Gengu upp á fjall á versta tíma í gær Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. ágúst 2023 11:40 Borgarbúar urðu flestir varir við eldingaveðrið í gær, enda voru þær ansi stórar líkt og þessi aðsenda mynd ber með sér sem tekin var í Grafarholti í Reykjavík í gær. Mikael Máni Snorrason Tveir fjallgöngugarpar sem héldu af stað í göngu upp á Reykjaborg við Mosfellsbæ í blíðskaparverðri síðdegis í gær urðu að koma sér niður með snarhasti vegna mikils eldingaveðurs sem gerði skyndilega vart við sig í næsta nágrenni. „Við skoðuðum veðurspána áður en við lögðum af stað og litum til himins. Þá var auðvitað bara heiðskýrt og sól,“ segir Thelma Rún van Erven sem gekk upp á fjall ásamt vinkonu sinni Bergnýju Ármannsdóttur í gær. Eins og Vísir greindi frá í gær barst veðrið innan úr landi með norðanátt til höfuðborgarsvæðisins. Veðurfræðingur sagðist mælast til þess að fólk haldi sig innandyra í slíku veðri. Þær Thelma og Bergný voru á svipuðum slóðum og eldingin sem fönguð var á myndinni í fréttinni hér fyrir neðan. Bongó blíða þegar þær lögðu af stað „Við göngum inn Húsadal við Mosfellsbæ um hálf fjögur leytið. Þá var veðrið fínt en þegar við komum innar í dalinn þá förum við að heyra drunur. Við hugsuðum báðar hvort þetta væru þrumur en hugsuðum með okkur að það gæti ekki verið. Það væru svo sjaldan þrumur á Íslandi!“ Þær hafi þá tekið eftir því að það hafi verið orðið ansi þungskýjað yfir Móskarðshnjúkum. Fyrir ofan þær hafi hinsvegar verið heiðskýrt og þær komnar hálfa leið og því ákveðið að klára gönguna. „Þegar við komum ofar þá heyrum við þetta alltaf koma nær. Svo þegar við erum akkúrat að toppa þá er eins og himin og jörð séu að farast. Ég hef aldrei heyrt svona háar þrumur. Okkur brá sjúklega mikið og það var nokkuð ljóst að það var kominn tími á að koma sér niður.“ Þær Thelma Rún og Bergný voru fljótar að koma sér niður þegar þær gerðu sér grein fyrir því að skollið væri á eldingaveður. Ekkert annað hafi verið í kring, enda mikill berangur uppi á Reykjaborg og þær vinkonur því líklega verið hæsti punkturinn á svæðinu, sem eldingar leita í. „Þannig að við löbbuðum svo bara rösklega niður og þá fór að hellirigna. En um leið og við vorum komnar aðeins neðar þá urðum við aðeins rólegri. Svo þegar við erum komnar í bílinn þá opnum við símann og sjáum fréttirnar af því fólk er beðið um að bíða með fjallgöngur og svakalega mynd af eldingu sem var bara þarna rétt fyrir aftan Reykjalund og við vorum einmitt sirka þar.“ Thelma segir veðrið svo hafa gengið yfir á örskömmum tíma. Þær vinkonur hafi farið í sund í Mosfellsbæ að göngu lokinni og þá var sólin mætt aftur á svæðið. Sól og blíða í upphafi ferðar, rétt áður en svört ský mættu. Thelma og Bergný segja skýin hafa verið fljót að fylla himininn. Veður Fjallamennska Mosfellsbær Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Fleiri fréttir Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Sjá meira
„Við skoðuðum veðurspána áður en við lögðum af stað og litum til himins. Þá var auðvitað bara heiðskýrt og sól,“ segir Thelma Rún van Erven sem gekk upp á fjall ásamt vinkonu sinni Bergnýju Ármannsdóttur í gær. Eins og Vísir greindi frá í gær barst veðrið innan úr landi með norðanátt til höfuðborgarsvæðisins. Veðurfræðingur sagðist mælast til þess að fólk haldi sig innandyra í slíku veðri. Þær Thelma og Bergný voru á svipuðum slóðum og eldingin sem fönguð var á myndinni í fréttinni hér fyrir neðan. Bongó blíða þegar þær lögðu af stað „Við göngum inn Húsadal við Mosfellsbæ um hálf fjögur leytið. Þá var veðrið fínt en þegar við komum innar í dalinn þá förum við að heyra drunur. Við hugsuðum báðar hvort þetta væru þrumur en hugsuðum með okkur að það gæti ekki verið. Það væru svo sjaldan þrumur á Íslandi!“ Þær hafi þá tekið eftir því að það hafi verið orðið ansi þungskýjað yfir Móskarðshnjúkum. Fyrir ofan þær hafi hinsvegar verið heiðskýrt og þær komnar hálfa leið og því ákveðið að klára gönguna. „Þegar við komum ofar þá heyrum við þetta alltaf koma nær. Svo þegar við erum akkúrat að toppa þá er eins og himin og jörð séu að farast. Ég hef aldrei heyrt svona háar þrumur. Okkur brá sjúklega mikið og það var nokkuð ljóst að það var kominn tími á að koma sér niður.“ Þær Thelma Rún og Bergný voru fljótar að koma sér niður þegar þær gerðu sér grein fyrir því að skollið væri á eldingaveður. Ekkert annað hafi verið í kring, enda mikill berangur uppi á Reykjaborg og þær vinkonur því líklega verið hæsti punkturinn á svæðinu, sem eldingar leita í. „Þannig að við löbbuðum svo bara rösklega niður og þá fór að hellirigna. En um leið og við vorum komnar aðeins neðar þá urðum við aðeins rólegri. Svo þegar við erum komnar í bílinn þá opnum við símann og sjáum fréttirnar af því fólk er beðið um að bíða með fjallgöngur og svakalega mynd af eldingu sem var bara þarna rétt fyrir aftan Reykjalund og við vorum einmitt sirka þar.“ Thelma segir veðrið svo hafa gengið yfir á örskömmum tíma. Þær vinkonur hafi farið í sund í Mosfellsbæ að göngu lokinni og þá var sólin mætt aftur á svæðið. Sól og blíða í upphafi ferðar, rétt áður en svört ský mættu. Thelma og Bergný segja skýin hafa verið fljót að fylla himininn.
Veður Fjallamennska Mosfellsbær Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Fleiri fréttir Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Sjá meira