Komu að hústökumanni sem hafði lagt íbúðina í rúst Kristinn Haukur Guðnason skrifar 16. ágúst 2023 21:01 Íbúðin var gjörsamlega í rúst þegar parið opnaði hurðina. Erlent par sem leigir stúdentaíbúð hjá Félagsstofnun stúdenta (FS) kom að hústökumanni þegar það opnaði íbúðina í fyrsta sinn. Maðurinn tók á rás en skildi eftir sig eiturlyf og íbúðina í rúst. Parið deildi sögu sinni á samfélagsmiðlum en það leigði íbúð FS í Skjólgarði við Brautarholt 7 til 9 í Reykjavík. Parið hafði íbúðina á leigu frá júní en kom ekki til landsins fyrr en nýlega og fengu lyklana afhenta. „Þegar við komum og opnuðum hurðina fundum við mann sem hafði augljóslega dvalið í íbúðinni í þó nokkurn tíma,“ segir í færslunni. „Maðurinn tók á rás út úr íbúðinni og hljóp niður stigann.“ Íbúðin var algjörlega í rúst vegna skemmdarverka. En í flýti sínum skildi maðurinn ýmsar eigur sínar eftir, einkum fíkniefni. „Einhverra hluta vegna hafði þessi maður aðgang að byggingunni og íbúðinni,“ segir í færslunni. Parið segist hafa látið háskólann vita og að þeim hafi verið hjálpað. Þau séu þó í miklu uppnámi eftir þessa uppákomu. Þá hafi þau einnig heyrt af fleiri sambærilegum tilfellum, þar sem hústökufólk hafi komið sér fyrir í tómum stúdentaíbúðum. Annað húsnæði samdægurs Heiður Anna Helgadóttir, þjónustustjóri hjá FS, segir að málið hafi verið leyst farsællega samdægurs. Annað húsnæði hafi verið fundið handa fólkinu. Að öðru leyti geti hún ekki tjáð sig um mál þessa fólks. Aðspurð um hvort að FS sé með einhvers konar öryggiskerfi eða húsverði á stúdentagörðum segir Heiður að í flestum húsum séu svokallaðir garðprófastar. Það eru nokkurs konar húsverðir sem sjá um að allt sé í röð og reglu. Engin mönnuð gæsla sé hins vegar á svæðinu. Þá segir Heiður að myndavélar séu í sameiginlegum rýmum á görðunum, þar á meðal í Skjólgarði. Einnig óskar FS eftir því að leigjendur láti stofnunina vita ef þeir eru fjarverandi í meira en tíu daga svo hægt sé að hafa auga með íbúðum. Reykjavík Hagsmunir stúdenta Háskólar Húsnæðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Parið deildi sögu sinni á samfélagsmiðlum en það leigði íbúð FS í Skjólgarði við Brautarholt 7 til 9 í Reykjavík. Parið hafði íbúðina á leigu frá júní en kom ekki til landsins fyrr en nýlega og fengu lyklana afhenta. „Þegar við komum og opnuðum hurðina fundum við mann sem hafði augljóslega dvalið í íbúðinni í þó nokkurn tíma,“ segir í færslunni. „Maðurinn tók á rás út úr íbúðinni og hljóp niður stigann.“ Íbúðin var algjörlega í rúst vegna skemmdarverka. En í flýti sínum skildi maðurinn ýmsar eigur sínar eftir, einkum fíkniefni. „Einhverra hluta vegna hafði þessi maður aðgang að byggingunni og íbúðinni,“ segir í færslunni. Parið segist hafa látið háskólann vita og að þeim hafi verið hjálpað. Þau séu þó í miklu uppnámi eftir þessa uppákomu. Þá hafi þau einnig heyrt af fleiri sambærilegum tilfellum, þar sem hústökufólk hafi komið sér fyrir í tómum stúdentaíbúðum. Annað húsnæði samdægurs Heiður Anna Helgadóttir, þjónustustjóri hjá FS, segir að málið hafi verið leyst farsællega samdægurs. Annað húsnæði hafi verið fundið handa fólkinu. Að öðru leyti geti hún ekki tjáð sig um mál þessa fólks. Aðspurð um hvort að FS sé með einhvers konar öryggiskerfi eða húsverði á stúdentagörðum segir Heiður að í flestum húsum séu svokallaðir garðprófastar. Það eru nokkurs konar húsverðir sem sjá um að allt sé í röð og reglu. Engin mönnuð gæsla sé hins vegar á svæðinu. Þá segir Heiður að myndavélar séu í sameiginlegum rýmum á görðunum, þar á meðal í Skjólgarði. Einnig óskar FS eftir því að leigjendur láti stofnunina vita ef þeir eru fjarverandi í meira en tíu daga svo hægt sé að hafa auga með íbúðum.
Reykjavík Hagsmunir stúdenta Háskólar Húsnæðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira