Heyjar og heldur kindur í garði sínum í Seljahverfinu í Breiðholti Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. ágúst 2023 21:01 Ólafur R. Dýrmundsson heldur kindur í garðinum sínum í Breiðholti. einar árnason Næst hittum við síðasta bóndann í dalnum, eða svona hér um bil. Hann heldur kindur í garðinum sínum í Breiðholti og er síðasti bóndinn vestan Elliðaáa. Við fórum í heimsókn til kappans sem talar fyrir því að viðhalda örbúskap í þéttbýli. Ólíkt mörgum bændum er Ólafur R. Dýrmundsson, borgarbarn. Hann er 79 ára, ólst upp í Reykjavík og keypti sín fyrstu lömb einungis þrettán ára. Í dag heldur hann kindur við heimili sitt í Seljahverfinu í Breiðholti. Þegar fréttastofu bar að garði voru kindurnar í afrétt þar sem þær bíta fram að hausti og nýtir Ólafur þá tímann til að rækta matjurtir og lífrænar kartöflur, já og heyja í borg óttans. „Það er voða ánægjulegt ef maður nær því svona, það er þurrt og gott og rosalega góð lykt af því. Hluti af þessu er að finna lyktina af heyinu,“ segir Ólafur og sýnir afraksturinn. Ólafur heyjar í garðinum sínum í Breiðholti. Stundum með orf og ljá.stöð 2 Átti að eyðileggja búskap í borg af ásettu ráði Ólafur er síðasti sauðfjárbóndinn í Reykjavík vestan Elliðaáa og talar fyrir því að fjárbúskapi sé haldið í borg enda tók hann virkan þátt í svokölluðu sauðfjárstríði sem hófst árið 1962 milli borgaryfirvalda og þeirra sem vildu halda kindur innan borgarmarkanna. „Það er eina stríðið sem ég hef tekið þátt í. Það var heilmikil barátta og átti að eyðileggja fjárbúskapinn hér af ásettu ráði. Ég fjalla töluvert um þetta í bók sem kemur út í haust.“ Kisa sem býr í hverfinu heimsækir Ólaf reglulega. Þeim er vel til vina. stöð 2 Hluti af okkar menningu Hann segir fjárbúskap í borg hluta af okkar menningu enda Reykjavík eina höfuðborgin í heiminum sem hefur fjárhúsahverfi og aðild að afrétti og lögskilarétti. „Þannig ég tel að við séum að viðhalda því þannig að við getum miðlað því til yngra fólks ef það vill halda áfram, en þá þurfum við líka að hafa aðstöðu til þess í borginni og ekki útrýma okkur.“ Nokkuð verra en að spila golf? Búskapurinn sé fyrst og fremst áhugamál. „Það má kannski segja að þetta sé ákveðinn lífsstíll, er það nokkuð verra en að leika golf eða eitthvað svoleiðis? Ég held ekki. Þegar ég er stundum að slá með orf og ljá, það kemur fyrir, þá segi ég stundum við konuna að nú sé eins og ég sé í golfi.“ Ólafur reynir að nýta allt sem fellur til, á myndinni sést ull af forystusuaðnum Hring sem nýtt verður í prjónaskap.stöð 2 Nágrannarnir sýni skilning Hann segist alltaf hafa verið heppinn með nágranna sem sýni búskapnum skilning. Börnin í næsta húsi komi reglulega yfir að kíkja á kindurnar og halda á nýfæddum lömbum. Ólafur reynir að nýta allt sem fellur til og ætlar eiginkona hans til að mynda að reyna að prjóna úr ull af forystusauðnum Hring. „Þetta er ullin af honum, hún er svo mjúk. Ull af forystufé er mýkri og fínni en ull af öðru fé.“ Tilfinningatengsl Kindunum er slátrað hjá Sláturfélagi Suðurlands og segist Ólafur yfirleitt taka kjötið heim, en ekki alltaf. „Það kemur fyrir hjá mér að ég vil ekki borða af fullorðnu kindunum.“ Hvað kemur þá til, eru það meiri tengsl? „Það eru tilfinningatengsl, það er eins og með gæludýr bara.“ Reykjavík Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Fleiri fréttir Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Sjá meira
Ólíkt mörgum bændum er Ólafur R. Dýrmundsson, borgarbarn. Hann er 79 ára, ólst upp í Reykjavík og keypti sín fyrstu lömb einungis þrettán ára. Í dag heldur hann kindur við heimili sitt í Seljahverfinu í Breiðholti. Þegar fréttastofu bar að garði voru kindurnar í afrétt þar sem þær bíta fram að hausti og nýtir Ólafur þá tímann til að rækta matjurtir og lífrænar kartöflur, já og heyja í borg óttans. „Það er voða ánægjulegt ef maður nær því svona, það er þurrt og gott og rosalega góð lykt af því. Hluti af þessu er að finna lyktina af heyinu,“ segir Ólafur og sýnir afraksturinn. Ólafur heyjar í garðinum sínum í Breiðholti. Stundum með orf og ljá.stöð 2 Átti að eyðileggja búskap í borg af ásettu ráði Ólafur er síðasti sauðfjárbóndinn í Reykjavík vestan Elliðaáa og talar fyrir því að fjárbúskapi sé haldið í borg enda tók hann virkan þátt í svokölluðu sauðfjárstríði sem hófst árið 1962 milli borgaryfirvalda og þeirra sem vildu halda kindur innan borgarmarkanna. „Það er eina stríðið sem ég hef tekið þátt í. Það var heilmikil barátta og átti að eyðileggja fjárbúskapinn hér af ásettu ráði. Ég fjalla töluvert um þetta í bók sem kemur út í haust.“ Kisa sem býr í hverfinu heimsækir Ólaf reglulega. Þeim er vel til vina. stöð 2 Hluti af okkar menningu Hann segir fjárbúskap í borg hluta af okkar menningu enda Reykjavík eina höfuðborgin í heiminum sem hefur fjárhúsahverfi og aðild að afrétti og lögskilarétti. „Þannig ég tel að við séum að viðhalda því þannig að við getum miðlað því til yngra fólks ef það vill halda áfram, en þá þurfum við líka að hafa aðstöðu til þess í borginni og ekki útrýma okkur.“ Nokkuð verra en að spila golf? Búskapurinn sé fyrst og fremst áhugamál. „Það má kannski segja að þetta sé ákveðinn lífsstíll, er það nokkuð verra en að leika golf eða eitthvað svoleiðis? Ég held ekki. Þegar ég er stundum að slá með orf og ljá, það kemur fyrir, þá segi ég stundum við konuna að nú sé eins og ég sé í golfi.“ Ólafur reynir að nýta allt sem fellur til, á myndinni sést ull af forystusuaðnum Hring sem nýtt verður í prjónaskap.stöð 2 Nágrannarnir sýni skilning Hann segist alltaf hafa verið heppinn með nágranna sem sýni búskapnum skilning. Börnin í næsta húsi komi reglulega yfir að kíkja á kindurnar og halda á nýfæddum lömbum. Ólafur reynir að nýta allt sem fellur til og ætlar eiginkona hans til að mynda að reyna að prjóna úr ull af forystusauðnum Hring. „Þetta er ullin af honum, hún er svo mjúk. Ull af forystufé er mýkri og fínni en ull af öðru fé.“ Tilfinningatengsl Kindunum er slátrað hjá Sláturfélagi Suðurlands og segist Ólafur yfirleitt taka kjötið heim, en ekki alltaf. „Það kemur fyrir hjá mér að ég vil ekki borða af fullorðnu kindunum.“ Hvað kemur þá til, eru það meiri tengsl? „Það eru tilfinningatengsl, það er eins og með gæludýr bara.“
Reykjavík Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Fleiri fréttir Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið