Franska meistaraliðið er komið aftur til Frakklands eftir æfingaferð til Japan og Suður-Kóreu en allt sprakk í loft upp í samningaviðræðum Mbappe og PSG skömmu fyrir ferðina sem leiddi til þess að Mbappe fór ekki með liðinu í æfingaferðina.
Kylian Mbappé tomorrow will be in the loft training group of players for PSG training, not the main group
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 6, 2023
PSG position, not changed as nothing has changed on player side after he also rejected guaranteed sale clause for summer 2024 included in new deal. pic.twitter.com/jTOP1p6pfM
Mbappe á eitt ár eftir af samningi sínum í París og eru forráðamenn félagsins á því að kappinn sé búinn að semja við Real Madrid um að ganga til liðs við spænska stórveldið næsta sumar án greiðslu.
PSG samþykkti á dögunum tilboð frá Sádi Arabíu sem hefði gert Mbappe að langdýrasta leikmanni sögunnar en Al Hilal bauð 259 milljónir punda í kappann.
Franska félagið samþykkti tilboðið um leið en Mbappe hafði engan áhuga á að ræða við Sádana og mætti ekki til fundar við þá sem höfðu gert sér ferð til Parísar.