Hvað er best í bakpokann? Íris Hauksdóttir skrifar 3. ágúst 2023 15:43 Að mörgu ber að huga þegar kemur að stærstu ferðamannahelgi landsmanna. Getty/Igor Stoica Stór hluti landsmanna er eflaust farinn að reima á sig ferðaskóna um þessar mundir enda mikil ferðamanna helgi framundan. Að mörgu ber að huga en Vísir tók saman nokkra hluti sem gott er að gleyma ekki þegar kemur að bakpokanum. Þrátt fyrir fögur fyrirheit er aldrei hægt að treysta á íslenskt veðurfar. Því er mikilvægt að pakka þeim mun meira af hlýjum fatnaði og gerast jafnvel svo djörf að smella húfu og vettlingum með í bakpokann. Vatnsbrúsi, upptakari og teppi - skylda í öll ferðalög Vatnsbrúsi er skylda fyrir öll ferðalög og annar brúsi fyrir þá sem kjósa að drekka fleiri drykki en bara vatn. Pokar fyrir rusl og klósettpappír koma alltaf að góðum notum sem og upptakari og teppi fyrir góða setu við varðeld eða brekkusöng. Nesti er óneitanlega nauðsyn í pokann góða og helst eitthvað sem eldist vel í hita, raka eða rigningu. Til að halda minningum á lífi er hax að hafa meðferðist góðan hleðslubanka fyrir síma og myndavélina. Brúsinn er mikilvægur.Getty/Westend61 Nauðsynlegur viðbúnaður fyrir langvarandi kossa Skordýraeitur, einkum og sér í lagi fyrir þá sem bregðast illa við bitum, er lykilatriði sem og ofnæmislyf. Fyrir þá sem sjá fyrir sér timburmenn er snjallt að pakka viðeigandi búnaði. Bursti, spritt og blautþurrkur koma sér alltaf vel en ekki síður þurrsjampó og munnskol. Einkum og sér í lagi sjái fólk fyrir sér langa og innilega kossa. Gott er að fara yfir varnir yfir helgina góðu nema velkomið sé að taka á móti vorbörnum á næsta ári. Allur er varinn góður og vonandi eiga sem flestir lesendur Vísis í vændum frábæra helgi. Ferðalög Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Þrátt fyrir fögur fyrirheit er aldrei hægt að treysta á íslenskt veðurfar. Því er mikilvægt að pakka þeim mun meira af hlýjum fatnaði og gerast jafnvel svo djörf að smella húfu og vettlingum með í bakpokann. Vatnsbrúsi, upptakari og teppi - skylda í öll ferðalög Vatnsbrúsi er skylda fyrir öll ferðalög og annar brúsi fyrir þá sem kjósa að drekka fleiri drykki en bara vatn. Pokar fyrir rusl og klósettpappír koma alltaf að góðum notum sem og upptakari og teppi fyrir góða setu við varðeld eða brekkusöng. Nesti er óneitanlega nauðsyn í pokann góða og helst eitthvað sem eldist vel í hita, raka eða rigningu. Til að halda minningum á lífi er hax að hafa meðferðist góðan hleðslubanka fyrir síma og myndavélina. Brúsinn er mikilvægur.Getty/Westend61 Nauðsynlegur viðbúnaður fyrir langvarandi kossa Skordýraeitur, einkum og sér í lagi fyrir þá sem bregðast illa við bitum, er lykilatriði sem og ofnæmislyf. Fyrir þá sem sjá fyrir sér timburmenn er snjallt að pakka viðeigandi búnaði. Bursti, spritt og blautþurrkur koma sér alltaf vel en ekki síður þurrsjampó og munnskol. Einkum og sér í lagi sjái fólk fyrir sér langa og innilega kossa. Gott er að fara yfir varnir yfir helgina góðu nema velkomið sé að taka á móti vorbörnum á næsta ári. Allur er varinn góður og vonandi eiga sem flestir lesendur Vísis í vændum frábæra helgi.
Ferðalög Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira