Metdagur í pizzasölu hjá Domino's Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. ágúst 2023 08:44 Garðbæingar voru sólgnir í Domino's-pizzu eins og aðrir. Vísir/Nanna Guðrún Domino's á Íslandi fagnaði í gær þrjátíu ára afmæli með því að bjóða upp á verð frá 1993. Eftirspurnin var slík að loka þurfti fyrir pantanir klukkan hálf sjö en þá var biðtími sums staðar kominn upp í þrjá klukkutíma. Aldrei hafa selst jafn margar pizzur og í gær. Magnús Hafliðason, forstjóri Domino‘s á Íslandi, segir í samtali við Vísi að enn sé verið að taka saman endanlegar tölur um söluna í gær en að áætlað sé að rúmlega 25 þúsund pítsur hafi verið seldar. Þá segir hann að gærdagurinn hafi verið sá stærsti frá upphafi, jafnt í fjölda pantana og fjölda pizza. Magnið sé einsdæmi á þrjátíu árum. Aðspurður um hvaða pítsur hafi verið vinsælastar í gær segir Magnús að það hafi verið mjög blandað en að útlit sé fyrir að Domino's Extra og Domino's Pepperoni hafi verið vinsælastar. Boðið var upp á átta pítsur sem voru á upprunalegum matseðli Domino's þegar opnaði 16. ágúst árið 1993. Einhverjar vörur verði ekki fáanlegar Magnús segist harma langa bið og þá staðreynd að allir hafi ekki náð að panta sér pizzu. Hins vegar hafi Domino's einfaldlega orðið uppiskroppa með deig og því ekki getað selt fleiri pizzur. Einnig segir hann að vegna mikillar eftirspurnar í gær megi reikna með að einhverjar vörur verði ekki fáanlegar í dag. Þá kemur fram að í næstu viku muni Domino's halda áfram að fagna afmælinu með sérstakri afmælis-Megaviku þar sem bryddað verður upp á ýmsu óhefðbundnu í tilefni afmælisins. Í fréttatilkynningu frá Domino's segir að reikna megi með því að um það bil fjórði hver landsmaður hafi gætt sér á pizzu frá Domino's í gær. Það er býsna erfitt að sannreyna slíkar yfirlýsingar, sérstaklega þegar sölutölur liggja ekki fyrir. En það hafa greinilega margir gætt sér á Domino's-pizzu í gær. Matur Veitingastaðir Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Magnús Hafliðason, forstjóri Domino‘s á Íslandi, segir í samtali við Vísi að enn sé verið að taka saman endanlegar tölur um söluna í gær en að áætlað sé að rúmlega 25 þúsund pítsur hafi verið seldar. Þá segir hann að gærdagurinn hafi verið sá stærsti frá upphafi, jafnt í fjölda pantana og fjölda pizza. Magnið sé einsdæmi á þrjátíu árum. Aðspurður um hvaða pítsur hafi verið vinsælastar í gær segir Magnús að það hafi verið mjög blandað en að útlit sé fyrir að Domino's Extra og Domino's Pepperoni hafi verið vinsælastar. Boðið var upp á átta pítsur sem voru á upprunalegum matseðli Domino's þegar opnaði 16. ágúst árið 1993. Einhverjar vörur verði ekki fáanlegar Magnús segist harma langa bið og þá staðreynd að allir hafi ekki náð að panta sér pizzu. Hins vegar hafi Domino's einfaldlega orðið uppiskroppa með deig og því ekki getað selt fleiri pizzur. Einnig segir hann að vegna mikillar eftirspurnar í gær megi reikna með að einhverjar vörur verði ekki fáanlegar í dag. Þá kemur fram að í næstu viku muni Domino's halda áfram að fagna afmælinu með sérstakri afmælis-Megaviku þar sem bryddað verður upp á ýmsu óhefðbundnu í tilefni afmælisins. Í fréttatilkynningu frá Domino's segir að reikna megi með því að um það bil fjórði hver landsmaður hafi gætt sér á pizzu frá Domino's í gær. Það er býsna erfitt að sannreyna slíkar yfirlýsingar, sérstaklega þegar sölutölur liggja ekki fyrir. En það hafa greinilega margir gætt sér á Domino's-pizzu í gær.
Matur Veitingastaðir Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira