Ætlar að stórauka barnavernd Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. ágúst 2023 13:01 Ásmundur Einar Daðason mennta-og barnamálaráðherra ætlar að leggja fram þingsályktunartillögu um framkvæmdaráætlun í barnavernd á haustþingi ásamt tillögum að gerðum fyrir börn með fjölþættan vanda, Vísir/Arnar Miklar breytingar verða gerðar á barnavernd hér á landi gangi framkvæmdaráætlun barnamálaráðherra eftir. Hann leggur áherslu á að ríkið taki fleiri málaflokka til sín með samvinnu við sveitarfélögin. Ný framkvæmdaráætlun á sviði barnaverndar fyrir næstu fjögur ár var kynnt á morgunverðarfundi mennta- og barnamálaráðuneytisins í morgun. Þá voru kynntar tillögur í fjórtán liðum að aðgerðum í þjónustu við börn með fjölþættan vanda.Ásmundur Einar Daðason mennta-og barnamálaráðherra ætlar að leggja áætlunina fyrir á haustþingi en hún hefur legið fyrir í samráðsgátt stjórnvalda síðan í vor. „Við erum að gera ráð fyrir því að fjármagn fari frá ráðuneytinu í þessa nýju framkvæmdaráætlun en þegar kemur að málefnum barna með fjölþættan vanda þá þurfum við að ræða við sveitarfélögin því þarna er í raun um skipulagsbreytingu að ræða. Með því að taka höndum saman ríki og sveitarfélög þá getum við ekki bara bætt þjónustuna heldur líka gert hana hagkvæmari,“ segir Ásmundur. Hann segir að ríkið verði meiri þátttakandi í barnavernd verði áætlunin að veruleika. „Við værum þá að tala um að ríkisvaldið stígi fastar inn í þennan málaflokk og þar með yrði dregið úr kostnaði hjá sveitarfélögunum. Við erum núna í samtali við sveitarfélögin um þetta og ég tel að allir muni vilja leysa það því samfélagið í heild mun spara og ekki síst verður þetta betra fyrir þessi börn og það skiptir mestu máli,“ segir hann. Hlín Sæþórsdóttir sérfræðingur hjá ráðuneytinu situr í stýrihóp um framkvæmdaráætlun í barnavernd.Vísir/Arnar Hlín Sæþórsdóttir sérfræðingur hjá ráðuneytinu situr í stýrihóp um framkvæmdaráætlunina . Hún segir hana fela í sér margar úrbætur, sumar meira aðkallandi en aðrar. „Það er mjög mikilvægt að við höfum það sem kallast öryggismerki þar sem verklag í barnavernd væri samræmt fyrir allar barnaverndarþjónustur í landinu. Það sem við erum líka að sjá núna er að sífellt fleiri fylgdarlaus börn koma til landsins og við því þarf að bregðast fljótt og vel, segir Hlín. Börn og uppeldi Framsóknarflokkurinn Barnavernd Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Ný framkvæmdaráætlun á sviði barnaverndar fyrir næstu fjögur ár var kynnt á morgunverðarfundi mennta- og barnamálaráðuneytisins í morgun. Þá voru kynntar tillögur í fjórtán liðum að aðgerðum í þjónustu við börn með fjölþættan vanda.Ásmundur Einar Daðason mennta-og barnamálaráðherra ætlar að leggja áætlunina fyrir á haustþingi en hún hefur legið fyrir í samráðsgátt stjórnvalda síðan í vor. „Við erum að gera ráð fyrir því að fjármagn fari frá ráðuneytinu í þessa nýju framkvæmdaráætlun en þegar kemur að málefnum barna með fjölþættan vanda þá þurfum við að ræða við sveitarfélögin því þarna er í raun um skipulagsbreytingu að ræða. Með því að taka höndum saman ríki og sveitarfélög þá getum við ekki bara bætt þjónustuna heldur líka gert hana hagkvæmari,“ segir Ásmundur. Hann segir að ríkið verði meiri þátttakandi í barnavernd verði áætlunin að veruleika. „Við værum þá að tala um að ríkisvaldið stígi fastar inn í þennan málaflokk og þar með yrði dregið úr kostnaði hjá sveitarfélögunum. Við erum núna í samtali við sveitarfélögin um þetta og ég tel að allir muni vilja leysa það því samfélagið í heild mun spara og ekki síst verður þetta betra fyrir þessi börn og það skiptir mestu máli,“ segir hann. Hlín Sæþórsdóttir sérfræðingur hjá ráðuneytinu situr í stýrihóp um framkvæmdaráætlun í barnavernd.Vísir/Arnar Hlín Sæþórsdóttir sérfræðingur hjá ráðuneytinu situr í stýrihóp um framkvæmdaráætlunina . Hún segir hana fela í sér margar úrbætur, sumar meira aðkallandi en aðrar. „Það er mjög mikilvægt að við höfum það sem kallast öryggismerki þar sem verklag í barnavernd væri samræmt fyrir allar barnaverndarþjónustur í landinu. Það sem við erum líka að sjá núna er að sífellt fleiri fylgdarlaus börn koma til landsins og við því þarf að bregðast fljótt og vel, segir Hlín.
Börn og uppeldi Framsóknarflokkurinn Barnavernd Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira