Rúmfatalagerinn verður JYSK Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. ágúst 2023 09:58 Rúmfatalagerinn mun heyra sögunni til frá og með lokum september. Rúmfatalagerinn verður JYSK frá og með lokum september. Nafnbreytingin er síðasta skrefið í viðamiklum breytingum síðustu ára með endurnýjun verslana og aukinni áherslu á þjónustu, gæði og upplifun viðskiptavina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rúmfatalagernum. Haft er eftir Birni Inga Vilhjálmssyni, framkvæmdastjóra Rúmfatalagersins, að með því að taka upp JYSK nafnið sé vegferð búðarinnar sem hún hefur verið í undanfarin ár styrkt enn frekar. „Fyrirtækið hefur breyst gríðarlega frá opnun árið 1987 og er í dag svo svo miklu, miklu meira en lager af rúmfötum. Það er deginum ljósara að nafnið endurspeglar ekki lengur það mikla og góða vöruúrval sem við bjóðum upp á og það liggja mikil tækifæri í að endurnýja vörumerkið okkar og byggja upp nýja ímynd af fyrirtækinu til framtíðar. Rúmfatalagerinn býður upp á mikið af fallegum vörum fyrir öll herbergi heimilisins og nafnbreytingin styður áherslur okkar á aðrar vörur en rúmföt,“ segir Björn Ingi. „Nafnbreytingin er vissulega stór áskorun og örugglega ekki óumdeild hjá einhverjum, en við teljum þetta vera rétt og jákvætt skref fyrir okkur og viðskiptavini okkar og tengslin við JYSK sem er leiðandi á heimsvísu verða ennþá sterkari.“ Látið af notkun nafnsins Sengetøjslager annars staðar JYSK var stofnað árið 1979 sem lágvöruverðsverslun undir nafninu JYSK Sengetøjslager og Rúmfatalagerinn hóf starfsemi hér á landi árið 1987 í samstarfi við JYSK. Allt frá stofnun hefur félagið verið í nánu samstarfi við JYSK í Danmörku sem hefur vaxið í að verða alþjóðleg verslanakeðja sem rekur yfir 3.200 verslanir í 50 löndum víðsvegar um heiminn. Á síðustu árum hefur JYSK látið af notkun nafnsins Sengetøjslager þar sem það er ekki lengur lýsandi fyrir starfsemina og er breytingin á Íslandi loka skrefið í því ferli, að því er segir í tilkynningunni. „Þær breytingar sem við höfum staðið í á verslunum okkar á síðustu árum hafa fallið í mjög góðan jarðveg. Fyrir mér er þetta augljóst næsta skref í þróun Rúmfatalagersins. JYSK er einstakt fyrirtæki og samband okkar við JYSK gerir okkur kleift að bjóða viðskiptavinum okkar þau frábæru verð sem við getum boðið. Það er okkur mikill styrkur að vera partur af eins stórri keðju. Með þessu erum við að leggja lokahönd á að byggja upp nýja ímynd og leggja grunninn að fyrirtækjamenningu sem við höfum trú á að muni reynast fyrirtækinu og viðskiptavinum þess farsæl til framtíðar,“ segir Þórarinn Ólafsson, forstjóri Lagerinn Iceland, móðurfélags Rúmfatalagersins í tilkynningunni. Samhliða nafnbreytingunni úr Rúmfatalagerinn í JYSK, verður verslun fyrirtækisins á Smáratorgi opnuð í nýrri mynd. Með því hafa fjórar af sjö verslunum félagsins verið endurnýjaðar og verður þeim sem eftir standa breytt á næstu misserum. Verslun Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rúmfatalagernum. Haft er eftir Birni Inga Vilhjálmssyni, framkvæmdastjóra Rúmfatalagersins, að með því að taka upp JYSK nafnið sé vegferð búðarinnar sem hún hefur verið í undanfarin ár styrkt enn frekar. „Fyrirtækið hefur breyst gríðarlega frá opnun árið 1987 og er í dag svo svo miklu, miklu meira en lager af rúmfötum. Það er deginum ljósara að nafnið endurspeglar ekki lengur það mikla og góða vöruúrval sem við bjóðum upp á og það liggja mikil tækifæri í að endurnýja vörumerkið okkar og byggja upp nýja ímynd af fyrirtækinu til framtíðar. Rúmfatalagerinn býður upp á mikið af fallegum vörum fyrir öll herbergi heimilisins og nafnbreytingin styður áherslur okkar á aðrar vörur en rúmföt,“ segir Björn Ingi. „Nafnbreytingin er vissulega stór áskorun og örugglega ekki óumdeild hjá einhverjum, en við teljum þetta vera rétt og jákvætt skref fyrir okkur og viðskiptavini okkar og tengslin við JYSK sem er leiðandi á heimsvísu verða ennþá sterkari.“ Látið af notkun nafnsins Sengetøjslager annars staðar JYSK var stofnað árið 1979 sem lágvöruverðsverslun undir nafninu JYSK Sengetøjslager og Rúmfatalagerinn hóf starfsemi hér á landi árið 1987 í samstarfi við JYSK. Allt frá stofnun hefur félagið verið í nánu samstarfi við JYSK í Danmörku sem hefur vaxið í að verða alþjóðleg verslanakeðja sem rekur yfir 3.200 verslanir í 50 löndum víðsvegar um heiminn. Á síðustu árum hefur JYSK látið af notkun nafnsins Sengetøjslager þar sem það er ekki lengur lýsandi fyrir starfsemina og er breytingin á Íslandi loka skrefið í því ferli, að því er segir í tilkynningunni. „Þær breytingar sem við höfum staðið í á verslunum okkar á síðustu árum hafa fallið í mjög góðan jarðveg. Fyrir mér er þetta augljóst næsta skref í þróun Rúmfatalagersins. JYSK er einstakt fyrirtæki og samband okkar við JYSK gerir okkur kleift að bjóða viðskiptavinum okkar þau frábæru verð sem við getum boðið. Það er okkur mikill styrkur að vera partur af eins stórri keðju. Með þessu erum við að leggja lokahönd á að byggja upp nýja ímynd og leggja grunninn að fyrirtækjamenningu sem við höfum trú á að muni reynast fyrirtækinu og viðskiptavinum þess farsæl til framtíðar,“ segir Þórarinn Ólafsson, forstjóri Lagerinn Iceland, móðurfélags Rúmfatalagersins í tilkynningunni. Samhliða nafnbreytingunni úr Rúmfatalagerinn í JYSK, verður verslun fyrirtækisins á Smáratorgi opnuð í nýrri mynd. Með því hafa fjórar af sjö verslunum félagsins verið endurnýjaðar og verður þeim sem eftir standa breytt á næstu misserum.
Verslun Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Sjá meira