Riis fær frá og með morgundeginum leikheimild með Garðbæingum og getur því ekki verið til taks í leik liðsins gegn Fylki í Bestu deildinni í kvöld.
Daninn var áður á mála hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby og lék hann þar undir stjórn Freys Alexanderssonar.
Samningur hans við Lyngby rann hins vegar út í síðsata mánuði og nú hefur hann fundið næsta viðkomustað sinn.
Riis á að baki 30 leiki í efstu deild í Danmörku sem og 48 leiki í næst efstu deild.