Metdagur í pizzasölu hjá Domino's Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. ágúst 2023 08:44 Garðbæingar voru sólgnir í Domino's-pizzu eins og aðrir. Vísir/Nanna Guðrún Domino's á Íslandi fagnaði í gær þrjátíu ára afmæli með því að bjóða upp á verð frá 1993. Eftirspurnin var slík að loka þurfti fyrir pantanir klukkan hálf sjö en þá var biðtími sums staðar kominn upp í þrjá klukkutíma. Aldrei hafa selst jafn margar pizzur og í gær. Magnús Hafliðason, forstjóri Domino‘s á Íslandi, segir í samtali við Vísi að enn sé verið að taka saman endanlegar tölur um söluna í gær en að áætlað sé að rúmlega 25 þúsund pítsur hafi verið seldar. Þá segir hann að gærdagurinn hafi verið sá stærsti frá upphafi, jafnt í fjölda pantana og fjölda pizza. Magnið sé einsdæmi á þrjátíu árum. Aðspurður um hvaða pítsur hafi verið vinsælastar í gær segir Magnús að það hafi verið mjög blandað en að útlit sé fyrir að Domino's Extra og Domino's Pepperoni hafi verið vinsælastar. Boðið var upp á átta pítsur sem voru á upprunalegum matseðli Domino's þegar opnaði 16. ágúst árið 1993. Einhverjar vörur verði ekki fáanlegar Magnús segist harma langa bið og þá staðreynd að allir hafi ekki náð að panta sér pizzu. Hins vegar hafi Domino's einfaldlega orðið uppiskroppa með deig og því ekki getað selt fleiri pizzur. Einnig segir hann að vegna mikillar eftirspurnar í gær megi reikna með að einhverjar vörur verði ekki fáanlegar í dag. Þá kemur fram að í næstu viku muni Domino's halda áfram að fagna afmælinu með sérstakri afmælis-Megaviku þar sem bryddað verður upp á ýmsu óhefðbundnu í tilefni afmælisins. Í fréttatilkynningu frá Domino's segir að reikna megi með því að um það bil fjórði hver landsmaður hafi gætt sér á pizzu frá Domino's í gær. Það er býsna erfitt að sannreyna slíkar yfirlýsingar, sérstaklega þegar sölutölur liggja ekki fyrir. En það hafa greinilega margir gætt sér á Domino's-pizzu í gær. Matur Veitingastaðir Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Magnús Hafliðason, forstjóri Domino‘s á Íslandi, segir í samtali við Vísi að enn sé verið að taka saman endanlegar tölur um söluna í gær en að áætlað sé að rúmlega 25 þúsund pítsur hafi verið seldar. Þá segir hann að gærdagurinn hafi verið sá stærsti frá upphafi, jafnt í fjölda pantana og fjölda pizza. Magnið sé einsdæmi á þrjátíu árum. Aðspurður um hvaða pítsur hafi verið vinsælastar í gær segir Magnús að það hafi verið mjög blandað en að útlit sé fyrir að Domino's Extra og Domino's Pepperoni hafi verið vinsælastar. Boðið var upp á átta pítsur sem voru á upprunalegum matseðli Domino's þegar opnaði 16. ágúst árið 1993. Einhverjar vörur verði ekki fáanlegar Magnús segist harma langa bið og þá staðreynd að allir hafi ekki náð að panta sér pizzu. Hins vegar hafi Domino's einfaldlega orðið uppiskroppa með deig og því ekki getað selt fleiri pizzur. Einnig segir hann að vegna mikillar eftirspurnar í gær megi reikna með að einhverjar vörur verði ekki fáanlegar í dag. Þá kemur fram að í næstu viku muni Domino's halda áfram að fagna afmælinu með sérstakri afmælis-Megaviku þar sem bryddað verður upp á ýmsu óhefðbundnu í tilefni afmælisins. Í fréttatilkynningu frá Domino's segir að reikna megi með því að um það bil fjórði hver landsmaður hafi gætt sér á pizzu frá Domino's í gær. Það er býsna erfitt að sannreyna slíkar yfirlýsingar, sérstaklega þegar sölutölur liggja ekki fyrir. En það hafa greinilega margir gætt sér á Domino's-pizzu í gær.
Matur Veitingastaðir Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira