Sænsku stelpurnar tóku japönsku hraðlestina úr sambandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2023 09:28 Filippa Angeldal fagnar marki sínu með liðsfélögunum í sænska landsliðinu. Getty/Buda Mendes Svíþjóð er komið í undanúrslitin á HM kvenna í fótbolta eftir 2-1 sigur á Japan í átta liða úrslitum keppninnar í dag. Svíar mæta Spánverjum í undanúrslitaleiknum en Spánverjar slógu Holland út fyrr í nótt. Sænsku stelpurnar voru með mikla yfirburði fram eftir leik á móti bitlausu japönsku liði og þær komust sanngjarnt í 2-0. Japanska liðið gafst ekki upp og var nálægt því að koma leiknum í framlengingu undir lokin. Japönsku stelpurnar voru óþekkjanlegar langt inn i seinni hálfleikinn en á endanum sluppu Svíarnir með skrekkinn þegar japanska liðið var loksins komið í gang. Japanska liðið hafði verið á miklu skriði til þessa á heimsmeistaramótinu og var búið að vinna alla fjóra leiki sína með markatölunni 14-1. Sænska liðið hefur aftur á móti spilað frábæra vörn á þessu móti og það sýndu þær lengstum í þessum leik. Japanska liðið komst lítið sem ekkert áleiðis. Sænska liðið var með algjöra yfirburði í fyrri hálfleiknum þar sem Svíar voru nálægt því að bæta við mörkum. Eina mark hálfleiksins skoraði Amanda Ilestedt á 32. mínútu eftir stórsókn Svía þar sem Japanar komu boltanum ekki í burtu. Þetta var fjórða mark miðvarðarins á mótinu. Svía voru 63 prósent með boltann og áttu öll átta skot hálfleiksins. Kosovare Asllani var mjög nálægt því að bæta við marki en Ayaka Yamashita varði skot hennar í stöng. Annað mark Svía kom fljótlega í seinni hálfleiknum þegar sænska liðið fékk vítaspyrnu eftir að dómarinn fékk aðstoð frá myndbandadómurum. Fuka Nagano fékk boltann í höndina og víti var dæmt. Filippa Angeldal tók vítið og skoraði af miklu öryggi úr því. Sænsku stelpurnar því komnar 2-0 yfir og ekki búnar að fá á sig eitt einasta mark í síðustu þremur leikjum. Japanska liðið tók við sér eftir þetta og fór að ógna mun meira. Liðið fékk síðan vítaspyrnu á 74. mínútu þegar varamaðurinn Madelen Janogy braut af sér. Riko Ueki tók vítið en skaut í slána og niður. Boltinn fór ekki inn fyrir marklínuna og Zecira Musovic hélt áfram hreinu í sænska markinu. Það kom samt að því að múrinn gaf sig. Fyrirliðinn Magdalena Eriksson gerði mistök og lagði boltann fyrir Honoka Hayashi í teignum sem þakkaði fyrir sig og minnkaði muninn. 2-1 og enn tími fyrir Japan til að jafna metin. Hayashi var tiltölulega nýkomin inn á sem varamaður. Tíu mínútna uppbótatími gaf japanska liðinu vissulega nægan tíma til að ná þessu jöfnunarmarki. Það kom hins vegar ekki og Svíarnir eru komnir í undanúrslit keppninnar. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Sjá meira
Svíar mæta Spánverjum í undanúrslitaleiknum en Spánverjar slógu Holland út fyrr í nótt. Sænsku stelpurnar voru með mikla yfirburði fram eftir leik á móti bitlausu japönsku liði og þær komust sanngjarnt í 2-0. Japanska liðið gafst ekki upp og var nálægt því að koma leiknum í framlengingu undir lokin. Japönsku stelpurnar voru óþekkjanlegar langt inn i seinni hálfleikinn en á endanum sluppu Svíarnir með skrekkinn þegar japanska liðið var loksins komið í gang. Japanska liðið hafði verið á miklu skriði til þessa á heimsmeistaramótinu og var búið að vinna alla fjóra leiki sína með markatölunni 14-1. Sænska liðið hefur aftur á móti spilað frábæra vörn á þessu móti og það sýndu þær lengstum í þessum leik. Japanska liðið komst lítið sem ekkert áleiðis. Sænska liðið var með algjöra yfirburði í fyrri hálfleiknum þar sem Svíar voru nálægt því að bæta við mörkum. Eina mark hálfleiksins skoraði Amanda Ilestedt á 32. mínútu eftir stórsókn Svía þar sem Japanar komu boltanum ekki í burtu. Þetta var fjórða mark miðvarðarins á mótinu. Svía voru 63 prósent með boltann og áttu öll átta skot hálfleiksins. Kosovare Asllani var mjög nálægt því að bæta við marki en Ayaka Yamashita varði skot hennar í stöng. Annað mark Svía kom fljótlega í seinni hálfleiknum þegar sænska liðið fékk vítaspyrnu eftir að dómarinn fékk aðstoð frá myndbandadómurum. Fuka Nagano fékk boltann í höndina og víti var dæmt. Filippa Angeldal tók vítið og skoraði af miklu öryggi úr því. Sænsku stelpurnar því komnar 2-0 yfir og ekki búnar að fá á sig eitt einasta mark í síðustu þremur leikjum. Japanska liðið tók við sér eftir þetta og fór að ógna mun meira. Liðið fékk síðan vítaspyrnu á 74. mínútu þegar varamaðurinn Madelen Janogy braut af sér. Riko Ueki tók vítið en skaut í slána og niður. Boltinn fór ekki inn fyrir marklínuna og Zecira Musovic hélt áfram hreinu í sænska markinu. Það kom samt að því að múrinn gaf sig. Fyrirliðinn Magdalena Eriksson gerði mistök og lagði boltann fyrir Honoka Hayashi í teignum sem þakkaði fyrir sig og minnkaði muninn. 2-1 og enn tími fyrir Japan til að jafna metin. Hayashi var tiltölulega nýkomin inn á sem varamaður. Tíu mínútna uppbótatími gaf japanska liðinu vissulega nægan tíma til að ná þessu jöfnunarmarki. Það kom hins vegar ekki og Svíarnir eru komnir í undanúrslit keppninnar.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Sjá meira