Ætlar að stórauka barnavernd Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. ágúst 2023 13:01 Ásmundur Einar Daðason mennta-og barnamálaráðherra ætlar að leggja fram þingsályktunartillögu um framkvæmdaráætlun í barnavernd á haustþingi ásamt tillögum að gerðum fyrir börn með fjölþættan vanda, Vísir/Arnar Miklar breytingar verða gerðar á barnavernd hér á landi gangi framkvæmdaráætlun barnamálaráðherra eftir. Hann leggur áherslu á að ríkið taki fleiri málaflokka til sín með samvinnu við sveitarfélögin. Ný framkvæmdaráætlun á sviði barnaverndar fyrir næstu fjögur ár var kynnt á morgunverðarfundi mennta- og barnamálaráðuneytisins í morgun. Þá voru kynntar tillögur í fjórtán liðum að aðgerðum í þjónustu við börn með fjölþættan vanda.Ásmundur Einar Daðason mennta-og barnamálaráðherra ætlar að leggja áætlunina fyrir á haustþingi en hún hefur legið fyrir í samráðsgátt stjórnvalda síðan í vor. „Við erum að gera ráð fyrir því að fjármagn fari frá ráðuneytinu í þessa nýju framkvæmdaráætlun en þegar kemur að málefnum barna með fjölþættan vanda þá þurfum við að ræða við sveitarfélögin því þarna er í raun um skipulagsbreytingu að ræða. Með því að taka höndum saman ríki og sveitarfélög þá getum við ekki bara bætt þjónustuna heldur líka gert hana hagkvæmari,“ segir Ásmundur. Hann segir að ríkið verði meiri þátttakandi í barnavernd verði áætlunin að veruleika. „Við værum þá að tala um að ríkisvaldið stígi fastar inn í þennan málaflokk og þar með yrði dregið úr kostnaði hjá sveitarfélögunum. Við erum núna í samtali við sveitarfélögin um þetta og ég tel að allir muni vilja leysa það því samfélagið í heild mun spara og ekki síst verður þetta betra fyrir þessi börn og það skiptir mestu máli,“ segir hann. Hlín Sæþórsdóttir sérfræðingur hjá ráðuneytinu situr í stýrihóp um framkvæmdaráætlun í barnavernd.Vísir/Arnar Hlín Sæþórsdóttir sérfræðingur hjá ráðuneytinu situr í stýrihóp um framkvæmdaráætlunina . Hún segir hana fela í sér margar úrbætur, sumar meira aðkallandi en aðrar. „Það er mjög mikilvægt að við höfum það sem kallast öryggismerki þar sem verklag í barnavernd væri samræmt fyrir allar barnaverndarþjónustur í landinu. Það sem við erum líka að sjá núna er að sífellt fleiri fylgdarlaus börn koma til landsins og við því þarf að bregðast fljótt og vel, segir Hlín. Börn og uppeldi Framsóknarflokkurinn Barnavernd Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Ný framkvæmdaráætlun á sviði barnaverndar fyrir næstu fjögur ár var kynnt á morgunverðarfundi mennta- og barnamálaráðuneytisins í morgun. Þá voru kynntar tillögur í fjórtán liðum að aðgerðum í þjónustu við börn með fjölþættan vanda.Ásmundur Einar Daðason mennta-og barnamálaráðherra ætlar að leggja áætlunina fyrir á haustþingi en hún hefur legið fyrir í samráðsgátt stjórnvalda síðan í vor. „Við erum að gera ráð fyrir því að fjármagn fari frá ráðuneytinu í þessa nýju framkvæmdaráætlun en þegar kemur að málefnum barna með fjölþættan vanda þá þurfum við að ræða við sveitarfélögin því þarna er í raun um skipulagsbreytingu að ræða. Með því að taka höndum saman ríki og sveitarfélög þá getum við ekki bara bætt þjónustuna heldur líka gert hana hagkvæmari,“ segir Ásmundur. Hann segir að ríkið verði meiri þátttakandi í barnavernd verði áætlunin að veruleika. „Við værum þá að tala um að ríkisvaldið stígi fastar inn í þennan málaflokk og þar með yrði dregið úr kostnaði hjá sveitarfélögunum. Við erum núna í samtali við sveitarfélögin um þetta og ég tel að allir muni vilja leysa það því samfélagið í heild mun spara og ekki síst verður þetta betra fyrir þessi börn og það skiptir mestu máli,“ segir hann. Hlín Sæþórsdóttir sérfræðingur hjá ráðuneytinu situr í stýrihóp um framkvæmdaráætlun í barnavernd.Vísir/Arnar Hlín Sæþórsdóttir sérfræðingur hjá ráðuneytinu situr í stýrihóp um framkvæmdaráætlunina . Hún segir hana fela í sér margar úrbætur, sumar meira aðkallandi en aðrar. „Það er mjög mikilvægt að við höfum það sem kallast öryggismerki þar sem verklag í barnavernd væri samræmt fyrir allar barnaverndarþjónustur í landinu. Það sem við erum líka að sjá núna er að sífellt fleiri fylgdarlaus börn koma til landsins og við því þarf að bregðast fljótt og vel, segir Hlín.
Börn og uppeldi Framsóknarflokkurinn Barnavernd Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira