráð fyrir uppbyggingu á bílastæði og baðaðstöðu sem fyrir er við Námskvísl. Hins vegar er um að ræða byggingu veitingastaðar og manngerðs lóns við Námshraun. Inga Dóra Hrólfsdóttir sviðstjóri náttúruverndar hjá Umhverfisstofnun segir úrbóta þörf á svæðinu sem hafi gengið sér til húðar. Í umsögn Umhverfisstofununar segir að ástand lands og innviða í Landmannalaugum hafi lengi verið mjög slæmt. Jákvætt sé því að ráðist verði í „löngu tímabærar endurbætur á svæðinu“. Aldrei hrifin af röskun á hrauni „Þetta svæði í kringum laugarnar sjálfar er það svæði sem við fögnum að loksins sé verið að laga. Taka mannvirkin þarna í gegn svo fólk upplifi óraskaða náttúru. Það þarf að endurheimta það eins og hægt er,“ segir Inga Dóra í samtali við fréttastofu. Inga Dóra Hrólfsdóttir.veitur Stofnuninni líst verr á uppbygginguna við Námshraun, sem er hluti af sama deiliskipulagi. „Þar er röskun á hrauni sem við erum að sjálfsögðu aldrei hrifin af. En af tveimur kostum þá töldum við það samt sem áður vera betra en að vera með þess háttar uppbyggingu alveg við laugarnar.“ Skipulagsstofnun hefur bent á að uppbyggingin muni hafa fjölgun ferðamanna í för með sér sem hefði neikvæð áhrif á svæðið. „Það gerir enn mikilvægara fyrir okkur að hafa innviði og stýringu inni á svæðinu sem væri þá í formi stíga og aðstöðu,“ segir Inga Dóra. Í umsögninnni segir að gjarnan megi setja fram skýrari hugmyndir um stýringu á fjölda ferðamanna til að draga úr álagi. Rangárþing ytra Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Skiptar skoðanir eru á fyrirhugaðri uppbyggingu sem samþykkt var í deiliskipulagi Rangárþings ytra árið 2017. Formaður umhverfissamtaka segir skipulagið kalla á massatúrisma sem verði ferðaþjónustu og ferðamönnum til ama. Skipulagsstofnun vill að framkvæmd verði viðhorfskönnun meðal ferðamanna áður en lengra er haldið. Í skipulaginu er annars gert ráð fyrir uppbyggingu á bílastæði og baðaðstöðu sem fyrir er við Námskvísl. Hins vegar er um að ræða byggingu veitingastaðar og manngerðs lóns við Námshraun. Inga Dóra Hrólfsdóttir sviðstjóri náttúruverndar hjá Umhverfisstofnun segir úrbóta þörf á svæðinu sem hafi gengið sér til húðar. Í umsögn Umhverfisstofununar segir að ástand lands og innviða í Landmannalaugum hafi lengi verið mjög slæmt. Jákvætt sé því að ráðist verði í „löngu tímabærar endurbætur á svæðinu“. Aldrei hrifin af röskun á hrauni „Þetta svæði í kringum laugarnar sjálfar er það svæði sem við fögnum að loksins sé verið að laga. Taka mannvirkin þarna í gegn svo fólk upplifi óraskaða náttúru. Það þarf að endurheimta það eins og hægt er,“ segir Inga Dóra í samtali við fréttastofu. Inga Dóra Hrólfsdóttir.veitur Stofnuninni líst verr á uppbygginguna við Námshraun, sem er hluti af sama deiliskipulagi. „Þar er röskun á hrauni sem við erum að sjálfsögðu aldrei hrifin af. En af tveimur kostum þá töldum við það samt sem áður vera betra en að vera með þess háttar uppbyggingu alveg við laugarnar.“ Skipulagsstofnun hefur bent á að uppbyggingin muni hafa fjölgun ferðamanna í för með sér sem hefði neikvæð áhrif á svæðið. „Það gerir enn mikilvægara fyrir okkur að hafa innviði og stýringu inni á svæðinu sem væri þá í formi stíga og aðstöðu,“ segir Inga Dóra. Í umsögninnni segir að gjarnan megi setja fram skýrari hugmyndir um stýringu á fjölda ferðamanna til að draga úr álagi.
Rangárþing ytra Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira