Ósammála Rúnari: „Menn reyna að klekkja á liðinu sem er á toppnum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 17. ágúst 2023 13:31 Arnar Gunnlaugsson skilur ummæli Rúnars en er þeim ósammála. Vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, er ósammála ummælum Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR, um meintan grófleika Víkinga eftir leik liðanna í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í gær. Hann skilur þó af hverju Rúnar lét ummælin falla. „Maður veit hvernig miðverðir Víkings fá að spila og hafa gert í allt sumar. Ef menn fá að hrinda eins og þeir vilja og það er aldrei dæmt, er það eitthvað sem dómarastéttin þarf að skoða og leyfa þá fleirum að ýta,“ hafði mbl.is eftir Rúnari í gær. „En sumir leikmenn, og sérstaklega einn leikmaður Víkings má hrinda í bakið á öllum leikmönnum allan leikinn og fær ekkert fyrir það og labbar út af án þess að fá spjald,“ sagði Rúnar þá við Fótbolti.net og átti þar við Oliver Ekroth, varnarmann Víkings. Víkingur vann leik gærdagsins 4-1 og er komið í úrslit bikarkeppninnar hvar þeir mæta KA í september. Ummæli Rúnars voru borin undir Arnar sem hefur heyrt slíkt áður. „Þetta eru svo sem ekki fyrstu ummælin um okkar leikmenn eftir leiki, hvað þá eftir tapleiki andstæðingsins. Þá vilja menn benda á ákveðna hluti sem hefðu getað haft áhrif. Við erum alveg vel harðir en ég held við séum ekki grófir, við förum ekki í leiki til að meiða menn. En við erum með mjög physical lið,“ „Ég er ekki sammála ummælunum. En ég skil ummælin og af hverju þau komu. Miðað við úrslit leiksins skil ég þetta,“ segir Arnar. Spjöldum fjölgað eftir ummæli Heimis Arnar segir að Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, hafi látið álíka ummæli falla fyrr í sumar. Í kjölfarið hafi spjöldumVíkinga fjölgað mjög. „Heimir kom líka með svona ummæli eftir leik okkar við FH fyrr í sumar. Þessir gaurar eru bara topp þjálfarar og klókir. Menn vekja athygli á hlutum, reyna að ná í ákveðið forskot til að reyna að klekkja á liðinu sem er á toppnum. Ég myndi gera nákvæmlega sama ef ég væri í þeirra sporum. Þetta eru bara klókir gaurar og toppþjálfarar,“ „Það sem gerðist eftir ummæli Heimis var að við byrjuðum að fá gul spjöld og rauð spjöld en höfðum verið prúðasta liðið í deildinni fram að því. Þetta er klókt en það er líka dómaranna að sjá í gegnum þetta,“ segir Arnar. Varðandi Oliver Ekroth segir Arnar hann ekki komast upp með meira en aðrir í deildinni. „Nei. Oliver er með afburða styrk og hefur spilað svona síðan hann var tíu ára. Hann fékk dæmt á sig víti í meistarar meistaranna og þá tókum við fund með honum og fórum yfir þessa hluti. Hann á til að dansa á línunni og það er ekkert flóknara en það. Hann er alls ekki grófur,“ segir Arnar. Besta deild karla Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
„Maður veit hvernig miðverðir Víkings fá að spila og hafa gert í allt sumar. Ef menn fá að hrinda eins og þeir vilja og það er aldrei dæmt, er það eitthvað sem dómarastéttin þarf að skoða og leyfa þá fleirum að ýta,“ hafði mbl.is eftir Rúnari í gær. „En sumir leikmenn, og sérstaklega einn leikmaður Víkings má hrinda í bakið á öllum leikmönnum allan leikinn og fær ekkert fyrir það og labbar út af án þess að fá spjald,“ sagði Rúnar þá við Fótbolti.net og átti þar við Oliver Ekroth, varnarmann Víkings. Víkingur vann leik gærdagsins 4-1 og er komið í úrslit bikarkeppninnar hvar þeir mæta KA í september. Ummæli Rúnars voru borin undir Arnar sem hefur heyrt slíkt áður. „Þetta eru svo sem ekki fyrstu ummælin um okkar leikmenn eftir leiki, hvað þá eftir tapleiki andstæðingsins. Þá vilja menn benda á ákveðna hluti sem hefðu getað haft áhrif. Við erum alveg vel harðir en ég held við séum ekki grófir, við förum ekki í leiki til að meiða menn. En við erum með mjög physical lið,“ „Ég er ekki sammála ummælunum. En ég skil ummælin og af hverju þau komu. Miðað við úrslit leiksins skil ég þetta,“ segir Arnar. Spjöldum fjölgað eftir ummæli Heimis Arnar segir að Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, hafi látið álíka ummæli falla fyrr í sumar. Í kjölfarið hafi spjöldumVíkinga fjölgað mjög. „Heimir kom líka með svona ummæli eftir leik okkar við FH fyrr í sumar. Þessir gaurar eru bara topp þjálfarar og klókir. Menn vekja athygli á hlutum, reyna að ná í ákveðið forskot til að reyna að klekkja á liðinu sem er á toppnum. Ég myndi gera nákvæmlega sama ef ég væri í þeirra sporum. Þetta eru bara klókir gaurar og toppþjálfarar,“ „Það sem gerðist eftir ummæli Heimis var að við byrjuðum að fá gul spjöld og rauð spjöld en höfðum verið prúðasta liðið í deildinni fram að því. Þetta er klókt en það er líka dómaranna að sjá í gegnum þetta,“ segir Arnar. Varðandi Oliver Ekroth segir Arnar hann ekki komast upp með meira en aðrir í deildinni. „Nei. Oliver er með afburða styrk og hefur spilað svona síðan hann var tíu ára. Hann fékk dæmt á sig víti í meistarar meistaranna og þá tókum við fund með honum og fórum yfir þessa hluti. Hann á til að dansa á línunni og það er ekkert flóknara en það. Hann er alls ekki grófur,“ segir Arnar.
Besta deild karla Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira