Neymar segist vilja endurskrifa íþróttasöguna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. ágúst 2023 07:29 Neymar er mættur til Al-Hilal í sádiarabísku deildinni frá PSG til að endurskrifa íþróttasöguna. Jean Catuffe/Getty Images Brasilíska stórstjarnan Neymar gekk í gær í raðir sádiarabíska liðsins Al-Hilal frá franska stórveldinu Paris Saint-Germain. Hann segist vilja prófa sig fyrir utan Evrópu og um leið eiga þátt í því að endurskrifa íþróttasöguna. Al-Hilal greiðir um níutíu milljónir evra fyrir Neymar, en það samsvarar um þrettán milljörðum króna. Það er þó ekki kaupverðið sem vekur mesta athygli við samning leikmannsins við liðið, heldur eru það launin og fríðindin sem fylgja þeim. Neymar segist þó ekki vera að þessu fyrir peningana og fríðindin. Hann hafi einfaldlega viljað prófa sig fyrir utan Evrópu og finna sér nýja áskorun. „Ég er búinn að afreka mikið í Evrópu og hef notið tímans hér, en ég hef alltaf viljað vera alþjóðlegur leikmaður og prófa mig með nýjum áskorunum og tækifærum á nýjum stöðum,“ sagði Neymar. Neymar, sem er 31 árs gamall, varð árið 2017 dýrasti leikmaður heims þegar PSG festi kaup á honum frá Barcelona. Parísarliðið greiddi þá um 220 milljónir evra fyrir leikmanninn. Neymar virðist þó ekki lengur vera inni í myndinni hjá PSG og var hann ekki í hóp þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn Lorient í fyrstu umferð frönsku úrvalsdeildarinnar síðustu helgi. „Ég vil endurskrifa íþróttasöguna og sádiarabíska deildin býr yfir mikilli orku og frábærum leikmönnum á þessum tímabunkti,“ bætti Neymar við. „Ég er búinn að heyra mikið og hef komist að því að ég er að fylgja í fótspor margra brasilískra leikmanna sem hafa spilað í Sádi-Arabíu í gegnum árin, þannig að ég hef trú á því að ég sé kominn á réttan stað,“ sagði Neymar að lokum. Sádiarabíski boltinn Franski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Sjá meira
Al-Hilal greiðir um níutíu milljónir evra fyrir Neymar, en það samsvarar um þrettán milljörðum króna. Það er þó ekki kaupverðið sem vekur mesta athygli við samning leikmannsins við liðið, heldur eru það launin og fríðindin sem fylgja þeim. Neymar segist þó ekki vera að þessu fyrir peningana og fríðindin. Hann hafi einfaldlega viljað prófa sig fyrir utan Evrópu og finna sér nýja áskorun. „Ég er búinn að afreka mikið í Evrópu og hef notið tímans hér, en ég hef alltaf viljað vera alþjóðlegur leikmaður og prófa mig með nýjum áskorunum og tækifærum á nýjum stöðum,“ sagði Neymar. Neymar, sem er 31 árs gamall, varð árið 2017 dýrasti leikmaður heims þegar PSG festi kaup á honum frá Barcelona. Parísarliðið greiddi þá um 220 milljónir evra fyrir leikmanninn. Neymar virðist þó ekki lengur vera inni í myndinni hjá PSG og var hann ekki í hóp þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn Lorient í fyrstu umferð frönsku úrvalsdeildarinnar síðustu helgi. „Ég vil endurskrifa íþróttasöguna og sádiarabíska deildin býr yfir mikilli orku og frábærum leikmönnum á þessum tímabunkti,“ bætti Neymar við. „Ég er búinn að heyra mikið og hef komist að því að ég er að fylgja í fótspor margra brasilískra leikmanna sem hafa spilað í Sádi-Arabíu í gegnum árin, þannig að ég hef trú á því að ég sé kominn á réttan stað,“ sagði Neymar að lokum.
Sádiarabíski boltinn Franski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti