Óttast að biðlisti eftir leikskólaplássi sé lengri en tölur gefi til kynna Helena Rós Sturludóttir skrifar 13. ágúst 2023 13:45 Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni óttast að biðlisti eftir leikskólaplássi geti verið lengri en tölur gefa til kynna. Dæmi séu um að foreldrar hafi fengið boð um vistun en séu algjörri óvissu um hvenær börnin þeirra fái að byrja. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði í kvöldfréttum stöðvar tvö í vikunni að staðan í leikskólamálum borgarinnar væri betri en í flestum öðrum sveitarfélögum, þrátt fyrir að hann teldi stöðuna verða svipaða í ár og undanfarin ár. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, gagnrýndi ummæli borgarstjóra í kjölfarið og sagði fullyrðingar hans um góða stöðu hreinan dónaskap við áhyggjufulla foreldra. Í byrjun sumars hafi um 800 börn verið á biðlista eftir plássi. „Mjög margir foreldrar hafa verið í sambandi við mig. Fólk sem hefur fengið boð um vistun og er ekki lengur á þessum biðlista en er í algjörri óvissu um hvenær börnin þeirra fái að byrja,“ segir Hildur. Fólki hafi verið tilkynnt að barnið geti ekki hafið leikskólavist í ágúst og að ferlið sé að dragast á langinn. „Þannig ég svona tek kannski ekkert alveg mark á þessum listum og hræðist má að þessi listi gæti verið lengri en tölurnar gefa til kynna,“ segir hún. Ummæli borgarstjóra um stöðuna séu ótrúleg. „Ekki síst fyrir þær sakir að tölurnar sína okkur að staðan er að versna ár frá ári. Þannig hún er ekki sú sama og síðasta ár, hún er verri núna. Meðalaldurinn er alltaf að hækka hjá þeim börnum sem eru að hefja inngöngu á leikskóla. Það er eitt, það er ekki heldur rétt hjá borgarstjóra að staðan hér sé betri en í mörgum öðrum sveitarfélögum í kringum okkur, hún er verri og ég hef það eftir ábyrgum heimildum,“ útskýrir Hildur. Vandinn sé ekki viðurkenndur af þeim sem fari með áhrif í borginni um það snúist vandamálið. Í sumar hafi meðalaldur barna sem eru að hefja leikskóla verið kominn upp í 22 mánuði. „Þannig að við erum að sjá að staðan er að versna. Þessi loforð sem við sáum í kosningum um að Samfylking ætlaði að færa þennan aldur niður í tólf mánuði hafa bara alls ekki staðist, þvert á móti,“ segir Hildur. Leikskólar Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Staðan sé að versna í leikskólamálunum Borgarfulltrúi segir allt stefna í enn verra ástand í leikskólamálunum en útlit var fyrir fyrr í sumar. Hún gagnrýnir að meðlimir skóla- og frístundaráðs geti litlar sem engar upplýsingar fengið yfir sumartímann. 2. ágúst 2023 20:01 Dauðadæmt loforð um leikskólapláss Loforð um leikskólapláss fyrir öll tólf mánaða börn í Reykjavík var dauðadæmt frá byrjun, að mati leikskólastjóra sem ekki hefur getað boðið neinu barni fæddu 2021 pláss. Það sé enn fremur ekki endilega börnunum fyrir bestu að byrja á leikskóla 12 mánaða. 16. ágúst 2022 21:01 „Nei mér finnst það ekki boðlegt“ Foreldrar barna í Reykjavík sem ekki hafa fengið leikskólapláss söfnuðust saman í ráðhúsinu í morgun til þess að mótmæla stöðunni. Oddviti Framsóknar í Reykjavík segir stöðuna ekki boðlega. 11. ágúst 2022 23:00 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði í kvöldfréttum stöðvar tvö í vikunni að staðan í leikskólamálum borgarinnar væri betri en í flestum öðrum sveitarfélögum, þrátt fyrir að hann teldi stöðuna verða svipaða í ár og undanfarin ár. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, gagnrýndi ummæli borgarstjóra í kjölfarið og sagði fullyrðingar hans um góða stöðu hreinan dónaskap við áhyggjufulla foreldra. Í byrjun sumars hafi um 800 börn verið á biðlista eftir plássi. „Mjög margir foreldrar hafa verið í sambandi við mig. Fólk sem hefur fengið boð um vistun og er ekki lengur á þessum biðlista en er í algjörri óvissu um hvenær börnin þeirra fái að byrja,“ segir Hildur. Fólki hafi verið tilkynnt að barnið geti ekki hafið leikskólavist í ágúst og að ferlið sé að dragast á langinn. „Þannig ég svona tek kannski ekkert alveg mark á þessum listum og hræðist má að þessi listi gæti verið lengri en tölurnar gefa til kynna,“ segir hún. Ummæli borgarstjóra um stöðuna séu ótrúleg. „Ekki síst fyrir þær sakir að tölurnar sína okkur að staðan er að versna ár frá ári. Þannig hún er ekki sú sama og síðasta ár, hún er verri núna. Meðalaldurinn er alltaf að hækka hjá þeim börnum sem eru að hefja inngöngu á leikskóla. Það er eitt, það er ekki heldur rétt hjá borgarstjóra að staðan hér sé betri en í mörgum öðrum sveitarfélögum í kringum okkur, hún er verri og ég hef það eftir ábyrgum heimildum,“ útskýrir Hildur. Vandinn sé ekki viðurkenndur af þeim sem fari með áhrif í borginni um það snúist vandamálið. Í sumar hafi meðalaldur barna sem eru að hefja leikskóla verið kominn upp í 22 mánuði. „Þannig að við erum að sjá að staðan er að versna. Þessi loforð sem við sáum í kosningum um að Samfylking ætlaði að færa þennan aldur niður í tólf mánuði hafa bara alls ekki staðist, þvert á móti,“ segir Hildur.
Leikskólar Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Staðan sé að versna í leikskólamálunum Borgarfulltrúi segir allt stefna í enn verra ástand í leikskólamálunum en útlit var fyrir fyrr í sumar. Hún gagnrýnir að meðlimir skóla- og frístundaráðs geti litlar sem engar upplýsingar fengið yfir sumartímann. 2. ágúst 2023 20:01 Dauðadæmt loforð um leikskólapláss Loforð um leikskólapláss fyrir öll tólf mánaða börn í Reykjavík var dauðadæmt frá byrjun, að mati leikskólastjóra sem ekki hefur getað boðið neinu barni fæddu 2021 pláss. Það sé enn fremur ekki endilega börnunum fyrir bestu að byrja á leikskóla 12 mánaða. 16. ágúst 2022 21:01 „Nei mér finnst það ekki boðlegt“ Foreldrar barna í Reykjavík sem ekki hafa fengið leikskólapláss söfnuðust saman í ráðhúsinu í morgun til þess að mótmæla stöðunni. Oddviti Framsóknar í Reykjavík segir stöðuna ekki boðlega. 11. ágúst 2022 23:00 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Staðan sé að versna í leikskólamálunum Borgarfulltrúi segir allt stefna í enn verra ástand í leikskólamálunum en útlit var fyrir fyrr í sumar. Hún gagnrýnir að meðlimir skóla- og frístundaráðs geti litlar sem engar upplýsingar fengið yfir sumartímann. 2. ágúst 2023 20:01
Dauðadæmt loforð um leikskólapláss Loforð um leikskólapláss fyrir öll tólf mánaða börn í Reykjavík var dauðadæmt frá byrjun, að mati leikskólastjóra sem ekki hefur getað boðið neinu barni fæddu 2021 pláss. Það sé enn fremur ekki endilega börnunum fyrir bestu að byrja á leikskóla 12 mánaða. 16. ágúst 2022 21:01
„Nei mér finnst það ekki boðlegt“ Foreldrar barna í Reykjavík sem ekki hafa fengið leikskólapláss söfnuðust saman í ráðhúsinu í morgun til þess að mótmæla stöðunni. Oddviti Framsóknar í Reykjavík segir stöðuna ekki boðlega. 11. ágúst 2022 23:00