Vita enn ekki hvað orsakaði leka í Sporthúsinu Lovísa Arnardóttir skrifar 4. ágúst 2023 19:00 Þröstur segist feginn að starfsfólk hafi verið mætt til vinnu þegar fór að leka. Vísir/Einar Mikill leki varð í Sporthúsinu í Kópavogi í dag. Ákveðið var að taka lögn í sundur fyrir ofan húsið þegar ekkert gekk að finna orsökina. Enn er verið að þurrka í stöðinni en viðgerð á lögninni fer fram eftir verslunarmannahelgina. Enn er ekki vitað hvað orsakaði leka í Sporthúsinu í Kópavogi í dag. Loka þurfti fyrir vatn í stórum hluta Kópavogs vegna lekans en eftir að löngum tíma hafði verið varið í að leita að uppruna hans var að lokum ákveðið að taka lögn í sundur fyrir ofan húsið og leiða vatnið aftur inn með öðrum hætti. Viðgerð á lögninni fer fram eftir helgi en uppruni lekans verður líklega ekki ljós fyrr en henni lýkur. Fjölmennt lið slökkviliðs og starfsmanna bæjarins var við vettvang þegar fréttastofa leit við í dag en annar eigenda Sporthússins var uppi í bústað þegar hann fékk símtal í morgun um lekann. „Dagurinn er búinn að vera nokkuð fjörugur. Hann byrjaði á því að ég fékk símtal um þetta. Góð byrjun á verslunarmannahelginni. En þetta er eins og það er. Spyr ekki að stund eða stað. Það var bara allt á floti,“ segir Þröstur og að honum hafi verið sagt að drífa sig í bæinn. Hann segir að þau hafi verið í bölvuðum vandræðum því það hafi tekið svo langan tíma að finna orsökina en slökkviliðið fór ekki af vettvangi fyrr en á fjórða tímanum í dag. Vatn dreifðist nokkuð víða en hann segist feginn að lekinn hafi byrjað þegar fólk var á staðnum. Vatnið lak yfir um 700 fermetra svæði og hann telur það ekki hafa verið mjög djúpt. Slökkvilið var kallað út vegna lekans klukkan hálf tólf í dag.Vísir/Einar Hann telur að verulegt tjón hafi orðið á stöðinni. „Það er ómögulegt að segja um tjón en auðvitað er það gríðarlegt tjón þegar allt fer á flot og undir alla veggi en vonandi ekki stórtjón. Þetta ætti ekki að trufla starfsemina mikið,“ segir Þröstur en á meðan viðgerðinni stóð var ekki hægt að fara í sturtu á stöðinni eða nota salernið. Hann segir að tryggingafélagið hans sé byrjað að vinna í málinu en á von á því að það verði lið við þurrk í stöðinni alla helgina og að viðgerð getu svo hafist að því loknu. Gera má ráð fyrir því að viðgerð á lögninni sjálfri fyrir utan hefjist á þriðjudag. Kópavogur Slökkvilið Tengdar fréttir Skrúfa fyrir vatnið í hverfinu vegna leka Skrúfa þurfti fyrir vatn í nágrenni við Sporthúsið í Kópavogi í dag vegna leka. Slökkvilið var kallað út klukkan hálf tólf vegna lekans og er enn að störfum. 4. ágúst 2023 14:19 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Enn er ekki vitað hvað orsakaði leka í Sporthúsinu í Kópavogi í dag. Loka þurfti fyrir vatn í stórum hluta Kópavogs vegna lekans en eftir að löngum tíma hafði verið varið í að leita að uppruna hans var að lokum ákveðið að taka lögn í sundur fyrir ofan húsið og leiða vatnið aftur inn með öðrum hætti. Viðgerð á lögninni fer fram eftir helgi en uppruni lekans verður líklega ekki ljós fyrr en henni lýkur. Fjölmennt lið slökkviliðs og starfsmanna bæjarins var við vettvang þegar fréttastofa leit við í dag en annar eigenda Sporthússins var uppi í bústað þegar hann fékk símtal í morgun um lekann. „Dagurinn er búinn að vera nokkuð fjörugur. Hann byrjaði á því að ég fékk símtal um þetta. Góð byrjun á verslunarmannahelginni. En þetta er eins og það er. Spyr ekki að stund eða stað. Það var bara allt á floti,“ segir Þröstur og að honum hafi verið sagt að drífa sig í bæinn. Hann segir að þau hafi verið í bölvuðum vandræðum því það hafi tekið svo langan tíma að finna orsökina en slökkviliðið fór ekki af vettvangi fyrr en á fjórða tímanum í dag. Vatn dreifðist nokkuð víða en hann segist feginn að lekinn hafi byrjað þegar fólk var á staðnum. Vatnið lak yfir um 700 fermetra svæði og hann telur það ekki hafa verið mjög djúpt. Slökkvilið var kallað út vegna lekans klukkan hálf tólf í dag.Vísir/Einar Hann telur að verulegt tjón hafi orðið á stöðinni. „Það er ómögulegt að segja um tjón en auðvitað er það gríðarlegt tjón þegar allt fer á flot og undir alla veggi en vonandi ekki stórtjón. Þetta ætti ekki að trufla starfsemina mikið,“ segir Þröstur en á meðan viðgerðinni stóð var ekki hægt að fara í sturtu á stöðinni eða nota salernið. Hann segir að tryggingafélagið hans sé byrjað að vinna í málinu en á von á því að það verði lið við þurrk í stöðinni alla helgina og að viðgerð getu svo hafist að því loknu. Gera má ráð fyrir því að viðgerð á lögninni sjálfri fyrir utan hefjist á þriðjudag.
Kópavogur Slökkvilið Tengdar fréttir Skrúfa fyrir vatnið í hverfinu vegna leka Skrúfa þurfti fyrir vatn í nágrenni við Sporthúsið í Kópavogi í dag vegna leka. Slökkvilið var kallað út klukkan hálf tólf vegna lekans og er enn að störfum. 4. ágúst 2023 14:19 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Skrúfa fyrir vatnið í hverfinu vegna leka Skrúfa þurfti fyrir vatn í nágrenni við Sporthúsið í Kópavogi í dag vegna leka. Slökkvilið var kallað út klukkan hálf tólf vegna lekans og er enn að störfum. 4. ágúst 2023 14:19