Emil fór á kostum í 4-0 sigri Stjörnunnar á Fylki í Árbænum í gærkvöldi.
Emil skoraði tvö fyrstu mörk leiksins en svo kom að því þriðja sem hefði verið hans þriðja í leiknum og það tíunda í Bestu deildinni í sumar.
Emil skallaði þá fyrirgjöf í slána og í markvörð Fylkis. Flestir fjölmiðlar skráðu markið sem sjálfsmark en leikskýrsla KSÍ var ekki á sama máli.
Þriðja marki Emils hefur nú verið breytt í sjálfsmark hjá Ólafi Kristófer Helgasyni markverði Fylkis.
Erlendur Eiríksson og dómarateymi hans skráði markið fyrst á Emil en nú hefur því verið breytt.
Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan.