Tom Brady búinn að kaupa sig inn í Birmingham City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2023 11:11 Tom Brady lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil sem var það 23. hjá honum í NFL deildinni. Getty/Sebastian Widmann NFL goðsögnin Tom Brady er núna farinn að skipta sér að enskri knattspyrnu. Hann er nú minnihluta eigandi í enska b-deildarfélaginu Birmingham City. Brady er sá eini sem hefur unnið Super Bowl sjö sinnum en hann er af mörgum talinn vera besti NFL leikmaður allra tíma. Brady er nýbúinn að leggja skóna á hilluna og hefur síðan verið duglegur að kaupa sig inn í íþróttafélög. Hann hefur greinilega mikinn áhuga á því að fjárfesta þar. BREAKING: Seven-time Super Bowl winner Tom Brady enters a partnership to become a minority owner of Birmingham City pic.twitter.com/OHz2SEQJOu— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 3, 2023 Að þessu sinni er Brady í samstarfi með eigendum Birmingham í Knighthead Capital Management LLC fjárfestingafélaginu. Brady verður stjórnarformaður nýrrar ráðgjafanefndar félagsins. Hann mun vinna þar náið með stjórn félagsins. „Svona er staðan. Ég er formlega að koma inn í stjórnina hjá Birmingham City Football Club. Þið spyrjið ef til vill hvað ég viti um enska fótboltann. Við skulum bara segja að ég eigi margt eftir ólært. Ég veit aftur á móti sitt hvað um að það að vinna og ég held að það muni skila sér nokkuð vel,“ sagði Tom Brady í yfirlýsingu. „Ég veit að leiðin að árangri byrjar á því að leggja mikla vinnu á sig þegar heimurinn er ekki að horfa. Ég veit það líka að lið er ekkert án þess að hafa borgina sína að baki sér. Mikilvægast er að mér líkar það ágætlega að vera í litla liðinu. Vegurinn hefur verið langur fyrir Birmingham en stuðningsmennirnir hafa aldrei misst trúna. Sjáumst fljótlega á St Andrew vellinum. Núna er tími til að byrja vinnuna,“ sagði Brady. Brady er ekki fyrsti NFL-leikmaðurinn sem fjárfestir í ensku fótboltafélagi í sumar því áður hafði JJ Watt einnig orðið minnihlutaeigandi í enska úrvalsdeildarfélaginu Burnley í maí. Here we go! Proud to be part of the Blues family @BCFC pic.twitter.com/lSEbzzpcBk— Tom Brady (@TomBrady) August 3, 2023 Enski boltinn NFL Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira
Brady er sá eini sem hefur unnið Super Bowl sjö sinnum en hann er af mörgum talinn vera besti NFL leikmaður allra tíma. Brady er nýbúinn að leggja skóna á hilluna og hefur síðan verið duglegur að kaupa sig inn í íþróttafélög. Hann hefur greinilega mikinn áhuga á því að fjárfesta þar. BREAKING: Seven-time Super Bowl winner Tom Brady enters a partnership to become a minority owner of Birmingham City pic.twitter.com/OHz2SEQJOu— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 3, 2023 Að þessu sinni er Brady í samstarfi með eigendum Birmingham í Knighthead Capital Management LLC fjárfestingafélaginu. Brady verður stjórnarformaður nýrrar ráðgjafanefndar félagsins. Hann mun vinna þar náið með stjórn félagsins. „Svona er staðan. Ég er formlega að koma inn í stjórnina hjá Birmingham City Football Club. Þið spyrjið ef til vill hvað ég viti um enska fótboltann. Við skulum bara segja að ég eigi margt eftir ólært. Ég veit aftur á móti sitt hvað um að það að vinna og ég held að það muni skila sér nokkuð vel,“ sagði Tom Brady í yfirlýsingu. „Ég veit að leiðin að árangri byrjar á því að leggja mikla vinnu á sig þegar heimurinn er ekki að horfa. Ég veit það líka að lið er ekkert án þess að hafa borgina sína að baki sér. Mikilvægast er að mér líkar það ágætlega að vera í litla liðinu. Vegurinn hefur verið langur fyrir Birmingham en stuðningsmennirnir hafa aldrei misst trúna. Sjáumst fljótlega á St Andrew vellinum. Núna er tími til að byrja vinnuna,“ sagði Brady. Brady er ekki fyrsti NFL-leikmaðurinn sem fjárfestir í ensku fótboltafélagi í sumar því áður hafði JJ Watt einnig orðið minnihlutaeigandi í enska úrvalsdeildarfélaginu Burnley í maí. Here we go! Proud to be part of the Blues family @BCFC pic.twitter.com/lSEbzzpcBk— Tom Brady (@TomBrady) August 3, 2023
Enski boltinn NFL Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira