Tíminn á flugvöllum orðinn jafn langur og ferðalagið Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. ágúst 2023 17:59 Eva Rún og Ásta systir hennar brosa í gegnum tárin eftir vægast sagt hvimleitt ferðalag heim sem er enn ekki lokið. aðsend Flugi Evu Rúnar Guðmundsdóttir frá Amsterdam til Íslands, sem átti að vera komin til Íslands með flugi Icelandair á sunnudag, hefur verið aflýst. Hún vissi ekki hvort hún ætti að hlæja eða gráta þegar ástæða aflýsingarinnar var gefin upp. Greint var frá máli þriggja íslenskra kvenna, systra og móður þeirra, fyrr í dag. Kom þá fram að þær hafi átt að koma heim frá Osló á sunnudagskvöld en höfðu síðan beðið í fjórtán klukkustundir á flugvelli. Tíu farþegar, Eva Rún þar á meðal, voru settir í flug frá Osló til Amsterdam með SAS í dag. Þaðan áttu þeir að fljúga til Keflavíkur síðdegis en því flugi var aflýst á fimmta tímanum. „Nú er ég bara að bíða eftir rútu til að komast á hótel í þriðja sinn,“ segir Eva. „Ég var úti í Noregi í þrjár nætur. Ég er búin að vera í þessu ævintýri í jafn langan tíma.“ Eva fékk tilkynningu um að fluginu hafi verið aflýst síðdegis. „Mér var gefin sú ástæða að það hefði fugl flogið inn í annan hreyfilinn á leiðinni hingað. Svo heyrði ég annars staðar að þetta væri vélarbilun. Ég vissi ekki hvort ég ætti að hlægja eða brjálast þegar ég heyrði þetta með fuglinn.“ Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Icelandair staðfestir við fréttastofu að fugl hafi flogið á hreyfilinn við lendingu í Amsterdam og því hafi fluginu verið aflýst. Hann biður farþega afsökunar vegna upplýsingagjafar. „Þetta er mjög óheppilegt og auðvitað erfiðar aðstæður fyrir farþega,“ segir Guðni. Meiriháttar tap Eva Rún viðurkennir að heilsan hafi verið betri. „Ég var búin að gera plön, ég á þrjú börn og maðurinn minn þarf að komast í vinnuna. Ég hef eiginlega ekki fengið neinn svefn, þetta var svo stuttur tími á hinum hótelunum. Ég er fullkomlega á síðustu dropunum.“ Evu var úthlutað annað flug í eftirmiðdaginn á morgun frá Amsterdam. Fulltrúi Icelandair hafði samband við Evu hálftíma áður en fluginu var aflýst. „Hún sagði að við ættum rétt á einhverjum bótum, ég veit ekki hvort það séu þessar 400 evrur sem fólk talar um. En ég sagði líka að þetta er meiriháttar tap, vinnutap, andlegt og líkamlegt tap.“ Guðni upplýsingafulltrúi flugfélagsins segir að ástæðan fyrir því hve illa hafi gengið að koma farþegunum frá Osló til Íslands, sé röð óheppilegra atvika. Þá harmar hann að farþegar upplifi að upplýsingagjöf hafi verið bágborin. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.Mynd/Isavia „Við ætlum að skoða það og biðjumst afsökunar ef farþegar hafa ekki fengið nægar og góðar upplýsingar,“ segir Guðni. Ferðalög Fréttir af flugi Icelandair Íslendingar erlendis Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Sjá meira
Greint var frá máli þriggja íslenskra kvenna, systra og móður þeirra, fyrr í dag. Kom þá fram að þær hafi átt að koma heim frá Osló á sunnudagskvöld en höfðu síðan beðið í fjórtán klukkustundir á flugvelli. Tíu farþegar, Eva Rún þar á meðal, voru settir í flug frá Osló til Amsterdam með SAS í dag. Þaðan áttu þeir að fljúga til Keflavíkur síðdegis en því flugi var aflýst á fimmta tímanum. „Nú er ég bara að bíða eftir rútu til að komast á hótel í þriðja sinn,“ segir Eva. „Ég var úti í Noregi í þrjár nætur. Ég er búin að vera í þessu ævintýri í jafn langan tíma.“ Eva fékk tilkynningu um að fluginu hafi verið aflýst síðdegis. „Mér var gefin sú ástæða að það hefði fugl flogið inn í annan hreyfilinn á leiðinni hingað. Svo heyrði ég annars staðar að þetta væri vélarbilun. Ég vissi ekki hvort ég ætti að hlægja eða brjálast þegar ég heyrði þetta með fuglinn.“ Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Icelandair staðfestir við fréttastofu að fugl hafi flogið á hreyfilinn við lendingu í Amsterdam og því hafi fluginu verið aflýst. Hann biður farþega afsökunar vegna upplýsingagjafar. „Þetta er mjög óheppilegt og auðvitað erfiðar aðstæður fyrir farþega,“ segir Guðni. Meiriháttar tap Eva Rún viðurkennir að heilsan hafi verið betri. „Ég var búin að gera plön, ég á þrjú börn og maðurinn minn þarf að komast í vinnuna. Ég hef eiginlega ekki fengið neinn svefn, þetta var svo stuttur tími á hinum hótelunum. Ég er fullkomlega á síðustu dropunum.“ Evu var úthlutað annað flug í eftirmiðdaginn á morgun frá Amsterdam. Fulltrúi Icelandair hafði samband við Evu hálftíma áður en fluginu var aflýst. „Hún sagði að við ættum rétt á einhverjum bótum, ég veit ekki hvort það séu þessar 400 evrur sem fólk talar um. En ég sagði líka að þetta er meiriháttar tap, vinnutap, andlegt og líkamlegt tap.“ Guðni upplýsingafulltrúi flugfélagsins segir að ástæðan fyrir því hve illa hafi gengið að koma farþegunum frá Osló til Íslands, sé röð óheppilegra atvika. Þá harmar hann að farþegar upplifi að upplýsingagjöf hafi verið bágborin. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.Mynd/Isavia „Við ætlum að skoða það og biðjumst afsökunar ef farþegar hafa ekki fengið nægar og góðar upplýsingar,“ segir Guðni.
Ferðalög Fréttir af flugi Icelandair Íslendingar erlendis Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Sjá meira