Refsing Navalnís þyngd um nítján ár Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. ágúst 2023 16:36 Myndir frá réttarhöldunum yfir Navalní innan veggja hámarksöryggisfangelsisins. AP/Alexander Zemlianichenko Refsing Alexei Navalní, pólitísks andstæðings Vladimírs Pútín, hefur verið þyngd um nítján ár. Dómurinn var kveðinn upp innan veggja hámarksöryggisfangelsisins þar sem Navalní var byrjaður að afplána níu ára dóm. Navalní var fundinn sekur um að stofna og fjármagna öfgasamtök. Hann hefur neitað ásökunum. Réttarhöldin voru haldin innan veggja hámarksöryggisfangelsis í Orenburg-héraði en talið er að staðsetningin hafi verið valin til að lágmarka fjölmiðlaumfjöllun. Fyrir réttarhöldin deildi Navalní skilaboðum á samfélagsmiðlum þar sem hann sagðist óttast það að fá „stalinískan“ dóm til að hræða aðra pólitíska andófsmenn. Líklegt þykir að Navalní gæti hlotið enn þyngri dóm síðar. Sjálfur hefur Navalní sagt að rannsakendur hafi tjáð honum að hann megi eiga von á ákæru fyrir hryðjuverk. Volker Turk, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í yfirlýsingu að dómurinn veki alvarlegar áhyggjur um misbeitingu rússneska dómskerfisins í pólitískum tilgangi. Talið er að Navalní gæti verið færður í enn strangara fangelsi líkt og rússneskir saksóknarar hafa kallað eftir. Þar muni hann þola enn meiri einangrun þar sem verður enn erfiðara fyrir hann að eiga í samskiptum við umheiminn. Þá muni hann geta tekið á móti færri gestum og þurfi að þola lengri einangrunarvistun. Dómurinn lengist og lengist Hinn 47 ára gamli Navalní hefur setið inni í Svarthöfrungafangelsi, afskekktu hámarksöryggisfangelsi við landamærin að Kasakstan, frá árinu 2021. Hann var þá fangelsaður eftir að hafa hlotið tveggja og hálfs árs dóm fyrir brot á skilorði vegna annars dóms frá árinu 2014. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur gagnrýnt þá sakfellingu og sagt dóminn gerræðislegan. Ástæða þess að Navalíni rauf skilorðið var sú að eitrað hafði verið fyrir honum og hann lá við dauðans dyr á sjúkrahúsi í Þýskalandi. Navalní hefur sakað Pútin Rússlandsforseta um að bera ábyrgð á eitruninni þar sem notast var við taugaeitrið Novichok. Það var einnig notað til að eitra fyrir fyrrverandi njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans. Sjá einnig: Eitrað fyrir Navalny með nýrri tegund Novichok Í mars 2022 hlaut Navalní annan dóm, níu ára dóm vegna fjárdráttar og óhlýðni við lögmætan úrskurð dómstóls. Þeim dómi var lýst sem sýndarréttarhöldum af Amnesty International. Rússland Mál Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní meinað um skriffæri í fangelsinu Hæstiréttur Rússlands vísaði frá kröfu Alexei Navalní, leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, um að hann fengi aðgang að skriffærum til jafns við aðra fanga í dag. Navalní afplánar ellefu og hálfs árs fangelsisdóm en áratugir gætur bæst við refsingu hans á næstunni. 23. júní 2023 09:14 Navalní skyndilega færður í annað hámarksöryggisfangelsi Rússnesk yfirvöld færðu Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, skyndilega úr fangelsinu þar sem hann hefur verið vistaður í hámarksöryggisfanganýlendu enn fjær Moskvu. 14. júní 2022 22:23 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Navalní var fundinn sekur um að stofna og fjármagna öfgasamtök. Hann hefur neitað ásökunum. Réttarhöldin voru haldin innan veggja hámarksöryggisfangelsis í Orenburg-héraði en talið er að staðsetningin hafi verið valin til að lágmarka fjölmiðlaumfjöllun. Fyrir réttarhöldin deildi Navalní skilaboðum á samfélagsmiðlum þar sem hann sagðist óttast það að fá „stalinískan“ dóm til að hræða aðra pólitíska andófsmenn. Líklegt þykir að Navalní gæti hlotið enn þyngri dóm síðar. Sjálfur hefur Navalní sagt að rannsakendur hafi tjáð honum að hann megi eiga von á ákæru fyrir hryðjuverk. Volker Turk, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í yfirlýsingu að dómurinn veki alvarlegar áhyggjur um misbeitingu rússneska dómskerfisins í pólitískum tilgangi. Talið er að Navalní gæti verið færður í enn strangara fangelsi líkt og rússneskir saksóknarar hafa kallað eftir. Þar muni hann þola enn meiri einangrun þar sem verður enn erfiðara fyrir hann að eiga í samskiptum við umheiminn. Þá muni hann geta tekið á móti færri gestum og þurfi að þola lengri einangrunarvistun. Dómurinn lengist og lengist Hinn 47 ára gamli Navalní hefur setið inni í Svarthöfrungafangelsi, afskekktu hámarksöryggisfangelsi við landamærin að Kasakstan, frá árinu 2021. Hann var þá fangelsaður eftir að hafa hlotið tveggja og hálfs árs dóm fyrir brot á skilorði vegna annars dóms frá árinu 2014. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur gagnrýnt þá sakfellingu og sagt dóminn gerræðislegan. Ástæða þess að Navalíni rauf skilorðið var sú að eitrað hafði verið fyrir honum og hann lá við dauðans dyr á sjúkrahúsi í Þýskalandi. Navalní hefur sakað Pútin Rússlandsforseta um að bera ábyrgð á eitruninni þar sem notast var við taugaeitrið Novichok. Það var einnig notað til að eitra fyrir fyrrverandi njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans. Sjá einnig: Eitrað fyrir Navalny með nýrri tegund Novichok Í mars 2022 hlaut Navalní annan dóm, níu ára dóm vegna fjárdráttar og óhlýðni við lögmætan úrskurð dómstóls. Þeim dómi var lýst sem sýndarréttarhöldum af Amnesty International.
Rússland Mál Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní meinað um skriffæri í fangelsinu Hæstiréttur Rússlands vísaði frá kröfu Alexei Navalní, leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, um að hann fengi aðgang að skriffærum til jafns við aðra fanga í dag. Navalní afplánar ellefu og hálfs árs fangelsisdóm en áratugir gætur bæst við refsingu hans á næstunni. 23. júní 2023 09:14 Navalní skyndilega færður í annað hámarksöryggisfangelsi Rússnesk yfirvöld færðu Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, skyndilega úr fangelsinu þar sem hann hefur verið vistaður í hámarksöryggisfanganýlendu enn fjær Moskvu. 14. júní 2022 22:23 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Navalní meinað um skriffæri í fangelsinu Hæstiréttur Rússlands vísaði frá kröfu Alexei Navalní, leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, um að hann fengi aðgang að skriffærum til jafns við aðra fanga í dag. Navalní afplánar ellefu og hálfs árs fangelsisdóm en áratugir gætur bæst við refsingu hans á næstunni. 23. júní 2023 09:14
Navalní skyndilega færður í annað hámarksöryggisfangelsi Rússnesk yfirvöld færðu Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, skyndilega úr fangelsinu þar sem hann hefur verið vistaður í hámarksöryggisfanganýlendu enn fjær Moskvu. 14. júní 2022 22:23