Þrennan var loks staðfest eftir að dómarar leiksins gengu frá leikskýrslunni eftir leikinn.
Þriðja mark leiksins var ýmist skráð á Emil eða sem sjálfsmark í fjölmiðlum.
Í vafamarkinu skallaði Emil boltann í slána og niður en á leið sinni fór boltinn í Ólaf Kristófer Helgason markvörð Fylkis og í markið.
Ólafur var hins vegar mjög nálægt marklínunni og því kannski erfitt að sjá eða sanna það hvort boltinn sé á leiðinni inn fyrir marklínuna eftir að hann fer í slána.
Erlendur Eiríksson dómari hefur greinilega talið að boltinn hafi verið á leiðinni inn fyrir línuna og því var markið skráð á Emil.
Hér fyrir neðan má sjá öll fjögur mörkin úr þessum sannfærandi sigri Stjörnuliðsins í Árbænum.