Vill lagalegt álit til að útkljá ágreining um flóttafólk Lovísa Arnardóttir skrifar 15. ágúst 2023 19:34 Forsætisráðherra segir að sveitarfélögin og þau ráðuneyti sem koma að málefnum flóttafólks verði að tala saman. Vísir/Arnar Forsætisráðherra hefur óskað eftir lagalegu áliti Lagastofnunar vegna ágreinings um flóttafólk sem búið er að svipta rétti til þjónustu. Dómsmálaráðherra vill koma fólkinu fyrir í nýju búsetuúrræði með takmörkunum. Forsætisráðherra segir lögfræðinga forsætis- og félagsmálaráðuneytisins sammála um að sveitarfélög eigi að taka við flóttafólki sem svipt hefur verið rétti til þjónustu og búsetu á meðan lögfræðingar dómsmálaráðuneytisins telja sveitarfélögin ekki eiga að taka við þeim. Forsætisráðherra hefur óskað eftir áliti frá Lagastofnun Háskóla Íslands til að útkljá um þennan ágreining. „Það liggur fyrir að forsenda þess að þessi lög voru afgreidd á sínum tíma var að þar lá fyrir álit félagsmálaráðuneytisins að sveitarfélögin myndu veita ákveðna þjónustu sem þyrfti að skilgreina þeim sem höfnuðu samstarfi og misstu réttinn til þjónustu,“ segir Katrín og að ágreiningur sé nú um hver þessi skylda sveitarfélaga sé. Hún segist hafa beðið lögfræðinga forsætisráðuneytisins að fara yfir málið og segir að þeirra mat sé það að lög um félagsþjónustu sveitarfélaga og ákvæði stjórnarskrár um lágmarksþjónustu eigi ekki að víkja fyrir nýjum ákvæðum útlendingalaga en ákvæðið í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga er það 15. og kveður á um aðstoð til útlendinga. „Til þess að þetta liggi algerlega skýrt fyrir hef ég líka óskað eftir áliti Lagastofnunar á þessu máli því það má segja að þetta hafi verið ein forsenda sem voru hafðar til huga þegar frumvarpið var samþykkt á sínum tíma.“ Um 30 eru í þeirri stöðu að vera án réttinda á Íslandi eftir að hafa fengið endanleg synjun um alþjóðlega vernd en 53 hefur verið tilkynnt um lok á þjónustu. Katrín segir áríðandi að dómsmála- og félagsmálaráðuneytið leysi málið með sveitarfélögunum. „Það þarf að setja þennan ágreining á borðið og finna lausnir. Það þarf að skilgreina hvenær slík aðstoð myndi eiga við og hvernig hún væri útfærð.“ Dómsmálaráðherra hefur aðra sýn á lausn vandans og sagði fyrr í dag að hún vilji opna búsetuúrræði með takmörkunum fyrir þau sem hafa fengið endanlega synjun. Forsætisráðherra segir að forsenda þess að lögin hafi verið samþykkt hafi verið að slíkt úrræði hafi ekki verið að finna í þeim. „Það var ekki hluti af því frumvarpi sem var samþykkt í vor. Ég þekki auðvitað til slíkra úrræða sem hafa verið sett upp víða á Norðurlöndum og það er nokkuð sem okkur hefur ekki hugnast og ég las það þannig á Alþingi að það væri ekki mikill vilji fyrir slíku úrræði og að við ætluðum að fara aðrar leiðir, og það var eins og ég sagði, ein af forsendum fyrir því að þetta frumvarp var samþykkt,“ segir Katrín og að hennar mati hafi þetta allt legið skýrt fyrir við samþykkt frumvarpsins. Hún segir áríðandi að leyst verði úr ágreiningi um þessi mál og segir að það megi gagnrýna það að ekki hafi verið rætt áður við sveitarfélögin og hún vænti þess að það samtal eigi sér stað sem fyrst. Spurð hvað eigi að gera við fólkið sem sé réttinda- og heimilislaust á meðan þess er beðið að málið verði leyst segir Katrín að það liggi fyrir að svona framkvæmd þurfi að undirbúa vel. „Svona spurningum þarf að svara og ég hef litið svo, hafandi fylgst með framkvæmd laganna upp á síðustu daga, að það sé ljóst að það þarf að læra af þessum dögum til að tryggja að þessi framkvæmd geti gengið almennilega fyrir sig.“ Spurð hvort henni þyki rétt að beita ekki ákvæði um þjónustusviptingu á meðan þess er beðið að málið sé leyst segir Katrín að það þurfi að leysa ágreininginn og að verði hægt að finna út úr þessu á næstu dögum. „Ég held að þessi mál verði að skýrast mjög hratt og örugglega.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Félagsmál Flóttamenn Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Forsætisráðherra segir lögfræðinga forsætis- og félagsmálaráðuneytisins sammála um að sveitarfélög eigi að taka við flóttafólki sem svipt hefur verið rétti til þjónustu og búsetu á meðan lögfræðingar dómsmálaráðuneytisins telja sveitarfélögin ekki eiga að taka við þeim. Forsætisráðherra hefur óskað eftir áliti frá Lagastofnun Háskóla Íslands til að útkljá um þennan ágreining. „Það liggur fyrir að forsenda þess að þessi lög voru afgreidd á sínum tíma var að þar lá fyrir álit félagsmálaráðuneytisins að sveitarfélögin myndu veita ákveðna þjónustu sem þyrfti að skilgreina þeim sem höfnuðu samstarfi og misstu réttinn til þjónustu,“ segir Katrín og að ágreiningur sé nú um hver þessi skylda sveitarfélaga sé. Hún segist hafa beðið lögfræðinga forsætisráðuneytisins að fara yfir málið og segir að þeirra mat sé það að lög um félagsþjónustu sveitarfélaga og ákvæði stjórnarskrár um lágmarksþjónustu eigi ekki að víkja fyrir nýjum ákvæðum útlendingalaga en ákvæðið í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga er það 15. og kveður á um aðstoð til útlendinga. „Til þess að þetta liggi algerlega skýrt fyrir hef ég líka óskað eftir áliti Lagastofnunar á þessu máli því það má segja að þetta hafi verið ein forsenda sem voru hafðar til huga þegar frumvarpið var samþykkt á sínum tíma.“ Um 30 eru í þeirri stöðu að vera án réttinda á Íslandi eftir að hafa fengið endanleg synjun um alþjóðlega vernd en 53 hefur verið tilkynnt um lok á þjónustu. Katrín segir áríðandi að dómsmála- og félagsmálaráðuneytið leysi málið með sveitarfélögunum. „Það þarf að setja þennan ágreining á borðið og finna lausnir. Það þarf að skilgreina hvenær slík aðstoð myndi eiga við og hvernig hún væri útfærð.“ Dómsmálaráðherra hefur aðra sýn á lausn vandans og sagði fyrr í dag að hún vilji opna búsetuúrræði með takmörkunum fyrir þau sem hafa fengið endanlega synjun. Forsætisráðherra segir að forsenda þess að lögin hafi verið samþykkt hafi verið að slíkt úrræði hafi ekki verið að finna í þeim. „Það var ekki hluti af því frumvarpi sem var samþykkt í vor. Ég þekki auðvitað til slíkra úrræða sem hafa verið sett upp víða á Norðurlöndum og það er nokkuð sem okkur hefur ekki hugnast og ég las það þannig á Alþingi að það væri ekki mikill vilji fyrir slíku úrræði og að við ætluðum að fara aðrar leiðir, og það var eins og ég sagði, ein af forsendum fyrir því að þetta frumvarp var samþykkt,“ segir Katrín og að hennar mati hafi þetta allt legið skýrt fyrir við samþykkt frumvarpsins. Hún segir áríðandi að leyst verði úr ágreiningi um þessi mál og segir að það megi gagnrýna það að ekki hafi verið rætt áður við sveitarfélögin og hún vænti þess að það samtal eigi sér stað sem fyrst. Spurð hvað eigi að gera við fólkið sem sé réttinda- og heimilislaust á meðan þess er beðið að málið verði leyst segir Katrín að það liggi fyrir að svona framkvæmd þurfi að undirbúa vel. „Svona spurningum þarf að svara og ég hef litið svo, hafandi fylgst með framkvæmd laganna upp á síðustu daga, að það sé ljóst að það þarf að læra af þessum dögum til að tryggja að þessi framkvæmd geti gengið almennilega fyrir sig.“ Spurð hvort henni þyki rétt að beita ekki ákvæði um þjónustusviptingu á meðan þess er beðið að málið sé leyst segir Katrín að það þurfi að leysa ágreininginn og að verði hægt að finna út úr þessu á næstu dögum. „Ég held að þessi mál verði að skýrast mjög hratt og örugglega.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Félagsmál Flóttamenn Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda