Botnar ekkert í háværum orðrómi um að Fiskidagurinn snúi ekki aftur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. ágúst 2023 12:04 Júlíus Júlíusson er framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla á Dalvík. Orðrómur um að Fiskidagurinn mikli á Dalvík í ár verði sá síðasti er óskiljanlegur, að sögn framkvæmdastjóra hátíðarinnar. Hann hefur ekki hugmynd um hvaðan hann kom og segist spenntur að geta loksins haldið upp á tuttugu ára afmæli hátíðarinnar, tuttugu og þremur árum eftir stofnun hennar. Fréttastofu barst ábending þess efnis að hávær orðrómur gengi nú um Dalvík, um að Fiskidagurinn mikli í ár yrði sá síðasti. Hátíðin er fer fram dagana 11. til 13. ágúst. Framkvæmdastjórinn botnar ekkert í sögusögnum um að hátíðin verði ekki haldin aftur að ári. „Þetta hefur sannarlega verið hávært og við sem sitjum við borð framkvæmdanefndar lítum á hvorn annan og bara „Hvaðan kemur þetta og af hverju?““ segir Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiskidagsins. Aldrei hafi komið til umræðu að hátíðin í ár yrði sú síðasta. „Og við erum búin að hitta marga sem segja „Ég ætla að koma, þetta er nú síðasta skiptið.“ En ekki vissi ég það.“ Hátíðin fagnar nú 20 ára afmæli, þrátt fyrir að hafa verið haldin fyrst fyrir 23 árum. Næstu þrjú ár var hún slegin af vegna kórónuveirufaraldursins. „Þannig að núna erum við loksins að halda upp á 20 ára afmælið. Og það er gaman að geta loksins farið af stað aftur.“ Renna blint í sjóinn með fjöldann Von er á fjölda fólks til Dalvíkur, og einhverjir spenntir gestir þegar mættir. „Það er alltaf rosalega erfitt fyrir okkur, þar sem við seljum enga miða eða neitt, að nefna. En við gerum bara ráð fyrir þessu meðaltali sem hefur verið, um þrjátíu þúsund manns. Það er bara þannig.“ Dagskrána á stóra sviðinu má sjá að neðan en auk þess má finna dagskrá á hátíðarsvæðinu og í bænum. Dagskrá Fiskidagsins 2023 11:00 – Setning: framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla11:05 – Fiskidagslagið: Matti og Friðrik Ómar & dans11:10 – Litla Fiskidagsmessan: séra Erla Björk Jónsdóttir11:20 – Tónlistarskólinn á Tröllaskaga: framtíðarstjörnur11:45 – Dregið í ratleik Fiskidagsins mikla. Vertu á staðnum!12:00 – Fiskidagslagið: Matti og Friðrik Ómar & dans12:05 – Vinir okkar úr Latabæ: afmælisstuð12:35 – Snævar og Erla12:50 – Hljómsveitin Skandall13:10 – Sæborg rokkar.13:25 - Hlynur Snær og dætur: Fiskidagslagið ´23 og fl.13:45 – Heiðrun: Svanfríður Jónasdóttir14:15 - Ræðumaður dagsins: Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands14:25 – Teigabandið de luxe: Syngjum og dönsum með14:55 – Fiskidagslagið: Matti og Friðrik Ómar & dans15:05 - Okkar maður, Friðrik Ómar, ásamt gestum15:25 - Tómið: Þröstur, Þorsteinn og félagar15:40 - Salka Kvennakór: geislandi Sölkur16:00 – Þjóðalagabandið Klisja16:20 –Fiskidagsvinirnir frá Sunny Kef. Sunnuhvoll - Keflavík16:50 – Fiskidagslagið: Matti og Friðrik Ómar & dans16.55 – Lokaorð17:00 – Fiskideginum mikla 2023 slitið Mögulega geti gestirnir þó orðið enn fleiri, þar sem hátíðin hefur ekki farið fram síðan 2019. „Og kannski út af þessari skrýtnu umræðu um að þetta sé síðasta skiptið, og það allt saman. Jú, jú, við eigum alveg von á því, en svo kemur þetta bara í ljós,“ segir Júlíus að lokum. Fiskidagstónleikarnir fara svo fram að kvöldi Fiskidagsins á hafnarsvæðinu klukkan 21:45 og svo flugeldasýning rétt áður en klukkan slær miðnætti. Fiskidagurinn mikli Dalvíkurbyggð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira
Fréttastofu barst ábending þess efnis að hávær orðrómur gengi nú um Dalvík, um að Fiskidagurinn mikli í ár yrði sá síðasti. Hátíðin er fer fram dagana 11. til 13. ágúst. Framkvæmdastjórinn botnar ekkert í sögusögnum um að hátíðin verði ekki haldin aftur að ári. „Þetta hefur sannarlega verið hávært og við sem sitjum við borð framkvæmdanefndar lítum á hvorn annan og bara „Hvaðan kemur þetta og af hverju?““ segir Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiskidagsins. Aldrei hafi komið til umræðu að hátíðin í ár yrði sú síðasta. „Og við erum búin að hitta marga sem segja „Ég ætla að koma, þetta er nú síðasta skiptið.“ En ekki vissi ég það.“ Hátíðin fagnar nú 20 ára afmæli, þrátt fyrir að hafa verið haldin fyrst fyrir 23 árum. Næstu þrjú ár var hún slegin af vegna kórónuveirufaraldursins. „Þannig að núna erum við loksins að halda upp á 20 ára afmælið. Og það er gaman að geta loksins farið af stað aftur.“ Renna blint í sjóinn með fjöldann Von er á fjölda fólks til Dalvíkur, og einhverjir spenntir gestir þegar mættir. „Það er alltaf rosalega erfitt fyrir okkur, þar sem við seljum enga miða eða neitt, að nefna. En við gerum bara ráð fyrir þessu meðaltali sem hefur verið, um þrjátíu þúsund manns. Það er bara þannig.“ Dagskrána á stóra sviðinu má sjá að neðan en auk þess má finna dagskrá á hátíðarsvæðinu og í bænum. Dagskrá Fiskidagsins 2023 11:00 – Setning: framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla11:05 – Fiskidagslagið: Matti og Friðrik Ómar & dans11:10 – Litla Fiskidagsmessan: séra Erla Björk Jónsdóttir11:20 – Tónlistarskólinn á Tröllaskaga: framtíðarstjörnur11:45 – Dregið í ratleik Fiskidagsins mikla. Vertu á staðnum!12:00 – Fiskidagslagið: Matti og Friðrik Ómar & dans12:05 – Vinir okkar úr Latabæ: afmælisstuð12:35 – Snævar og Erla12:50 – Hljómsveitin Skandall13:10 – Sæborg rokkar.13:25 - Hlynur Snær og dætur: Fiskidagslagið ´23 og fl.13:45 – Heiðrun: Svanfríður Jónasdóttir14:15 - Ræðumaður dagsins: Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands14:25 – Teigabandið de luxe: Syngjum og dönsum með14:55 – Fiskidagslagið: Matti og Friðrik Ómar & dans15:05 - Okkar maður, Friðrik Ómar, ásamt gestum15:25 - Tómið: Þröstur, Þorsteinn og félagar15:40 - Salka Kvennakór: geislandi Sölkur16:00 – Þjóðalagabandið Klisja16:20 –Fiskidagsvinirnir frá Sunny Kef. Sunnuhvoll - Keflavík16:50 – Fiskidagslagið: Matti og Friðrik Ómar & dans16.55 – Lokaorð17:00 – Fiskideginum mikla 2023 slitið Mögulega geti gestirnir þó orðið enn fleiri, þar sem hátíðin hefur ekki farið fram síðan 2019. „Og kannski út af þessari skrýtnu umræðu um að þetta sé síðasta skiptið, og það allt saman. Jú, jú, við eigum alveg von á því, en svo kemur þetta bara í ljós,“ segir Júlíus að lokum. Fiskidagstónleikarnir fara svo fram að kvöldi Fiskidagsins á hafnarsvæðinu klukkan 21:45 og svo flugeldasýning rétt áður en klukkan slær miðnætti.
Dagskrá Fiskidagsins 2023 11:00 – Setning: framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla11:05 – Fiskidagslagið: Matti og Friðrik Ómar & dans11:10 – Litla Fiskidagsmessan: séra Erla Björk Jónsdóttir11:20 – Tónlistarskólinn á Tröllaskaga: framtíðarstjörnur11:45 – Dregið í ratleik Fiskidagsins mikla. Vertu á staðnum!12:00 – Fiskidagslagið: Matti og Friðrik Ómar & dans12:05 – Vinir okkar úr Latabæ: afmælisstuð12:35 – Snævar og Erla12:50 – Hljómsveitin Skandall13:10 – Sæborg rokkar.13:25 - Hlynur Snær og dætur: Fiskidagslagið ´23 og fl.13:45 – Heiðrun: Svanfríður Jónasdóttir14:15 - Ræðumaður dagsins: Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands14:25 – Teigabandið de luxe: Syngjum og dönsum með14:55 – Fiskidagslagið: Matti og Friðrik Ómar & dans15:05 - Okkar maður, Friðrik Ómar, ásamt gestum15:25 - Tómið: Þröstur, Þorsteinn og félagar15:40 - Salka Kvennakór: geislandi Sölkur16:00 – Þjóðalagabandið Klisja16:20 –Fiskidagsvinirnir frá Sunny Kef. Sunnuhvoll - Keflavík16:50 – Fiskidagslagið: Matti og Friðrik Ómar & dans16.55 – Lokaorð17:00 – Fiskideginum mikla 2023 slitið
Fiskidagurinn mikli Dalvíkurbyggð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira