Óli Stef óvænt á krossgötum: „Þeirra ákvörðun, þeirra missir“ Aron Guðmundsson skrifar 16. ágúst 2023 19:00 Ólafur Stefánsson finnur sig vel í þjálfuninni. Getty Óvænt tíðindi bárust af handboltagoðsögninni Ólafi Stefánssyni í dag en hann hefur samið um starfslok við þýska úrvalsdeildarfélagið Erlangen. Ólafur hefur enduruppgötvað ást sína á handboltanum upp á síðkastið og vill núna á þessu stigi síns ferils stefna á starf sem aðalþjálfari. Ólafur hafði gegnt stöðu aðstoðarþjálfara hjá Erlangen í tæpt eitt og hálft ár en breytingar urðu á hans högum nýverið. „Ég var aðstoðarþjálfari þarna í 15 mánuði og starfaði þar með aðalþjálfara sem var einnig íþróttastjóri hjá félaginu. Sá maður ákveður, með frekar stuttum fyrirvara, að hætta sem þjálfari og einbeita sér að íþróttastjórastöðunni og í staðinn fyrir að taka mig inn sem aðalþjálfara, ákveður félagið að ráða inn annan þjálfara í aðalþjálfarastöðuna.“ „Ég fékk allt í einu bara ást á íþróttinni á nýjan leik og þá kannski aðallega í gegnum strákinn minn.“ Hartmut Mayerhoffer, fyrrum þjálfari Göppingen, var ráðinn í starfið. „Ég er bara á milli vita núna. Búinn að gera starfslokasamning við Erlangen og er bara að finna mér nýtt félag.“ „Þeirra ákvörðun, þeirra missir“ Óli og fjölskylda hans eru úti í Erlangen í Þýskalandi og eru að skoða sín mál þessa dagana. „Ég er tiltölulega nýkominn inn í þennan heim, var að vonast til þess að forráðamenn Erlangen myndu treysta mér til þess að taka við þjálfarastöðunni en það var bara ekki. Það er bara þeirra ákvörðun, þeirra missir. Ég nota bara tímann núna til þess að skoða alla möguleika í stöðunni, fara yfir mín mál og gera mig tilbúinn í næsta verkefni.“ Ólafur Stefánsson á hliðarlínunni hjá HC Erlangen.Erlangen „Ég er með umboðsmenn sem eru að sinna þessum málum fyrir mig og svo sjáum við til hvað gerist. Auðvitað er tímabilið hafið og þetta ber að með skömmum fyrirvara. Ég gæti því alveg þurft að hinkra í einhverja mánuði, jafnvel ár, þar til eitthvað kemur upp á borðið. Ég er þrátt fyrir allt góður en auðvitað vantar upp á þá tilfinningu að vera með puttana í boltanum og ég reyni bara að bæta upp fyrir það með því að horfa á handbolta, vinna í XPS-inu og svo kannski laga þýskuna eitthvað aðeins.“ Stefnir á starf sem aðalþjálfari Tímapunkturinn á svona vendingum er aldrei góður en í tilfelli Ólafs er staðan sú að stutt er í að tímabilið í helstu deildum evrópska boltans hefjist og ekki mikið um lausar stöður. „Ég vil bara komast út í þjálfun á nýjan leik, helst í Þýskalandi. Orkan er góð og ég tel mig kunna þennan leik nokkuð vel. Þessir 15 mánuðir sem ég varði hjá Erlangen voru mjög góðir og lærdómsríkir, núna þekki ég orðið þýsku úrvalsdeildina mjög vel sem og leikmannamarkaðinn í kringum deildina. Ég var orðinn lélegur í þeim þáttum eftir nánast tíu ára frí en ég tel mig kunna þennan leik nokkuð vel og kann ýmislegt. Þá er ég alveg ótrúlega gíraður í handboltann eftir tíu ár á Íslandi í allt öðru.“ Ólafur stefnir á aðalþjálfarastarf. „Svo það sé á hreinu. Það er komið gott af því að starfa sem aðstoðarþjálfari nema ef eitthvað mjög skrítið gerist og einhver toppþjálfari hringi.“ Hefurðu átt í viðræðum við einhver félög undanfarið? „Við erum ekki komnir á þann stað, ég er bara nýbúinn að semja um starfslok við Erlangen. Þetta fer af stað hægt og bítandi og svo bíður maður bara eftir því að eitthvað komi upp á borðið og notar tímann í millitíðinni til þess að horfa á handbolta og halda sér við.“ Fann fyrir ástríðunni á ný í gegnum son sinn Þannig að þú hefur algjörlega fundið þína hillu á nýjan leik í handboltaþjálfun? „Já ég er bara kominn á þann stað. Ef ég tek aðeins heimspekina á þetta þá sér maður fyrst fjallið eins og fjall, svo hættir maður að sjá fjallið sem fjall og svo fer maður aftur að sjá fjallið sem fjall. Þetta er svona klassísk búddísk setning. Þegar að því kom þá sá ég handboltann sem handbolta í staðin fyrir fjall. Ég fékk allt í einu bara ást á íþróttinni á nýjan leik og þá kannski aðallega í gegnum strákinn minn.“ Ólafur á þar við son sinn Einar Þorstein sem spilar undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Fredericia. „Ég var búinn að gera allt sem ég taldi mig geta gert á Íslandi í átt að því að advókera fyrir skringileik, heimspeki og hinu ljóðræna. Ég er kominn á endastöð þar í bili og þá var handboltinn farinn að kalla alltaf meira og meira á mig aftur í gegnum strákinn minn.“ Einar Þorsteinn spilar undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar hjá Fredericia í Danmörku. Faðir Einars er Ólafur Stefánsson, handboltagoðsögn.Vísir/Samsett mynd „Það var því gott fyrir mig að komast aftur inn í þennan heim svo ég gæti séð hvort ég geti nýtt mér allt það sem ég bý að ferli mínum sem leikmaður sem og það sem ég lærði á þessum átta til níu árum mínum heima á Íslandi. Hvort að þessi reynsla mín af þessum mismunandi sviðum geti nýst mér í að gera eitthvað handboltafélag betra.“ Klippa: Gengið fram hjá Óla Stef Þýski handboltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Ólafur hafði gegnt stöðu aðstoðarþjálfara hjá Erlangen í tæpt eitt og hálft ár en breytingar urðu á hans högum nýverið. „Ég var aðstoðarþjálfari þarna í 15 mánuði og starfaði þar með aðalþjálfara sem var einnig íþróttastjóri hjá félaginu. Sá maður ákveður, með frekar stuttum fyrirvara, að hætta sem þjálfari og einbeita sér að íþróttastjórastöðunni og í staðinn fyrir að taka mig inn sem aðalþjálfara, ákveður félagið að ráða inn annan þjálfara í aðalþjálfarastöðuna.“ „Ég fékk allt í einu bara ást á íþróttinni á nýjan leik og þá kannski aðallega í gegnum strákinn minn.“ Hartmut Mayerhoffer, fyrrum þjálfari Göppingen, var ráðinn í starfið. „Ég er bara á milli vita núna. Búinn að gera starfslokasamning við Erlangen og er bara að finna mér nýtt félag.“ „Þeirra ákvörðun, þeirra missir“ Óli og fjölskylda hans eru úti í Erlangen í Þýskalandi og eru að skoða sín mál þessa dagana. „Ég er tiltölulega nýkominn inn í þennan heim, var að vonast til þess að forráðamenn Erlangen myndu treysta mér til þess að taka við þjálfarastöðunni en það var bara ekki. Það er bara þeirra ákvörðun, þeirra missir. Ég nota bara tímann núna til þess að skoða alla möguleika í stöðunni, fara yfir mín mál og gera mig tilbúinn í næsta verkefni.“ Ólafur Stefánsson á hliðarlínunni hjá HC Erlangen.Erlangen „Ég er með umboðsmenn sem eru að sinna þessum málum fyrir mig og svo sjáum við til hvað gerist. Auðvitað er tímabilið hafið og þetta ber að með skömmum fyrirvara. Ég gæti því alveg þurft að hinkra í einhverja mánuði, jafnvel ár, þar til eitthvað kemur upp á borðið. Ég er þrátt fyrir allt góður en auðvitað vantar upp á þá tilfinningu að vera með puttana í boltanum og ég reyni bara að bæta upp fyrir það með því að horfa á handbolta, vinna í XPS-inu og svo kannski laga þýskuna eitthvað aðeins.“ Stefnir á starf sem aðalþjálfari Tímapunkturinn á svona vendingum er aldrei góður en í tilfelli Ólafs er staðan sú að stutt er í að tímabilið í helstu deildum evrópska boltans hefjist og ekki mikið um lausar stöður. „Ég vil bara komast út í þjálfun á nýjan leik, helst í Þýskalandi. Orkan er góð og ég tel mig kunna þennan leik nokkuð vel. Þessir 15 mánuðir sem ég varði hjá Erlangen voru mjög góðir og lærdómsríkir, núna þekki ég orðið þýsku úrvalsdeildina mjög vel sem og leikmannamarkaðinn í kringum deildina. Ég var orðinn lélegur í þeim þáttum eftir nánast tíu ára frí en ég tel mig kunna þennan leik nokkuð vel og kann ýmislegt. Þá er ég alveg ótrúlega gíraður í handboltann eftir tíu ár á Íslandi í allt öðru.“ Ólafur stefnir á aðalþjálfarastarf. „Svo það sé á hreinu. Það er komið gott af því að starfa sem aðstoðarþjálfari nema ef eitthvað mjög skrítið gerist og einhver toppþjálfari hringi.“ Hefurðu átt í viðræðum við einhver félög undanfarið? „Við erum ekki komnir á þann stað, ég er bara nýbúinn að semja um starfslok við Erlangen. Þetta fer af stað hægt og bítandi og svo bíður maður bara eftir því að eitthvað komi upp á borðið og notar tímann í millitíðinni til þess að horfa á handbolta og halda sér við.“ Fann fyrir ástríðunni á ný í gegnum son sinn Þannig að þú hefur algjörlega fundið þína hillu á nýjan leik í handboltaþjálfun? „Já ég er bara kominn á þann stað. Ef ég tek aðeins heimspekina á þetta þá sér maður fyrst fjallið eins og fjall, svo hættir maður að sjá fjallið sem fjall og svo fer maður aftur að sjá fjallið sem fjall. Þetta er svona klassísk búddísk setning. Þegar að því kom þá sá ég handboltann sem handbolta í staðin fyrir fjall. Ég fékk allt í einu bara ást á íþróttinni á nýjan leik og þá kannski aðallega í gegnum strákinn minn.“ Ólafur á þar við son sinn Einar Þorstein sem spilar undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Fredericia. „Ég var búinn að gera allt sem ég taldi mig geta gert á Íslandi í átt að því að advókera fyrir skringileik, heimspeki og hinu ljóðræna. Ég er kominn á endastöð þar í bili og þá var handboltinn farinn að kalla alltaf meira og meira á mig aftur í gegnum strákinn minn.“ Einar Þorsteinn spilar undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar hjá Fredericia í Danmörku. Faðir Einars er Ólafur Stefánsson, handboltagoðsögn.Vísir/Samsett mynd „Það var því gott fyrir mig að komast aftur inn í þennan heim svo ég gæti séð hvort ég geti nýtt mér allt það sem ég bý að ferli mínum sem leikmaður sem og það sem ég lærði á þessum átta til níu árum mínum heima á Íslandi. Hvort að þessi reynsla mín af þessum mismunandi sviðum geti nýst mér í að gera eitthvað handboltafélag betra.“ Klippa: Gengið fram hjá Óla Stef
Þýski handboltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira