Kæra mann fyrir kajakferð út í Surtsey Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. ágúst 2023 13:03 Sigrún Ágústdóttir er forstjóri Umhverfisstofnunar. Vísir Umhverfisstofnun hefur kært mann sem fór í óleyfi út í Surtsey og birti myndband af ferðinni á samfélagsmiðlinum TikTok, til lögreglu. Forstjóri Umhverfisstofnunar beinir því til fólks að virða eyjuna. Ferðir þangað í leyfisleysi geti varðað fangelsi. Maðurinn, sem heitir Ágúst Halldórsson, birti myndbandið fyrir um viku síðan á TikTok. Í myndbandinu sést bæði náttúra Surtseyjar og Ágúst sjálfur. Við myndbandið skrifar hann að hann sé fyrstur í heiminum til að róa kajak út í eyjuna. Surtsey varð til fyrir um sextíu árum í neðansjávargosi. Menn urðu gossins fyrst varir að morgni 14. nóvember 1963 en það hélt áfram í meira en þrjú ár. Eyjan er friðuð og fær enginn að fara þangað nema brýn nauðsyn sé til. Ágúst vildi ekki ræða málið við fréttastofu að svo stöddu og sagðist vilja lesa kæruna fyrst. Forstjóri Umhverfisstofnunar segir leyfi til að fara út í eyjuna fyrst og fremst veitt í vísindaskyni. Ágúst hafi ekki haft slíkt leyfi. @agusthall Fyrstur í heiminum til að róa á kayak út í Surtsey. Surtsey varð til í eldgosi árið 1963. I Wanna Be Adored - The Stone Roses „Surtsey er svona lifandi rannsóknarstofa, þar sem við erum að fylgjast með hvernig lífverur nema land í eyjunni. Þetta var ákveðið strax við friðlýsingu Surtseyjar,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar. „Markmiðið er sem sagt að fylgjast með því, án utanaðkomandi truflana. Þess vegna er búnaður meðal annars hreinsaður áður en farið er í land í eyjunni.“ Lögregla ákveði næstu skref Að fara út í eyjuna án leyfis geti verið refsivert. „Það getur verið sektir eða fangelsi. Það er auðvitað bara lögreglustjórans í Vestmannaeyjum að meta hvað er viðeigandi viðbrögð í þessu máli.“ Friðlýsingarskilmálar Surtseyjar séu strangari en gengur og gerist, vegna sérstöðu hennar. „Fólk er almennt velkomið á friðlýst svæði, sem eru fjölbreytt og skemmtileg. Þannig að þetta er óvenjulega strangt.“ Sigrún er með einföld skilaboð til þeirra sem gætu látið sér detta í hug að leika Surtseyjarförina eftir. „Bara bera virðingu fyrir þessari eyju, eins og oftast er gert.“ Surtsey Lögreglumál Umhverfismál Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Maðurinn, sem heitir Ágúst Halldórsson, birti myndbandið fyrir um viku síðan á TikTok. Í myndbandinu sést bæði náttúra Surtseyjar og Ágúst sjálfur. Við myndbandið skrifar hann að hann sé fyrstur í heiminum til að róa kajak út í eyjuna. Surtsey varð til fyrir um sextíu árum í neðansjávargosi. Menn urðu gossins fyrst varir að morgni 14. nóvember 1963 en það hélt áfram í meira en þrjú ár. Eyjan er friðuð og fær enginn að fara þangað nema brýn nauðsyn sé til. Ágúst vildi ekki ræða málið við fréttastofu að svo stöddu og sagðist vilja lesa kæruna fyrst. Forstjóri Umhverfisstofnunar segir leyfi til að fara út í eyjuna fyrst og fremst veitt í vísindaskyni. Ágúst hafi ekki haft slíkt leyfi. @agusthall Fyrstur í heiminum til að róa á kayak út í Surtsey. Surtsey varð til í eldgosi árið 1963. I Wanna Be Adored - The Stone Roses „Surtsey er svona lifandi rannsóknarstofa, þar sem við erum að fylgjast með hvernig lífverur nema land í eyjunni. Þetta var ákveðið strax við friðlýsingu Surtseyjar,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar. „Markmiðið er sem sagt að fylgjast með því, án utanaðkomandi truflana. Þess vegna er búnaður meðal annars hreinsaður áður en farið er í land í eyjunni.“ Lögregla ákveði næstu skref Að fara út í eyjuna án leyfis geti verið refsivert. „Það getur verið sektir eða fangelsi. Það er auðvitað bara lögreglustjórans í Vestmannaeyjum að meta hvað er viðeigandi viðbrögð í þessu máli.“ Friðlýsingarskilmálar Surtseyjar séu strangari en gengur og gerist, vegna sérstöðu hennar. „Fólk er almennt velkomið á friðlýst svæði, sem eru fjölbreytt og skemmtileg. Þannig að þetta er óvenjulega strangt.“ Sigrún er með einföld skilaboð til þeirra sem gætu látið sér detta í hug að leika Surtseyjarförina eftir. „Bara bera virðingu fyrir þessari eyju, eins og oftast er gert.“
Surtsey Lögreglumál Umhverfismál Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira