„Pældu í því hvað þú gætir keypt mikið kókaín, dópistinn þinn“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. ágúst 2023 23:31 Logan Paul og Conor McGregor leiðis ekki að komast á forsíður fjölmiðlanna. Vísir/Getty Logan Paul hefur brugðist við orðum Conor McGregor um bardaga Paul gegn Dillon Danis í október. Paul segist vera tilbúinn að veðja milljón dollurum á eigin sigur í bardaganum. Youtube-stjarnan Logan Paul hefur keppt í fjölbragðaglímu síðustu misserin en er á leið í hnefaleikahringinn innan skamms þar sem hann mun keppa í hnefaleikum í fyrsta sinn í um tvö ár. Mótherji hans í hringnum verður Dillon Danis en hann er líklega þekktari fyrir að vera æfingafélagi Conor McGregor heldur en fyrir afrek sín í íþróttinni. Á dögunum tjáði McGregor sig um bardagann sem fer fram þann 14. október. „Ég hef þekkt Dillon í mörg ár og æft með honum lengi. Ég hef leitt hann áfram. Ég mun þjálfa hann og ég ábyrgist að hann mun vinna, vonandi mætir Paul,“ sagði fyrrum UFC-meistarinn við Matchroom Boxing. Vitaskuld ætlar Logan Paul ekki að sitja undir þessum ummælum McGregor án þess að leggja orð í belg. Hann birti innlegg á X þar sem hann skorar á McGregor í veðmáli og segist vera tilbúinn að leggja eina milljón dollara undir á eigin sigur. You guarantee a win? I ll bet you $1,000,000 I beat Dildo Danis on October 14 @TheNotoriousMMA pic.twitter.com/cktDrH6jWa— Logan Paul (@LoganPaul) August 14, 2023 „Sýndu nú hvað þú ert sjálfsöruggur. Pældu í því hvað þú gætir keypt mikið kókaín, dópistinn þinn. Þann 14. október, þá rústa ég ykkur báðum,“ sagði Paul í myndbandi á X en oft á tíðum hefur meint eiturlyfjaneysla McGregor verið til umræðu. Bardagi Paul og Danis fer fram í Manchester áður en KSI mætir Tommy Fury í aðalbardaga kvöldsins. Box Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira
Youtube-stjarnan Logan Paul hefur keppt í fjölbragðaglímu síðustu misserin en er á leið í hnefaleikahringinn innan skamms þar sem hann mun keppa í hnefaleikum í fyrsta sinn í um tvö ár. Mótherji hans í hringnum verður Dillon Danis en hann er líklega þekktari fyrir að vera æfingafélagi Conor McGregor heldur en fyrir afrek sín í íþróttinni. Á dögunum tjáði McGregor sig um bardagann sem fer fram þann 14. október. „Ég hef þekkt Dillon í mörg ár og æft með honum lengi. Ég hef leitt hann áfram. Ég mun þjálfa hann og ég ábyrgist að hann mun vinna, vonandi mætir Paul,“ sagði fyrrum UFC-meistarinn við Matchroom Boxing. Vitaskuld ætlar Logan Paul ekki að sitja undir þessum ummælum McGregor án þess að leggja orð í belg. Hann birti innlegg á X þar sem hann skorar á McGregor í veðmáli og segist vera tilbúinn að leggja eina milljón dollara undir á eigin sigur. You guarantee a win? I ll bet you $1,000,000 I beat Dildo Danis on October 14 @TheNotoriousMMA pic.twitter.com/cktDrH6jWa— Logan Paul (@LoganPaul) August 14, 2023 „Sýndu nú hvað þú ert sjálfsöruggur. Pældu í því hvað þú gætir keypt mikið kókaín, dópistinn þinn. Þann 14. október, þá rústa ég ykkur báðum,“ sagði Paul í myndbandi á X en oft á tíðum hefur meint eiturlyfjaneysla McGregor verið til umræðu. Bardagi Paul og Danis fer fram í Manchester áður en KSI mætir Tommy Fury í aðalbardaga kvöldsins.
Box Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira