Fallist á lengra gæsluvarðhald: Vonast eftir niðurstöðu krufningar um mánaðamótin Árni Sæberg skrifar 16. ágúst 2023 18:29 Lögreglan á Selfossi hefur málið til rannsóknar. Vísir/Vilhelm Landsréttur féllst í dag á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um manndráp í heimahúsi á Selfossi. Hann hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 27. apríl síðastliðnum og mun sæta því áfram til 31. þessa mánaðar hið skemmsta. Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði þann 11. ágúst síðastliðinn að maðurinn skyldi sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi til föstudagsins 25 ágúst næstkomandi. Lögreglustjóri Suðurlands hafði gert kröfu um gæsluvarðhaldið yrði framlengt um fjórar vikur, eða til 8. september næstkomandi. Úrskurður þessi var kærður til Landsréttar sem hefur nú úrskurðað að maðurinn sæti gæsluvarðhaldi til fimmtudagsins 31. ágúst. Þetta segir í tilkynningu á vef lögreglunnar. Rannsókn að mestu lokið Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að farið hafi verið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald á grundvelli brýnna rannsóknarhagsmuna. Í lögum um meðferð sakamála segir að ekki megi halda mönnum í gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur nema brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess eða mál hafi verið höfðað gegn honum. Þá segir að brýnir rannsóknarhagsmunir geti verið vegna þess að ætla megi að sakborningur muni torvelda rannsókn málsins, svo sem með því að afmá merki eftir brot, skjóta undan munum ellegar hafa áhrif á samseka eða vitni. Sveinn Kristján segir að rannsókn málsins sé svo gott sem lokið að öðru leyti en því að beðið sé eftir lokaniðurstöðu krufningar. Vonast eftir niðurstöðu um mánaðamótin Sveinn Kristján segir að Lögreglan á Suðurlandi vonist til þess að lokaniðurstaða muni liggja fyrir um mánaðamótin eða fyrr. Niðurstaðan sé gríðarlega mikilvægt gagn í málinu. Þá segir hann að verði engar gríðarlegar breytur í lokaniðurstöðunni frá bráðabirgðaniðurstöðu þá muni ránnsókn málsins ljúka fljótlega eftir að þær liggja fyrir. Málið fari þá á borð héraðssaksóknara, sem lögreglan hafi verið í góðu samstarfi við við rannsókn málsins. Grunur um manndráp á Selfossi Lögreglumál Árborg Tengdar fréttir Brýnir hagsmunir halda þeim grunaða á Selfossi bak við lás og slá Lögreglustjórinn á Suðurlandi gerði í dag enn einu gæsluvarðhaldskröfuna fyrir héraðsdómi yfir manni sem grunaður er um manndráp. Maðurinn var handtekinn 27. apríl síðastliðinn en krafan er lögð fram á grundvelli brýnna rannsóknarhagsmuna þar sem endanleg niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir. 11. ágúst 2023 18:01 Krefjast fjögurra vikna áframhaldandi varðhalds vegna manndráps á Selfossi Lögreglan á Suðurlandi hefur óskað eftir áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir karlmanni á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið ungri konu að bana á Selfossi í lok apríl. Von er á niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands síðar í dag. Ellefu vikur eru nú liðnar frá því að maðurinn var fyrst úrskurðaður í gæsluvarðhald. 14. júlí 2023 12:00 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði þann 11. ágúst síðastliðinn að maðurinn skyldi sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi til föstudagsins 25 ágúst næstkomandi. Lögreglustjóri Suðurlands hafði gert kröfu um gæsluvarðhaldið yrði framlengt um fjórar vikur, eða til 8. september næstkomandi. Úrskurður þessi var kærður til Landsréttar sem hefur nú úrskurðað að maðurinn sæti gæsluvarðhaldi til fimmtudagsins 31. ágúst. Þetta segir í tilkynningu á vef lögreglunnar. Rannsókn að mestu lokið Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að farið hafi verið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald á grundvelli brýnna rannsóknarhagsmuna. Í lögum um meðferð sakamála segir að ekki megi halda mönnum í gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur nema brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess eða mál hafi verið höfðað gegn honum. Þá segir að brýnir rannsóknarhagsmunir geti verið vegna þess að ætla megi að sakborningur muni torvelda rannsókn málsins, svo sem með því að afmá merki eftir brot, skjóta undan munum ellegar hafa áhrif á samseka eða vitni. Sveinn Kristján segir að rannsókn málsins sé svo gott sem lokið að öðru leyti en því að beðið sé eftir lokaniðurstöðu krufningar. Vonast eftir niðurstöðu um mánaðamótin Sveinn Kristján segir að Lögreglan á Suðurlandi vonist til þess að lokaniðurstaða muni liggja fyrir um mánaðamótin eða fyrr. Niðurstaðan sé gríðarlega mikilvægt gagn í málinu. Þá segir hann að verði engar gríðarlegar breytur í lokaniðurstöðunni frá bráðabirgðaniðurstöðu þá muni ránnsókn málsins ljúka fljótlega eftir að þær liggja fyrir. Málið fari þá á borð héraðssaksóknara, sem lögreglan hafi verið í góðu samstarfi við við rannsókn málsins.
Grunur um manndráp á Selfossi Lögreglumál Árborg Tengdar fréttir Brýnir hagsmunir halda þeim grunaða á Selfossi bak við lás og slá Lögreglustjórinn á Suðurlandi gerði í dag enn einu gæsluvarðhaldskröfuna fyrir héraðsdómi yfir manni sem grunaður er um manndráp. Maðurinn var handtekinn 27. apríl síðastliðinn en krafan er lögð fram á grundvelli brýnna rannsóknarhagsmuna þar sem endanleg niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir. 11. ágúst 2023 18:01 Krefjast fjögurra vikna áframhaldandi varðhalds vegna manndráps á Selfossi Lögreglan á Suðurlandi hefur óskað eftir áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir karlmanni á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið ungri konu að bana á Selfossi í lok apríl. Von er á niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands síðar í dag. Ellefu vikur eru nú liðnar frá því að maðurinn var fyrst úrskurðaður í gæsluvarðhald. 14. júlí 2023 12:00 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira
Brýnir hagsmunir halda þeim grunaða á Selfossi bak við lás og slá Lögreglustjórinn á Suðurlandi gerði í dag enn einu gæsluvarðhaldskröfuna fyrir héraðsdómi yfir manni sem grunaður er um manndráp. Maðurinn var handtekinn 27. apríl síðastliðinn en krafan er lögð fram á grundvelli brýnna rannsóknarhagsmuna þar sem endanleg niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir. 11. ágúst 2023 18:01
Krefjast fjögurra vikna áframhaldandi varðhalds vegna manndráps á Selfossi Lögreglan á Suðurlandi hefur óskað eftir áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir karlmanni á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið ungri konu að bana á Selfossi í lok apríl. Von er á niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands síðar í dag. Ellefu vikur eru nú liðnar frá því að maðurinn var fyrst úrskurðaður í gæsluvarðhald. 14. júlí 2023 12:00