Fallist á lengra gæsluvarðhald: Vonast eftir niðurstöðu krufningar um mánaðamótin Árni Sæberg skrifar 16. ágúst 2023 18:29 Lögreglan á Selfossi hefur málið til rannsóknar. Vísir/Vilhelm Landsréttur féllst í dag á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um manndráp í heimahúsi á Selfossi. Hann hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 27. apríl síðastliðnum og mun sæta því áfram til 31. þessa mánaðar hið skemmsta. Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði þann 11. ágúst síðastliðinn að maðurinn skyldi sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi til föstudagsins 25 ágúst næstkomandi. Lögreglustjóri Suðurlands hafði gert kröfu um gæsluvarðhaldið yrði framlengt um fjórar vikur, eða til 8. september næstkomandi. Úrskurður þessi var kærður til Landsréttar sem hefur nú úrskurðað að maðurinn sæti gæsluvarðhaldi til fimmtudagsins 31. ágúst. Þetta segir í tilkynningu á vef lögreglunnar. Rannsókn að mestu lokið Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að farið hafi verið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald á grundvelli brýnna rannsóknarhagsmuna. Í lögum um meðferð sakamála segir að ekki megi halda mönnum í gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur nema brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess eða mál hafi verið höfðað gegn honum. Þá segir að brýnir rannsóknarhagsmunir geti verið vegna þess að ætla megi að sakborningur muni torvelda rannsókn málsins, svo sem með því að afmá merki eftir brot, skjóta undan munum ellegar hafa áhrif á samseka eða vitni. Sveinn Kristján segir að rannsókn málsins sé svo gott sem lokið að öðru leyti en því að beðið sé eftir lokaniðurstöðu krufningar. Vonast eftir niðurstöðu um mánaðamótin Sveinn Kristján segir að Lögreglan á Suðurlandi vonist til þess að lokaniðurstaða muni liggja fyrir um mánaðamótin eða fyrr. Niðurstaðan sé gríðarlega mikilvægt gagn í málinu. Þá segir hann að verði engar gríðarlegar breytur í lokaniðurstöðunni frá bráðabirgðaniðurstöðu þá muni ránnsókn málsins ljúka fljótlega eftir að þær liggja fyrir. Málið fari þá á borð héraðssaksóknara, sem lögreglan hafi verið í góðu samstarfi við við rannsókn málsins. Grunur um manndráp á Selfossi Lögreglumál Árborg Tengdar fréttir Brýnir hagsmunir halda þeim grunaða á Selfossi bak við lás og slá Lögreglustjórinn á Suðurlandi gerði í dag enn einu gæsluvarðhaldskröfuna fyrir héraðsdómi yfir manni sem grunaður er um manndráp. Maðurinn var handtekinn 27. apríl síðastliðinn en krafan er lögð fram á grundvelli brýnna rannsóknarhagsmuna þar sem endanleg niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir. 11. ágúst 2023 18:01 Krefjast fjögurra vikna áframhaldandi varðhalds vegna manndráps á Selfossi Lögreglan á Suðurlandi hefur óskað eftir áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir karlmanni á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið ungri konu að bana á Selfossi í lok apríl. Von er á niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands síðar í dag. Ellefu vikur eru nú liðnar frá því að maðurinn var fyrst úrskurðaður í gæsluvarðhald. 14. júlí 2023 12:00 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði þann 11. ágúst síðastliðinn að maðurinn skyldi sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi til föstudagsins 25 ágúst næstkomandi. Lögreglustjóri Suðurlands hafði gert kröfu um gæsluvarðhaldið yrði framlengt um fjórar vikur, eða til 8. september næstkomandi. Úrskurður þessi var kærður til Landsréttar sem hefur nú úrskurðað að maðurinn sæti gæsluvarðhaldi til fimmtudagsins 31. ágúst. Þetta segir í tilkynningu á vef lögreglunnar. Rannsókn að mestu lokið Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að farið hafi verið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald á grundvelli brýnna rannsóknarhagsmuna. Í lögum um meðferð sakamála segir að ekki megi halda mönnum í gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur nema brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess eða mál hafi verið höfðað gegn honum. Þá segir að brýnir rannsóknarhagsmunir geti verið vegna þess að ætla megi að sakborningur muni torvelda rannsókn málsins, svo sem með því að afmá merki eftir brot, skjóta undan munum ellegar hafa áhrif á samseka eða vitni. Sveinn Kristján segir að rannsókn málsins sé svo gott sem lokið að öðru leyti en því að beðið sé eftir lokaniðurstöðu krufningar. Vonast eftir niðurstöðu um mánaðamótin Sveinn Kristján segir að Lögreglan á Suðurlandi vonist til þess að lokaniðurstaða muni liggja fyrir um mánaðamótin eða fyrr. Niðurstaðan sé gríðarlega mikilvægt gagn í málinu. Þá segir hann að verði engar gríðarlegar breytur í lokaniðurstöðunni frá bráðabirgðaniðurstöðu þá muni ránnsókn málsins ljúka fljótlega eftir að þær liggja fyrir. Málið fari þá á borð héraðssaksóknara, sem lögreglan hafi verið í góðu samstarfi við við rannsókn málsins.
Grunur um manndráp á Selfossi Lögreglumál Árborg Tengdar fréttir Brýnir hagsmunir halda þeim grunaða á Selfossi bak við lás og slá Lögreglustjórinn á Suðurlandi gerði í dag enn einu gæsluvarðhaldskröfuna fyrir héraðsdómi yfir manni sem grunaður er um manndráp. Maðurinn var handtekinn 27. apríl síðastliðinn en krafan er lögð fram á grundvelli brýnna rannsóknarhagsmuna þar sem endanleg niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir. 11. ágúst 2023 18:01 Krefjast fjögurra vikna áframhaldandi varðhalds vegna manndráps á Selfossi Lögreglan á Suðurlandi hefur óskað eftir áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir karlmanni á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið ungri konu að bana á Selfossi í lok apríl. Von er á niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands síðar í dag. Ellefu vikur eru nú liðnar frá því að maðurinn var fyrst úrskurðaður í gæsluvarðhald. 14. júlí 2023 12:00 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Brýnir hagsmunir halda þeim grunaða á Selfossi bak við lás og slá Lögreglustjórinn á Suðurlandi gerði í dag enn einu gæsluvarðhaldskröfuna fyrir héraðsdómi yfir manni sem grunaður er um manndráp. Maðurinn var handtekinn 27. apríl síðastliðinn en krafan er lögð fram á grundvelli brýnna rannsóknarhagsmuna þar sem endanleg niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir. 11. ágúst 2023 18:01
Krefjast fjögurra vikna áframhaldandi varðhalds vegna manndráps á Selfossi Lögreglan á Suðurlandi hefur óskað eftir áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir karlmanni á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið ungri konu að bana á Selfossi í lok apríl. Von er á niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands síðar í dag. Ellefu vikur eru nú liðnar frá því að maðurinn var fyrst úrskurðaður í gæsluvarðhald. 14. júlí 2023 12:00