Vísir hefur nú tekið saman markaveislurnar úr leik Víkings og HK í Víkinni, úr leik KR og Fram í Vesturbænum og svo bæði mörkin sem komu í uppbótatíma í leik Keflavíkur og Vals í Keflavík.
Víkingur vann 6-1 sigur á HK eftir að hafa verið 4-0 yfir í hálfleik. Gunnar Vatnhamar skoraði tvö mörk fyrir Víking en hin mörkin skoruðu þeir Danijel Dejan Djuric, Helgi Guðjónsson og Nikolaj Hansen auk þess sem eitt mark var sjálfsmark. Brynjar Snær Pálsson skoraði glæsilegt mark fyrir HK.
KR vann 3-2 sigur á Fram eftir að hafa komist í bæði 2-0 og 3-1. Ægir Jarl Jónasson, Benoný Breki Andrésson og Kristján Flóki Finnbogason skoruðu mörk KR en þeir Aron Jóhannsson og Magnús Þórðarson minnkuðu muninn fyrir Fram.
Valur og Keflavík gerðu 1-1 jafntefli. Sami Kamel hélt hann hefði tryggði Keflavík sigurinn á fimmtu mínútu í uppbótatíma en tryggði Val jafntefli með því að skora jöfnunarmarkið á sjöttu mínútu í uppbótatíma.
Þessi úrslit þýða að Víkingar eru nú með átta stiga forskot á Val á toppi Bestu deildar karla.
Mörkin úr þessum þremur leikjum eru hér fyrir neðan.