Markaveisla í Grindavík og fall blasir við KR Smári Jökull Jónsson skrifar 17. ágúst 2023 20:35 Una Rós Unnarsdóttir með boltann. Knattspyrnudeild Grindavíkur/Petra Rós Grótta vann góðan sigur á Grindavík þegar liðin mættust í Lengjudeild kvenna í kvöld. Þá virðist fátt geta komið í veg fyrir að KR falli úr deildinni en liðið tapaði gegn HK á heimavelli. Grindavík og Grótta voru hlið við hlið í töflunni fyrir leik liðanna suður með sjó í kvöld. Jasmine Colbert kom Grindavík yfir á 17. mínútu þegar hún skoraði úr vítaspyrnu en lokamínútur fyrri hálfleiks voru síðan hálf ótrúlegar. Hannah Abraham jafnaði fyrir Gróttu á 41. mínútu en Colbert var ekki lengi að koma Grindavík yfir á nýjan leik og skoraði tveimur mínútum síðar. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks fékk Grótta síðan tvær vítaspyrnur. Úr fyrri spyrnunni skoraði Ariela Lewis og Hallgerður Kristjánsdóttir úr þeirri síðari. Staðan í hálfleik 3-2 fyrir gestina af Seltjarnarnesi. Úr leik Grindavíkur og Gróttu í kvöld.Knattspyrnudeild Grindavíkur/Petra Rós Grótta var síðan sterkari aðilinn eftir hlé. Hanna Abraham bætti sínu öðru marki við á 68. mínútu og Arnfríður Auður Arnarsdóttir skoraði fimmta mark Seltirninga á 73. mínútu. Þegar skammt var eftir klóraði hin 15 ára gamla Tinna Hjaltalín í bakkann fyrir Grindavík. Lokatölur 5-3 og Grótta áfram í 4. sæti deildarinnar, fimm stigum á undan Grindavík sem er í 6. sæti. Fallið blasir við KR Í Vesturbænum mættust lið KR og HK. KR, sem situr í fallsæti Lengjudeildarinnar, skoraði fyrsta markið á 9. mínútu en þegar Koldís María Eymundsdóttir kom boltanum í netið. Í upphafi síðari hálfleiks jafnaði Emily Sands metin og með tveimur mörkum á fimm mínútna kafla seint í hálfleiknum tryggði HK sér sigur. Brookelyn Entz skoraði fyrst á 74. mínútu og Isabella Eva Aradóttir bætti öðru marki við fimm mínútum síðar. Frá leik KR í Bestu deildinni í fyrra.Vísir/Hulda Margrét Jewel Boland minnkaði reynar muninn fyrir KR á 80. mínútu en nær komust þær ekki. Það er lítið annað en fall í 2. deild sem blasir við KR en liðið lék í Bestu deildinni á síðasta tímabili. Liðið er með sjö stig í níunda sæti deildarinnar, níu stigum á eftir FHL sem gæti fellt KR með sigri á Fram á heimavelli á sunnudag. KR á þrjá leiki eftir í deildinni og þarf að vinna þá alla ætli liðið að halda sér uppi. HK fer hins vegar upp í annað sæti deildarinnar með sigrinum. Liðið er þremur stigum á eftir toppliði Víkings og þremur stigum á undan Fylki sem er í þriðja sæti en bæði þessi lið eiga þó leik til góða á HK. Lengjudeild kvenna Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Sjá meira
Grindavík og Grótta voru hlið við hlið í töflunni fyrir leik liðanna suður með sjó í kvöld. Jasmine Colbert kom Grindavík yfir á 17. mínútu þegar hún skoraði úr vítaspyrnu en lokamínútur fyrri hálfleiks voru síðan hálf ótrúlegar. Hannah Abraham jafnaði fyrir Gróttu á 41. mínútu en Colbert var ekki lengi að koma Grindavík yfir á nýjan leik og skoraði tveimur mínútum síðar. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks fékk Grótta síðan tvær vítaspyrnur. Úr fyrri spyrnunni skoraði Ariela Lewis og Hallgerður Kristjánsdóttir úr þeirri síðari. Staðan í hálfleik 3-2 fyrir gestina af Seltjarnarnesi. Úr leik Grindavíkur og Gróttu í kvöld.Knattspyrnudeild Grindavíkur/Petra Rós Grótta var síðan sterkari aðilinn eftir hlé. Hanna Abraham bætti sínu öðru marki við á 68. mínútu og Arnfríður Auður Arnarsdóttir skoraði fimmta mark Seltirninga á 73. mínútu. Þegar skammt var eftir klóraði hin 15 ára gamla Tinna Hjaltalín í bakkann fyrir Grindavík. Lokatölur 5-3 og Grótta áfram í 4. sæti deildarinnar, fimm stigum á undan Grindavík sem er í 6. sæti. Fallið blasir við KR Í Vesturbænum mættust lið KR og HK. KR, sem situr í fallsæti Lengjudeildarinnar, skoraði fyrsta markið á 9. mínútu en þegar Koldís María Eymundsdóttir kom boltanum í netið. Í upphafi síðari hálfleiks jafnaði Emily Sands metin og með tveimur mörkum á fimm mínútna kafla seint í hálfleiknum tryggði HK sér sigur. Brookelyn Entz skoraði fyrst á 74. mínútu og Isabella Eva Aradóttir bætti öðru marki við fimm mínútum síðar. Frá leik KR í Bestu deildinni í fyrra.Vísir/Hulda Margrét Jewel Boland minnkaði reynar muninn fyrir KR á 80. mínútu en nær komust þær ekki. Það er lítið annað en fall í 2. deild sem blasir við KR en liðið lék í Bestu deildinni á síðasta tímabili. Liðið er með sjö stig í níunda sæti deildarinnar, níu stigum á eftir FHL sem gæti fellt KR með sigri á Fram á heimavelli á sunnudag. KR á þrjá leiki eftir í deildinni og þarf að vinna þá alla ætli liðið að halda sér uppi. HK fer hins vegar upp í annað sæti deildarinnar með sigrinum. Liðið er þremur stigum á eftir toppliði Víkings og þremur stigum á undan Fylki sem er í þriðja sæti en bæði þessi lið eiga þó leik til góða á HK.
Lengjudeild kvenna Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Sjá meira