Frelsi til að vera Ingvar P. Guðbjörnsson skrifar 11. ágúst 2023 17:01 Fljótlega eftir að ég kom út úr skápnum fyrir hartnær tveimur áratugum síðan fékk ég stundum spurningar þess eðlis hvernig ég gæti verið hinsegin og hægri maður. Þá upplifði ég að einhverjum aðilum finndist þetta ekki fara saman en fékk aldrei neinn botn í ástæður þess enda aldrei í vandræðum með svörin. Í mínum huga voru þeir sem þessar spurningar settu frem ekki nægilega vel upplýstir – ekki frekar en allt of margir almennt í gegnum áranna rás hafa ekki verið nægilega vel upplýstir þegar kemur að málefnum hinsegin fólks. Sem betur fer hefur allt þetta breyst og nokkuð hratt. Nú eru þeir sem hafa fordóma í miklu minnihluta. Ég er umburðarlindur í eðli mínu og kaus því alltaf að svara málefnalega og gefa fólki þann tíma sem það þurfti til að sjá samhengi hlutanna. Að hjóla ekki í manninn – heldur frekar að útskýra og reyna mitt til að fólk væri betur upplýst. Staðreyndin er sú að hinsegin fólk er allskonar þegar kemur að pólitískri sýn. Rétt eins og gagnkynhneigt fólk er allskonar. Og við eigum öll rétt á að vera allskonar. Ég hóf ungur þátttöku í stjórnmálum og hef alltaf verið mikill talsmaður frelsis. Var það áður en ég áttaði mig á því að ég væri samkynhneigður. Mín pólitíska mótun átti sér því stað löngu áður en ég kom út úr skápnum og það skemmtilega var að þegar það svo loks gerðist áttaði ég mig á því að þau mál sem ég hafði verið að berjast fyrir í minni pólitík studdu öll sérstaklega vel við þá baráttu sem hinsegin fólk hefur háð í rúmlega fjóra áratugi. Þar er einstaklingsfrelsið kjarninn. Enginn flokkur hefur í raun barist jafn mikið fyrir einstaklingsfrelsinu og sá flokkur sem ég hef stutt alla mína tíð. Ég er stoltur af því og stoltur af sögu flokksins þegar kemur að málefnum hinsegin fólks. Það er þó ekki þar með sagt að öll sagan sé enn skrifuð. Í dag eru a.m.k. tveir sveitarstjórnarmenn flokksins hinsegin. Flokkurinn hefur átt hinsegin aðstoðarmann ráðherra, hluti af starfsliði flokksins er og hefur verið hinsegin. Hinsegin fólk hefur valist í allskonar trúnaðarstörf innan flokksins. Það er ekki spurt að kynhneigð þegar fólk gefur kost á sér til starfa. Ég trúi því að einn daginn muni ég upplifa að flokkurinn eigi hinsegin þingmann, hinsegin ráðherra og að hinsegin einstaklingur veljist til æðstu forystustarfa í flokknum. Ég geri það þó ekki sem kröfu – enda snýst mín pólitík um að velja hverju sinni hæfustu einstaklingana til starfa og þar ræður kynhnegð ekki för. Ég bara veit að það eru engar slíkar hindranir og að þegar réttu einstaklingarnir ákveða að gefa kost á sér muni þeir njóta stuðnings út frá hæfileikum þeirra og skoðunum. Rétt eins og þeir hafa gert hingað til. Enda hvers vegna ætti hinsegin fólk ekki að geta valist til slíkra starfa í Sjálfstæðisflokknum þegar sagan er skoðuð? Sjálfstæðisflokkurinn átti fyrsta kvenþingmanninn, fyrsta kvenráðherrann, fyrsta kvenborgarstjórann. Konur í sveitarstjórnum á vegum Sjálfstæðisflokksins í dag eru fleiri samanlagt en heildar fjöldi kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum nokkurs annars stjórnmálaflokks. Fleiri konur skipa ráðherraembætti flokksins í dag en karlar. Jafnrétti og frelsi eru ein af aðalgildum flokksins. Þessi orð eru ekki sett á blað til að kasta rýrð á aðra stjórnmálaflokka og ég geri ekki lítið úr framlagi þeirra til baráttu hinsegin fólks. En það hefur blundað í mér í að verða tvo áratugi afhverju sumt fólk sér ekki fara saman að hinsegin fólk taki fullan þátt í störfum Sjálfstæðisflokksins og hvenær er betri tími til að vekja athygli á þessum málum en akkúrat í þeirri viku ársins þegar landsmenn fagna frelsinu, fagna fjölbreytileikanum, fagna umburðarlyndinu og mannkærleikanum? Ef allir stjórnmálaflokkar legðu jafnt í orði og á borði til frelsisbaráttunnar í landinu yrði Ísland ekki bara besta land í heimi – heldur langbesta land í heimi. Þar sem við lítum svo á að með því að gefa öllum færi á að blómstra í eigin skinni, að njóta hæfileika sinna og fulls einstaklings- og athafnafrelsis sköpum við besta samfélag sem völ er á og fáum það besta út úr hverjum og einum sem framlag til þess samfélags. Við höfum sýnt marg oft að við getum allt ef við tökum réttar ákvarðanir og rétt skref. Ef við stöndum saman. Barátta hinsegin fólks er ekki bara spurningin um að leyfa fólki eitthvað sem það á að hafa fullan rétt á með því einu að hafa fæðst og að vera til. Baráttan hefur ekki síður snúist um sýnileikann – að þora að vera. En á Íslandi á enginn að þurfa að þora að vera. Þar liggur lausnin í frelsinu. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi ytra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Fljótlega eftir að ég kom út úr skápnum fyrir hartnær tveimur áratugum síðan fékk ég stundum spurningar þess eðlis hvernig ég gæti verið hinsegin og hægri maður. Þá upplifði ég að einhverjum aðilum finndist þetta ekki fara saman en fékk aldrei neinn botn í ástæður þess enda aldrei í vandræðum með svörin. Í mínum huga voru þeir sem þessar spurningar settu frem ekki nægilega vel upplýstir – ekki frekar en allt of margir almennt í gegnum áranna rás hafa ekki verið nægilega vel upplýstir þegar kemur að málefnum hinsegin fólks. Sem betur fer hefur allt þetta breyst og nokkuð hratt. Nú eru þeir sem hafa fordóma í miklu minnihluta. Ég er umburðarlindur í eðli mínu og kaus því alltaf að svara málefnalega og gefa fólki þann tíma sem það þurfti til að sjá samhengi hlutanna. Að hjóla ekki í manninn – heldur frekar að útskýra og reyna mitt til að fólk væri betur upplýst. Staðreyndin er sú að hinsegin fólk er allskonar þegar kemur að pólitískri sýn. Rétt eins og gagnkynhneigt fólk er allskonar. Og við eigum öll rétt á að vera allskonar. Ég hóf ungur þátttöku í stjórnmálum og hef alltaf verið mikill talsmaður frelsis. Var það áður en ég áttaði mig á því að ég væri samkynhneigður. Mín pólitíska mótun átti sér því stað löngu áður en ég kom út úr skápnum og það skemmtilega var að þegar það svo loks gerðist áttaði ég mig á því að þau mál sem ég hafði verið að berjast fyrir í minni pólitík studdu öll sérstaklega vel við þá baráttu sem hinsegin fólk hefur háð í rúmlega fjóra áratugi. Þar er einstaklingsfrelsið kjarninn. Enginn flokkur hefur í raun barist jafn mikið fyrir einstaklingsfrelsinu og sá flokkur sem ég hef stutt alla mína tíð. Ég er stoltur af því og stoltur af sögu flokksins þegar kemur að málefnum hinsegin fólks. Það er þó ekki þar með sagt að öll sagan sé enn skrifuð. Í dag eru a.m.k. tveir sveitarstjórnarmenn flokksins hinsegin. Flokkurinn hefur átt hinsegin aðstoðarmann ráðherra, hluti af starfsliði flokksins er og hefur verið hinsegin. Hinsegin fólk hefur valist í allskonar trúnaðarstörf innan flokksins. Það er ekki spurt að kynhneigð þegar fólk gefur kost á sér til starfa. Ég trúi því að einn daginn muni ég upplifa að flokkurinn eigi hinsegin þingmann, hinsegin ráðherra og að hinsegin einstaklingur veljist til æðstu forystustarfa í flokknum. Ég geri það þó ekki sem kröfu – enda snýst mín pólitík um að velja hverju sinni hæfustu einstaklingana til starfa og þar ræður kynhnegð ekki för. Ég bara veit að það eru engar slíkar hindranir og að þegar réttu einstaklingarnir ákveða að gefa kost á sér muni þeir njóta stuðnings út frá hæfileikum þeirra og skoðunum. Rétt eins og þeir hafa gert hingað til. Enda hvers vegna ætti hinsegin fólk ekki að geta valist til slíkra starfa í Sjálfstæðisflokknum þegar sagan er skoðuð? Sjálfstæðisflokkurinn átti fyrsta kvenþingmanninn, fyrsta kvenráðherrann, fyrsta kvenborgarstjórann. Konur í sveitarstjórnum á vegum Sjálfstæðisflokksins í dag eru fleiri samanlagt en heildar fjöldi kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum nokkurs annars stjórnmálaflokks. Fleiri konur skipa ráðherraembætti flokksins í dag en karlar. Jafnrétti og frelsi eru ein af aðalgildum flokksins. Þessi orð eru ekki sett á blað til að kasta rýrð á aðra stjórnmálaflokka og ég geri ekki lítið úr framlagi þeirra til baráttu hinsegin fólks. En það hefur blundað í mér í að verða tvo áratugi afhverju sumt fólk sér ekki fara saman að hinsegin fólk taki fullan þátt í störfum Sjálfstæðisflokksins og hvenær er betri tími til að vekja athygli á þessum málum en akkúrat í þeirri viku ársins þegar landsmenn fagna frelsinu, fagna fjölbreytileikanum, fagna umburðarlyndinu og mannkærleikanum? Ef allir stjórnmálaflokkar legðu jafnt í orði og á borði til frelsisbaráttunnar í landinu yrði Ísland ekki bara besta land í heimi – heldur langbesta land í heimi. Þar sem við lítum svo á að með því að gefa öllum færi á að blómstra í eigin skinni, að njóta hæfileika sinna og fulls einstaklings- og athafnafrelsis sköpum við besta samfélag sem völ er á og fáum það besta út úr hverjum og einum sem framlag til þess samfélags. Við höfum sýnt marg oft að við getum allt ef við tökum réttar ákvarðanir og rétt skref. Ef við stöndum saman. Barátta hinsegin fólks er ekki bara spurningin um að leyfa fólki eitthvað sem það á að hafa fullan rétt á með því einu að hafa fæðst og að vera til. Baráttan hefur ekki síður snúist um sýnileikann – að þora að vera. En á Íslandi á enginn að þurfa að þora að vera. Þar liggur lausnin í frelsinu. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi ytra.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun