Hetja enska landsliðsins í þriðja sinn á einu ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. ágúst 2023 11:31 Chloe Kelly fagnar sigurmarki sínu í vítakeppninni á móti Nígeríu. Getty/James Whitehead Enska kvennalandsliðið í knattspyrnu hefur verið að gera frábæra hluti undanfarin ár með því að vinna tvo titla og nú með því að komast í átta liða úrslit á HM. Einn leikmaður liðsins virðist alltaf stíga fram þegar mest á reynir. Chloe Kelly tryggði enska landsliðinu sigur í vítakeppninni á móti Nígeríu í sextán liða úrslitum HM þegar hún skoraði af miklu öryggi úr lokaspyrnunni. Þetta var hins vegar langt frá því að vera i fyrsta skiptið sem þessi 25 ára Lundúnastelpa er hetja þjóðar sinnar. View this post on Instagram A post shared by SHE S A BALLER! (@shesaballer) Kelly varð fyrir áfalli árið 2021 þegar hún sleit krossband í hné en snéri aftur um vorið 2022 og náði að vinna sér sæti í EM-hóp enska landsliðsins. Hún var hins vegar á bekknum hjá liðinu á EM en kom oft sterk inn. Það gerði hún með eftirminnilegum hætti í úrslitaleik Evrópumótsins á Wembley í fyrra. Kelly kom þá inn á sem varamaður og skoraði sigurmark enska landsliðsins á 110. mínútu. Markið tryggði enska liðinu Evrópumeistaratitilinn, fyrsta stóra titil enska kvennalandsliðsins og fyrsta stóra titil ensks fótboltalandsliðs í 56 ár. í apríl á þessu ári þá tryggði Kelly síðan enska landsliðinu sigur í Finalissima með því að skora úr lokavítinu í vítakeppninni. Finalissima er ný keppni hjá þar sem Evrópumeistararnir mæta Suðurameríkumeisturunum. Kelly tók einnig síðasta vítið í vítakeppninni í gærmorgun og skaut þá enska landsliðinu áfram í átta liða úrslitin. Á aðeins 372 dögum hefur hún þar með þrisvar sinnum verið hetja þjóðar sinnar. View this post on Instagram A post shared by FIFA Women's World Cup (@fifawomensworldcup) HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira
Chloe Kelly tryggði enska landsliðinu sigur í vítakeppninni á móti Nígeríu í sextán liða úrslitum HM þegar hún skoraði af miklu öryggi úr lokaspyrnunni. Þetta var hins vegar langt frá því að vera i fyrsta skiptið sem þessi 25 ára Lundúnastelpa er hetja þjóðar sinnar. View this post on Instagram A post shared by SHE S A BALLER! (@shesaballer) Kelly varð fyrir áfalli árið 2021 þegar hún sleit krossband í hné en snéri aftur um vorið 2022 og náði að vinna sér sæti í EM-hóp enska landsliðsins. Hún var hins vegar á bekknum hjá liðinu á EM en kom oft sterk inn. Það gerði hún með eftirminnilegum hætti í úrslitaleik Evrópumótsins á Wembley í fyrra. Kelly kom þá inn á sem varamaður og skoraði sigurmark enska landsliðsins á 110. mínútu. Markið tryggði enska liðinu Evrópumeistaratitilinn, fyrsta stóra titil enska kvennalandsliðsins og fyrsta stóra titil ensks fótboltalandsliðs í 56 ár. í apríl á þessu ári þá tryggði Kelly síðan enska landsliðinu sigur í Finalissima með því að skora úr lokavítinu í vítakeppninni. Finalissima er ný keppni hjá þar sem Evrópumeistararnir mæta Suðurameríkumeisturunum. Kelly tók einnig síðasta vítið í vítakeppninni í gærmorgun og skaut þá enska landsliðinu áfram í átta liða úrslitin. Á aðeins 372 dögum hefur hún þar með þrisvar sinnum verið hetja þjóðar sinnar. View this post on Instagram A post shared by FIFA Women's World Cup (@fifawomensworldcup)
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira