Foreldrar borgi brúsann fyrir mannauðsvanda Kópavogsbæjar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 3. ágúst 2023 06:45 Kópavogur hefur tilkynnt gríðarlegar gjaldskrárhækkanir í leikskólunum. Hjá Helen hækkar gjaldið um 15 þúsund krónur á mánuði. Ólga er á meðal foreldra leikskólabarna í Kópavogi eftir gríðarlegar gjaldskrárhækkanir. Móðir drengs segir Kópavog láta foreldra borga brúsann fyrir vandamál bæjarins. „Mér finnst eins og það sé verið að færa mannauðsvandamál Kópavogsbæjar yfir á foreldra. Við eigum að borga brúsann vegna þess að þau geta ekki tekist á við að manna leikskólana,“ segir Helen Rut Ástþórsdóttir, móðir drengs á leikskóla í Kópavogi. Eins og Vísir greindi frá í gær eru leikskólagjöldin að hækka um tugþúsundir um næstu mánaðamót. Meira en þrjátíu prósent í sumum tilvikum. Hjá Helen hækka gjöldin úr tæpum 44 þúsund krónum í tæp 59 þúsund á mánuði, eða um 15 þúsund krónur. Hún verður með drenginn á leikskóla næstu tvö árin. Ekki staðið með ungu fólki „Það er allt að hækka og Kópavogsbær er ekki að standa með fólkinu sínu að bæta þessu ofan á allt annað,“ segir hún og nefnir til að mynda matarkostnaðinn og fasteignalánin. Hún segir Kópavog ekki vera að senda góð skilaboð til barnafjölskyldna með þessu og ekki vera að standa með unga fólkinu sínu. Í stað þess að ráðast að rót vandans, svo sem með því að hækka laun starfsfólks leikskóla, sé vandanum velt yfir á foreldra. En í yfirlýstum markmiðum með gjaldskrárhækkuninni segir að verið sé að mynda hvata til þess að foreldrar hafi börn sín í styttri dvöl á leikskólum. Þess vegna er dvalargjald upp að sex tímum gjaldfrjálst en allt umfram það hækkar verulega. Eftir breytingarnar verða leikskólagjöldin í Kópavogi þau hæstu á höfuðborgarsvæðinu. Bærinn býr til streituvald á heimilum Helen segir röksemdir bæjarins ekki halda vatni. Foreldrar vinni almennt átta klukkustunda vinnudag. „Ég hef engan annan valkost en átta og hálfrar klukkustundar dvalartíma á leikskólanum. Á ég að minnka við mig vinnuna? Hvað myndi vinnuveitandinn segja við því?“ spyr Helen. Verið sé að skapa aukinn streituvald á heimilum barnafólks. Bæði með þessum hvata sem og öðrum breytingum á leikskólakerfinu sem kynntar hafa verið. Svo sem að leikskólarnir verða flestir lokaðir á milli jóla og nýárs og í dymbilvikunni en fólki boðið að fara með börnin sín á aðra skóla sem verða opnir. „Þetta er nýtt umhverfi og röskun fyrir barnið. Ég myndi aldrei gera þetta og er að heyra það sama frá mörgum foreldrum í kringum mig,“ segir Helen sem hyggst láta bæjaryfirvöld vita af óánægju sinni bréfleiðis. Kópavogur Leikskólar Börn og uppeldi Fjármál heimilisins Skóla - og menntamál Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
„Mér finnst eins og það sé verið að færa mannauðsvandamál Kópavogsbæjar yfir á foreldra. Við eigum að borga brúsann vegna þess að þau geta ekki tekist á við að manna leikskólana,“ segir Helen Rut Ástþórsdóttir, móðir drengs á leikskóla í Kópavogi. Eins og Vísir greindi frá í gær eru leikskólagjöldin að hækka um tugþúsundir um næstu mánaðamót. Meira en þrjátíu prósent í sumum tilvikum. Hjá Helen hækka gjöldin úr tæpum 44 þúsund krónum í tæp 59 þúsund á mánuði, eða um 15 þúsund krónur. Hún verður með drenginn á leikskóla næstu tvö árin. Ekki staðið með ungu fólki „Það er allt að hækka og Kópavogsbær er ekki að standa með fólkinu sínu að bæta þessu ofan á allt annað,“ segir hún og nefnir til að mynda matarkostnaðinn og fasteignalánin. Hún segir Kópavog ekki vera að senda góð skilaboð til barnafjölskyldna með þessu og ekki vera að standa með unga fólkinu sínu. Í stað þess að ráðast að rót vandans, svo sem með því að hækka laun starfsfólks leikskóla, sé vandanum velt yfir á foreldra. En í yfirlýstum markmiðum með gjaldskrárhækkuninni segir að verið sé að mynda hvata til þess að foreldrar hafi börn sín í styttri dvöl á leikskólum. Þess vegna er dvalargjald upp að sex tímum gjaldfrjálst en allt umfram það hækkar verulega. Eftir breytingarnar verða leikskólagjöldin í Kópavogi þau hæstu á höfuðborgarsvæðinu. Bærinn býr til streituvald á heimilum Helen segir röksemdir bæjarins ekki halda vatni. Foreldrar vinni almennt átta klukkustunda vinnudag. „Ég hef engan annan valkost en átta og hálfrar klukkustundar dvalartíma á leikskólanum. Á ég að minnka við mig vinnuna? Hvað myndi vinnuveitandinn segja við því?“ spyr Helen. Verið sé að skapa aukinn streituvald á heimilum barnafólks. Bæði með þessum hvata sem og öðrum breytingum á leikskólakerfinu sem kynntar hafa verið. Svo sem að leikskólarnir verða flestir lokaðir á milli jóla og nýárs og í dymbilvikunni en fólki boðið að fara með börnin sín á aðra skóla sem verða opnir. „Þetta er nýtt umhverfi og röskun fyrir barnið. Ég myndi aldrei gera þetta og er að heyra það sama frá mörgum foreldrum í kringum mig,“ segir Helen sem hyggst láta bæjaryfirvöld vita af óánægju sinni bréfleiðis.
Kópavogur Leikskólar Börn og uppeldi Fjármál heimilisins Skóla - og menntamál Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira