Útilegukindur leggja línurnar fyrir helgina Íris Hauksdóttir skrifar 4. ágúst 2023 11:33 Þau Eva Rós, Heiðar Logi og Egill Fannar deila góðum útileguráðum. Vinsælasta ferðahelgi landsmanna er handan við hornið og ekki seinna vænna en að taka stöðuna fyrir ferðaþyrsta landsmenn um góð ráð varðandi útileguna. Vísir heyrði í nokkrum þaulvönum útilegukindum. Útilegur geta verið allskonar og misjafnt hvað fólk miklar fyrir sér. Mörgum þykir einfaldleikinn bestur og grilla sér pylsur á einnota grilli í lopapeysu og gönguskóm. Aðrir velja aukin þægindi og víla ekki fyrir sér að pakka niður grískri jógúrt og múslí samhliða sérvöldu salati og dýrkeyptu kjöti. Það þarf auðvitað ekki að vera flókið að ferðast en litlir og einfaldir hlutir geta aukið ánægju útilegunnar til muna. Til að mynda það að muna eftir kaffivélinni, skordýraspreyinu og sólgleraugunum. Álitsgjafar okkar eiga það sameiginlegt að ferðast mikið og kunna listina að njóta vel í fallegri náttúru Íslands. Ábendingar þeirra gætu gagnast óvanari ferðalöngum á leið út úr bænum um helgina. Heitt kakó og sykurpúðar gera allar útilegur himneskar Eva Rós Brink verkfræðingur og listakokkur nefnir fyrst og fremst ullarföt, súkkulaði og góðan undirbúning þegar kemur að matvörum. „Lopapeysan er algjört lykilatriði sem og ullarsokkar og allt mögulegt af hlýjum fötum því það er alltaf allra veðra von á þessu blessaða landi okkar, alveg sama hvað veðurspáin segir. Svo er líka nauðsynlegt að vera með vatnshelda skó og nóg af auka sokkum. Hleðslubankar fyrir síma og tæki mega heldur ekki gleymast heima sem og góðar kaffigræjur, sama hvort það sé vél eða pressukanna og prímus. Það er ekkert verra en að vera kaffilaus í útilegu! Ljós til að kveikja um kvöldið og skapa huggulega stemningu og passa að muna eftir kveikjara eða eldspítum. Maður lendir í veseni ef það gleymist. Svo mæli ég með að pakka niður spilum, Bluetooth hátalara fyrir tónlistina og nóg af súkkulaði. Heitt kakó og sykurpúðar gera allar útilegur himneskar. View this post on Instagram A post shared by Eva Brink (@evabrink) Blautþurrkur mesta snilldin Passa líka að búið sé að fylla á allt gas. Það er ekkert verra en að ætla að grilla og verða gaslaus. Svo finnst mér gagnlegt að vera búin að hlaða niður korti af svæðinu sem á að flakka um þar sem netið á það til að bregðast manni. Já og gott kælibox, það er nauðsynlegt. Hvað varðar matar-tips mæli ég með að vera búin að græja og gera eins mikið og hægt er heima fyrir svo allt gangi sem auðveldast fyrir sig. Krydda eða marinera kjötið, blanda í hafragrautinn og svo framvegis. Ferlega praktískt og leiðinlegt en mun reynast vel. Pokar fyrir rusl og dósir eru líka nauðsyn sem og blautþurrkur sem eru mesta snilld til að þurrka upp ef sullast í bílinn eða til að þrífa útileguborðið og skítugar hendur. Litlir bakpokar líka fyrir gönguferðir svo maður þurfi ekki að burðast með allan farangurinn og svo auðvitað vatnsflöskur.“ Mokkakannan mikilvægust Egill Fannar Halldórsson, áhrifavaldur og athafnamaður segir mokkakönnuna það mikilvægasta þegar kemur að útilegunni. „Það mikilvægasta sem fer í matarkassann hjá okkur er mokkakannan og gott kaffi. Það er einn af hápunktum útilegunnar að taka góðan morgunbolla í náttúrunni. View this post on Instagram A post shared by egill (@egillhalldorsson) Annað sem mér finnst mikilvægt er að fara aldrei út úr húsi án þess að hafa sundföt og handklæði, til þess að geta hoppað ofan í náttúrulaug, sundlaug eða jafnvel sjóinn. Það þarf alltaf að fara í bað og það er hundleiðinlegt að fara í sturtu á tjaldsvæðinu. Síðast en ekki síst þá förum við aldrei neitt án þess að finna skemmtilega göngu á því svæði sem við endum hverju sinni. Svo góðir gönguskór og göngunesti fara alltaf með í ferðalagið.“ Mælir með að mæta snemma Ævintýragarpurinn Heiðar Logi segir lykilatriði að grípa með sér góð og hlý föt fyrir kvöldvökuna. „Ég mæli með jet-boiler i útileiguna, ekkert eðlilega einföld og fljót leið til að hita vatn í kaffið, te eða kakó. Fyrir kaffi í tjaldi eða húsbíl mæli eg með aero-press. Geggjað kaffi. Það er svo gaman að búa það til, mjög einfalt og tekur ekkert pláss. Einnota eða filmu myndavél sem hægt er að láta framkalla og fá beint i símann eða tölvuna. Fílingurinn er endalaus. View this post on Instagram A post shared by Heiðar Logi (@heidarlogi) Koma sér snemma fyrir á tjaldsvæðum. Það er ekkert meira pirrandi en þegar maður fær lélegt stæði eða þarf að keyra a milli því allt er fullt. Og alls ekki gleyma að taka með góða skapið! Sjálfur ætla ég í húsbíla ferðalag um Vestfirði og vera á flakki í viku eða tíu daga.“ Ferðalög Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sjá meira
Útilegur geta verið allskonar og misjafnt hvað fólk miklar fyrir sér. Mörgum þykir einfaldleikinn bestur og grilla sér pylsur á einnota grilli í lopapeysu og gönguskóm. Aðrir velja aukin þægindi og víla ekki fyrir sér að pakka niður grískri jógúrt og múslí samhliða sérvöldu salati og dýrkeyptu kjöti. Það þarf auðvitað ekki að vera flókið að ferðast en litlir og einfaldir hlutir geta aukið ánægju útilegunnar til muna. Til að mynda það að muna eftir kaffivélinni, skordýraspreyinu og sólgleraugunum. Álitsgjafar okkar eiga það sameiginlegt að ferðast mikið og kunna listina að njóta vel í fallegri náttúru Íslands. Ábendingar þeirra gætu gagnast óvanari ferðalöngum á leið út úr bænum um helgina. Heitt kakó og sykurpúðar gera allar útilegur himneskar Eva Rós Brink verkfræðingur og listakokkur nefnir fyrst og fremst ullarföt, súkkulaði og góðan undirbúning þegar kemur að matvörum. „Lopapeysan er algjört lykilatriði sem og ullarsokkar og allt mögulegt af hlýjum fötum því það er alltaf allra veðra von á þessu blessaða landi okkar, alveg sama hvað veðurspáin segir. Svo er líka nauðsynlegt að vera með vatnshelda skó og nóg af auka sokkum. Hleðslubankar fyrir síma og tæki mega heldur ekki gleymast heima sem og góðar kaffigræjur, sama hvort það sé vél eða pressukanna og prímus. Það er ekkert verra en að vera kaffilaus í útilegu! Ljós til að kveikja um kvöldið og skapa huggulega stemningu og passa að muna eftir kveikjara eða eldspítum. Maður lendir í veseni ef það gleymist. Svo mæli ég með að pakka niður spilum, Bluetooth hátalara fyrir tónlistina og nóg af súkkulaði. Heitt kakó og sykurpúðar gera allar útilegur himneskar. View this post on Instagram A post shared by Eva Brink (@evabrink) Blautþurrkur mesta snilldin Passa líka að búið sé að fylla á allt gas. Það er ekkert verra en að ætla að grilla og verða gaslaus. Svo finnst mér gagnlegt að vera búin að hlaða niður korti af svæðinu sem á að flakka um þar sem netið á það til að bregðast manni. Já og gott kælibox, það er nauðsynlegt. Hvað varðar matar-tips mæli ég með að vera búin að græja og gera eins mikið og hægt er heima fyrir svo allt gangi sem auðveldast fyrir sig. Krydda eða marinera kjötið, blanda í hafragrautinn og svo framvegis. Ferlega praktískt og leiðinlegt en mun reynast vel. Pokar fyrir rusl og dósir eru líka nauðsyn sem og blautþurrkur sem eru mesta snilld til að þurrka upp ef sullast í bílinn eða til að þrífa útileguborðið og skítugar hendur. Litlir bakpokar líka fyrir gönguferðir svo maður þurfi ekki að burðast með allan farangurinn og svo auðvitað vatnsflöskur.“ Mokkakannan mikilvægust Egill Fannar Halldórsson, áhrifavaldur og athafnamaður segir mokkakönnuna það mikilvægasta þegar kemur að útilegunni. „Það mikilvægasta sem fer í matarkassann hjá okkur er mokkakannan og gott kaffi. Það er einn af hápunktum útilegunnar að taka góðan morgunbolla í náttúrunni. View this post on Instagram A post shared by egill (@egillhalldorsson) Annað sem mér finnst mikilvægt er að fara aldrei út úr húsi án þess að hafa sundföt og handklæði, til þess að geta hoppað ofan í náttúrulaug, sundlaug eða jafnvel sjóinn. Það þarf alltaf að fara í bað og það er hundleiðinlegt að fara í sturtu á tjaldsvæðinu. Síðast en ekki síst þá förum við aldrei neitt án þess að finna skemmtilega göngu á því svæði sem við endum hverju sinni. Svo góðir gönguskór og göngunesti fara alltaf með í ferðalagið.“ Mælir með að mæta snemma Ævintýragarpurinn Heiðar Logi segir lykilatriði að grípa með sér góð og hlý föt fyrir kvöldvökuna. „Ég mæli með jet-boiler i útileiguna, ekkert eðlilega einföld og fljót leið til að hita vatn í kaffið, te eða kakó. Fyrir kaffi í tjaldi eða húsbíl mæli eg með aero-press. Geggjað kaffi. Það er svo gaman að búa það til, mjög einfalt og tekur ekkert pláss. Einnota eða filmu myndavél sem hægt er að láta framkalla og fá beint i símann eða tölvuna. Fílingurinn er endalaus. View this post on Instagram A post shared by Heiðar Logi (@heidarlogi) Koma sér snemma fyrir á tjaldsvæðum. Það er ekkert meira pirrandi en þegar maður fær lélegt stæði eða þarf að keyra a milli því allt er fullt. Og alls ekki gleyma að taka með góða skapið! Sjálfur ætla ég í húsbíla ferðalag um Vestfirði og vera á flakki í viku eða tíu daga.“
Ferðalög Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sjá meira