„Ég á meiri samleið með starfsfólkinu en íbúunum“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 13. ágúst 2023 19:24 Fanney Ósk Eyjólfsdóttir er 31 árs gömul og hefur beðið eftir NPA þjónustu í um fimm ár. Vísir/Dúi Ung kona með hreyfihömlun sem hefur beðið í næstum fimm ár eftir notendastýrðri persónulegri aðstoð hjá Reykjavíkurborg segir biðina óbærilega. Hún hefur höfðað mál gegn borginni og íslenska ríkinu. Fanney Ósk Eyjólfsdóttir er 31 árs gömul. Hún fæddist með sjúkdóminn CP sem er algengasta tegund hreyfihamlana á meðal barna. Í upphafi árs 2019 sótti Fanney um notendastýrða persónulega aðstoð hjá Reykjavíkurborg og var sú umsókn ítrekuð í júní. Í byrjun desember sama árs fékk Fanney símtal þess efnis um að umsókn hennar hefði verið samþykkt en þar með er ekki öll sagan sögð. Ekki unnt að veita samþykkta þjónustu Tveimur mánuðum eftir að umsókn hennar var samþykkt bars henni bréf þar sem fulltrúar Reykjavíkurborgar sögðu að ekki væri unnt að veita henni þjónustu þrátt fyrir að umsóknin hafi verið samþykkt. Þá gátu þeir ekki upplýst hana um hvenær þjónustan gæti hafist og báru þeir fyrir sig peningaskort auk þess að vísa ábyrgðinni yfir til ríkisins. „Ég á meiri samleið með starfsfólkinu en íbúunum. Og ég fæ ekki þá þjónustu sem ég þarf“ Í rúm tíu ár hefur hún búið í búsetukjarna með fimm öðrum íbúum sem hún á enga samleið með. „Ég á meiri samleið með starfsfólkinu en íbúunum. Og ég fæ ekki þá þjónustu sem ég þarf,“ segir Fanney. Aðrir íbúar þurfi mun meiri þjónustu en hún sem bitni oft á henni. „Vegna þess að ég get sinnt mér sjálf,“ segir hún. Oft á dag þurfi hún að hlusta á öskur og læti í öðrum íbúum búsetukjarnans. Tafirnar ekki réttlætanlegar Úrskurðanefnd velferðarmála tók mál Fanneyjar fyrir í apríl 2021 og komst að þeirri niðurstöðu að útskýringar borgarinnar á töfunum væru ekki réttlætanlegar og lagði fyrir sveitarfélagið að hraða afgreiðslu málsins og veita henni þjónustu svo fljótt sem auðið væri en nú rúmum tveimur árum síðar er hún án þjónustu. Fanney segist hætt að telja árin sem líða á meðan hún bíður. Hana dreymi um NPA-þjónustu, sem hún á rétt á. „Mér myndi í fyrsta lagi líða mun betur og farið að lifa lífinu eins og ég vil,“ segir Fanney sem hefur höfðað mál gegn Reykjavíkurborg og íslenska ríkinu þar sem þess er krafist að það verði gert skýrt hver ber ábyrgð á því að Fanney hafi ekki fengið NPA-þjónustu þrátt fyrir margra ára bið. Með NPA-þjónustu gæti Fanney til að mynda sinnt áhugamálum sínum. „Fara á leiki og vera eins og eðlilegt manneskja,“ segir Fanney sem er dyggur stuðnings maður Knattspyrnufélags Reykjavíkur, KR, bæði í fótbolta og körfubolta. Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira
Fanney Ósk Eyjólfsdóttir er 31 árs gömul. Hún fæddist með sjúkdóminn CP sem er algengasta tegund hreyfihamlana á meðal barna. Í upphafi árs 2019 sótti Fanney um notendastýrða persónulega aðstoð hjá Reykjavíkurborg og var sú umsókn ítrekuð í júní. Í byrjun desember sama árs fékk Fanney símtal þess efnis um að umsókn hennar hefði verið samþykkt en þar með er ekki öll sagan sögð. Ekki unnt að veita samþykkta þjónustu Tveimur mánuðum eftir að umsókn hennar var samþykkt bars henni bréf þar sem fulltrúar Reykjavíkurborgar sögðu að ekki væri unnt að veita henni þjónustu þrátt fyrir að umsóknin hafi verið samþykkt. Þá gátu þeir ekki upplýst hana um hvenær þjónustan gæti hafist og báru þeir fyrir sig peningaskort auk þess að vísa ábyrgðinni yfir til ríkisins. „Ég á meiri samleið með starfsfólkinu en íbúunum. Og ég fæ ekki þá þjónustu sem ég þarf“ Í rúm tíu ár hefur hún búið í búsetukjarna með fimm öðrum íbúum sem hún á enga samleið með. „Ég á meiri samleið með starfsfólkinu en íbúunum. Og ég fæ ekki þá þjónustu sem ég þarf,“ segir Fanney. Aðrir íbúar þurfi mun meiri þjónustu en hún sem bitni oft á henni. „Vegna þess að ég get sinnt mér sjálf,“ segir hún. Oft á dag þurfi hún að hlusta á öskur og læti í öðrum íbúum búsetukjarnans. Tafirnar ekki réttlætanlegar Úrskurðanefnd velferðarmála tók mál Fanneyjar fyrir í apríl 2021 og komst að þeirri niðurstöðu að útskýringar borgarinnar á töfunum væru ekki réttlætanlegar og lagði fyrir sveitarfélagið að hraða afgreiðslu málsins og veita henni þjónustu svo fljótt sem auðið væri en nú rúmum tveimur árum síðar er hún án þjónustu. Fanney segist hætt að telja árin sem líða á meðan hún bíður. Hana dreymi um NPA-þjónustu, sem hún á rétt á. „Mér myndi í fyrsta lagi líða mun betur og farið að lifa lífinu eins og ég vil,“ segir Fanney sem hefur höfðað mál gegn Reykjavíkurborg og íslenska ríkinu þar sem þess er krafist að það verði gert skýrt hver ber ábyrgð á því að Fanney hafi ekki fengið NPA-þjónustu þrátt fyrir margra ára bið. Með NPA-þjónustu gæti Fanney til að mynda sinnt áhugamálum sínum. „Fara á leiki og vera eins og eðlilegt manneskja,“ segir Fanney sem er dyggur stuðnings maður Knattspyrnufélags Reykjavíkur, KR, bæði í fótbolta og körfubolta.
Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira