Þrjú þúsund krónur útborgaðar fyrir 35 tíma vinnu: „Þetta er ekki sanngjarnt“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 3. ágúst 2023 22:00 Atli gagnrýnir þau lúsarlaun sem boðið er upp á hjá vinnustofu fyrir fatlað fólk. Fatlaður maður sem starfaði í nærri áratug hjá vinnustofunni Ás segir launin sem fötluðu fólki er boðin upp á þar ekki sanngjörn. Dæmi eru um að fólk fái innan við 3 þúsund krónur útborgaðar fyrir 35 stunda mánaðarvinnu. „Þetta er ekki sanngjarnt,“ segir Atli Már Haraldsson sem starfaði hjá Ás frá árinu 2014 til ársbyrjunar 2023. „Það liggur við að þau séu að gefa vinnuna sína þarna.“ Ás er rúmlega 40 ára gömul sjálfseignarstofnun sem rekur vinnustofur fyrir fatlað fólk, það er undir hugmyndafræði vinnu og virkni til að efla starfsgetu fólks. Ás rekur meðal annars saumastofu, smíðaverkstæði, pökkunarstöð og gróðurhús. Um 240 manns starfa hjá Ás. Eins og sést á launaseðli skjólstæðings frá því í fyrra var tímakaupið tæpar 120 krónur. Almennt starfar fólk allt að þrjá daga í viku og allt að sex tíma á dag. Viðkomandi einstaklingur fékk borgaðar 4.197 krónur fyrir 35 klukkutíma vinnu í einum mánuði. Eftir skatt var útborguð upphæð 2.762 krónur. Launaseðill starfsmanns hjá Ás vinnustofu. „Ef þau ætla að borga fötluðu fólki laun þá finnst mér allt í lagi að þau borgi meira en þetta,“ segir Atli Már sem bendir á að ekki séu örorkubæturnar háar, rúmlega 300 þúsund krónur. „Matarverð er orðið svo hátt og húsaleiga líka.“ Reykjavíkurborg eflir en Ás geymsla Atli, sem er 29 ára gamall, hefur síðan árið 2019 starfað sem aðstoðarleiðbeinandi hjá vinnu og virknimiðstöð Reykjavíkurborgar þar sem fötluðu fólki er gert kleift að starfa á almenna vinnumarkaðinum. Hann segir þetta allt annað en að starfa á vernduðum vinnustað eins og Ás. Launin séu mun betri og hann geti leyft sér meira. „Ég hef séð ýmsa hluti sem talið var að fatlað fólk gæti ekki gert en getur svo gert. Fólk þarf eftirfylgni því að fólk getur unnið á öllum stöðum sem það vill vinna á. Það er algjört bull að hafa sérvinnustaði,“ segir Atli Már. „Reykjavíkurborg er að efla einstaklingana en Ás er eins og geymsla fyrir fatlað fólk.“ Málefni fatlaðs fólks Kjaramál Reykjavík Félagsmál Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
„Þetta er ekki sanngjarnt,“ segir Atli Már Haraldsson sem starfaði hjá Ás frá árinu 2014 til ársbyrjunar 2023. „Það liggur við að þau séu að gefa vinnuna sína þarna.“ Ás er rúmlega 40 ára gömul sjálfseignarstofnun sem rekur vinnustofur fyrir fatlað fólk, það er undir hugmyndafræði vinnu og virkni til að efla starfsgetu fólks. Ás rekur meðal annars saumastofu, smíðaverkstæði, pökkunarstöð og gróðurhús. Um 240 manns starfa hjá Ás. Eins og sést á launaseðli skjólstæðings frá því í fyrra var tímakaupið tæpar 120 krónur. Almennt starfar fólk allt að þrjá daga í viku og allt að sex tíma á dag. Viðkomandi einstaklingur fékk borgaðar 4.197 krónur fyrir 35 klukkutíma vinnu í einum mánuði. Eftir skatt var útborguð upphæð 2.762 krónur. Launaseðill starfsmanns hjá Ás vinnustofu. „Ef þau ætla að borga fötluðu fólki laun þá finnst mér allt í lagi að þau borgi meira en þetta,“ segir Atli Már sem bendir á að ekki séu örorkubæturnar háar, rúmlega 300 þúsund krónur. „Matarverð er orðið svo hátt og húsaleiga líka.“ Reykjavíkurborg eflir en Ás geymsla Atli, sem er 29 ára gamall, hefur síðan árið 2019 starfað sem aðstoðarleiðbeinandi hjá vinnu og virknimiðstöð Reykjavíkurborgar þar sem fötluðu fólki er gert kleift að starfa á almenna vinnumarkaðinum. Hann segir þetta allt annað en að starfa á vernduðum vinnustað eins og Ás. Launin séu mun betri og hann geti leyft sér meira. „Ég hef séð ýmsa hluti sem talið var að fatlað fólk gæti ekki gert en getur svo gert. Fólk þarf eftirfylgni því að fólk getur unnið á öllum stöðum sem það vill vinna á. Það er algjört bull að hafa sérvinnustaði,“ segir Atli Már. „Reykjavíkurborg er að efla einstaklingana en Ás er eins og geymsla fyrir fatlað fólk.“
Málefni fatlaðs fólks Kjaramál Reykjavík Félagsmál Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira