Kuba borinn út og ÖBÍ undirbýr skaðabótamál Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. ágúst 2023 16:42 Jakubs Polkowski, jafnan kallaður Kuba, á heimili sínu í Keflavík. vísir Jakub Polkowski, 23 ára gamall öryrki í Reykjanesbæ, var í síðustu viku borinn út úr húsi sínu ásamt fjölskyldu af sýslumanninum á Suðurnesjum. Jakub og fjölskylda hans fluttu í félagslegt húsnæði á vegum sveitarfélagsins. Lögmaður Öryrkjabandalags Íslands kannar nú skaðabótarétt fjölskyldunnar vegna vinnubragða sýslumanns sem seldi húsið á nauðungaruppboði á þrjár milljónir króna. Greint var frá málinu í lok júní. Kom þá fram að húsið hafi verið metið á 57 milljónir en selt á þrjár milljónir á nauðungaruppboði vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Jakub sagðist þá ekki hafa vitað að hann stæði í skuld vegna þeirra gjalda. Svo fór að útburðinum var frestað um rúman mánuð. Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar staðfestir í samtali við fréttastofu að útburðurinn hafi gengið í gegn 3. ágúst síðastliðinn. Friðjón Einarsson.Aðsend „Þá fóru þau í íbúð á okkar vegum. Þegar útburðinn átti að fara fram höfðu þau sofið eina nótt hjá okkur. Þetta er afgreitt. Við höfum verið í miklum samskiptum við fjölskylduna en það gekk ekkert til baka með húsið,“ segir Friðjón. Gerðar voru tilraunir til að kaupa húsið af kaupandanum, útgerðarmanni á Suðurnesjum, en án árangurs. „Eigandinn kaupir húsið og er í fullum rétti. Nú er bara spurningin hvort sýslumaður sé bótaskyldur,“ bætir Friðjón við. Höfðu nokkrir einstaklingar samband við Friðjón og buðu fram nokkrar milljónir til þess að koma húsinu aftur í hendur fjölskyldunnar. Sjá einnig: Nokkrir boðið fram milljónir til að færa fjölskyldunni húsið aftur Algjör óhæfa Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður ÖBÍ réttindasamtaka segir að mál Jakubs verði tekið fyir hjá stjórn bandalagsins í næstu viku. „Við erum að skoða þetta með okkar lögmönnum. Við erum líka að óska eftir samtali við dómsmáláðherra vegna þess að ef þetta er það sem lögin bjóða upp á þá verður að lagfæra það. Það verður að koma í veg fyrir að svona geti gerst,“ segir Þuríður Harpa í samtali við fréttastofu. Þuríður Harpa Sigurðardóttir.Vísir/Vilhelm „Þetta er auðvitað algjör óhæfa. Það gengur ekki að þeir sem geta ekki borið hönd yfir höfuð sér séu ekki varðir af lögunum gegn svona löguðu. Þetta er misneyting á valdi.“ Ásdís Ármannsdóttir, sýslumaður á Suðurnesjum, ræddi útburðinn í samtali við Vísi eftir að nauðungarsalan var gerð. Þá sagði hún málið ekki jafn einfalt og það hafi virst. Ekkert annað hafi verið í stöðunni en að framfylgja lögum. Nauðungarsala sýslumanns í Reykjanesbæ Reykjanesbær Stjórnsýsla Húsnæðismál Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Útgerðarmaðurinn hyggst ekki draga kaupin til baka Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segist óska þess að sýslumaður hefði upplýst sig um stöðu ungs manns sem borinn verður út úr skuldlausi húsi sínu á föstudag. Útgerðarmaður sem keypti húsið á þrjár milljónir á nauðungaruppboði ætlar ekki að endurskoða kaupin. 28. júní 2023 20:12 Ofbýður umræðan um bróður sinn: „Mynduð þið gefa lífið ykkar fyrir eitt hús?“ Bróðir hins 23 ára gamla Jakubs Polkowski sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á nauðungaruppboði segir erfitt að fylgjast með umræðunni um bróður sinn sem hafi ungur þurft að þola mikla erfiðleika í kjölfar læknamistaka. 28. júní 2023 22:10 „Þessi fjölskylda er búin að fá mörg, mörg, mörg tækifæri“ Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segir mál ungs fatlaðs manns sem bera á út úr húsi sínu eftir að það var selt á nauðungarsölu, fjölskylduharmleik. Þingmenn sem gagnrýnt hefðu vinnubrögð sýslumanns harðlega, ættu að líta sér nær. 28. júní 2023 12:43 „Mér er bara svo misboðið“ Þingmenn og fleiri eru afar ósátt með að bera eigi ungan öryrkja í Keflavík úr einbýlishúsi sínu næstkomandi föstudag vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum er harðlega gagnrýndur fyrir sinn hlut í málinu. 28. júní 2023 10:05 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Greint var frá málinu í lok júní. Kom þá fram að húsið hafi verið metið á 57 milljónir en selt á þrjár milljónir á nauðungaruppboði vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Jakub sagðist þá ekki hafa vitað að hann stæði í skuld vegna þeirra gjalda. Svo fór að útburðinum var frestað um rúman mánuð. Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar staðfestir í samtali við fréttastofu að útburðurinn hafi gengið í gegn 3. ágúst síðastliðinn. Friðjón Einarsson.Aðsend „Þá fóru þau í íbúð á okkar vegum. Þegar útburðinn átti að fara fram höfðu þau sofið eina nótt hjá okkur. Þetta er afgreitt. Við höfum verið í miklum samskiptum við fjölskylduna en það gekk ekkert til baka með húsið,“ segir Friðjón. Gerðar voru tilraunir til að kaupa húsið af kaupandanum, útgerðarmanni á Suðurnesjum, en án árangurs. „Eigandinn kaupir húsið og er í fullum rétti. Nú er bara spurningin hvort sýslumaður sé bótaskyldur,“ bætir Friðjón við. Höfðu nokkrir einstaklingar samband við Friðjón og buðu fram nokkrar milljónir til þess að koma húsinu aftur í hendur fjölskyldunnar. Sjá einnig: Nokkrir boðið fram milljónir til að færa fjölskyldunni húsið aftur Algjör óhæfa Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður ÖBÍ réttindasamtaka segir að mál Jakubs verði tekið fyir hjá stjórn bandalagsins í næstu viku. „Við erum að skoða þetta með okkar lögmönnum. Við erum líka að óska eftir samtali við dómsmáláðherra vegna þess að ef þetta er það sem lögin bjóða upp á þá verður að lagfæra það. Það verður að koma í veg fyrir að svona geti gerst,“ segir Þuríður Harpa í samtali við fréttastofu. Þuríður Harpa Sigurðardóttir.Vísir/Vilhelm „Þetta er auðvitað algjör óhæfa. Það gengur ekki að þeir sem geta ekki borið hönd yfir höfuð sér séu ekki varðir af lögunum gegn svona löguðu. Þetta er misneyting á valdi.“ Ásdís Ármannsdóttir, sýslumaður á Suðurnesjum, ræddi útburðinn í samtali við Vísi eftir að nauðungarsalan var gerð. Þá sagði hún málið ekki jafn einfalt og það hafi virst. Ekkert annað hafi verið í stöðunni en að framfylgja lögum.
Nauðungarsala sýslumanns í Reykjanesbæ Reykjanesbær Stjórnsýsla Húsnæðismál Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Útgerðarmaðurinn hyggst ekki draga kaupin til baka Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segist óska þess að sýslumaður hefði upplýst sig um stöðu ungs manns sem borinn verður út úr skuldlausi húsi sínu á föstudag. Útgerðarmaður sem keypti húsið á þrjár milljónir á nauðungaruppboði ætlar ekki að endurskoða kaupin. 28. júní 2023 20:12 Ofbýður umræðan um bróður sinn: „Mynduð þið gefa lífið ykkar fyrir eitt hús?“ Bróðir hins 23 ára gamla Jakubs Polkowski sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á nauðungaruppboði segir erfitt að fylgjast með umræðunni um bróður sinn sem hafi ungur þurft að þola mikla erfiðleika í kjölfar læknamistaka. 28. júní 2023 22:10 „Þessi fjölskylda er búin að fá mörg, mörg, mörg tækifæri“ Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segir mál ungs fatlaðs manns sem bera á út úr húsi sínu eftir að það var selt á nauðungarsölu, fjölskylduharmleik. Þingmenn sem gagnrýnt hefðu vinnubrögð sýslumanns harðlega, ættu að líta sér nær. 28. júní 2023 12:43 „Mér er bara svo misboðið“ Þingmenn og fleiri eru afar ósátt með að bera eigi ungan öryrkja í Keflavík úr einbýlishúsi sínu næstkomandi föstudag vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum er harðlega gagnrýndur fyrir sinn hlut í málinu. 28. júní 2023 10:05 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Útgerðarmaðurinn hyggst ekki draga kaupin til baka Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segist óska þess að sýslumaður hefði upplýst sig um stöðu ungs manns sem borinn verður út úr skuldlausi húsi sínu á föstudag. Útgerðarmaður sem keypti húsið á þrjár milljónir á nauðungaruppboði ætlar ekki að endurskoða kaupin. 28. júní 2023 20:12
Ofbýður umræðan um bróður sinn: „Mynduð þið gefa lífið ykkar fyrir eitt hús?“ Bróðir hins 23 ára gamla Jakubs Polkowski sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á nauðungaruppboði segir erfitt að fylgjast með umræðunni um bróður sinn sem hafi ungur þurft að þola mikla erfiðleika í kjölfar læknamistaka. 28. júní 2023 22:10
„Þessi fjölskylda er búin að fá mörg, mörg, mörg tækifæri“ Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segir mál ungs fatlaðs manns sem bera á út úr húsi sínu eftir að það var selt á nauðungarsölu, fjölskylduharmleik. Þingmenn sem gagnrýnt hefðu vinnubrögð sýslumanns harðlega, ættu að líta sér nær. 28. júní 2023 12:43
„Mér er bara svo misboðið“ Þingmenn og fleiri eru afar ósátt með að bera eigi ungan öryrkja í Keflavík úr einbýlishúsi sínu næstkomandi föstudag vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum er harðlega gagnrýndur fyrir sinn hlut í málinu. 28. júní 2023 10:05